Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.05.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 24.05.2007, Blaðsíða 3
Fuglaskoðunarferð verður í umsjón Skógræktarfélags Hafn - ar fjarðar um Höfðaskóg og ná - grenni á mánudaginn. Lagt verður af stað frá Selinu við Kaldárselsveg, höfuðstöðvum félags ins kl. 10 árdegis. Ef heppn in verður með þátt tak - endum munu sjaldgæfir skógar - fuglar eins og svart þröstur, glókollur og tyrkjadúfa kannski sjást. Þrautþjálfaðir fugla skoð - arar verða með í för. Allir vel - komnir og ekkert þátttökugjald. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 24. maí 2007 Fríkirkjan Hvítasunnudagur 27. maí Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 Allir velkomnir www.frikirkja.is Þann 14. maí stóð fo rvarnar - nefnd Hafnarfjarðar fyrir könnun á því hvort unglingum væri selt tóbak í Hafnar firði. Í 28% tilfella gátu ungl ingarnir keypt tóbak, því af 25 sölu stöðum var ungl - ingum selt tóbak á 7 stöðum. Tveir 15 ára unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftir - liti starfsmanna Hafnarfjarðar - bæjar. Á einum staðnum þar sem sölumaður vildi ekki selja þeim tóbak vegna þess að þeir gátu ekki sýnt skírteini, vorkenndi hann ungu kaupendunum svo mikið að hann gaf þeim sína hvora sígarettuna úr eigin birgðum. Frekari upplýsingar úr könn - uninni eru sendar Heilbrigðis - eftirliti Kópavogs- og Hafnar - fjarðarsvæðisins þar sem unnið verður úr þeim eins og lög gera ráð fyrir. Búast má við því að þeir staðir sem selji börnum tó - bak fái áminningu eða verði svipt ir tóbakssöluleyfi eins og lög um tóbaksvarnir gera ráð fyr - ir. Síðustu misseri hafa söluaðilar sett sér stöðugt skýrari reglur sem tryggja að aldurstakmörk séu virt. Margir sölustaðir í Hafnarfirði hafa gert sérstakt samkomulag við forvarnanefnd sem miðar að því að leita allra leiða til að koma í veg fyrir sölu á tóbaki til barna. Síðast þegar fram fór könnun var unglingum selt tóbak á einum sölustað fleiri en nú. Langtímamarkmiðið er að minnka þessar sölutölur enn meira. Þeir sem ekki selja börn - um tóbak hafa tamið sér þá vinnureglu að spyrja ætíð um skilríki þegar vafi leikur á um ald ur kaupandans. Gaf sígarettu úr eigin birgðum Unglingar gátu keypt tóbak á 7 sölustöðum Fuglaskoðun í skóginum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Dælustöðin á áætlun Framkvæmdum við dælu- og hreinsistöðna í Hraunavík miðar vel og er á áætlun að sögn Kristjáns Stefánssonar, verk - efnis stjóra Fráveitunnar. Stöðin er mikið mannvirki og mennirnir á myndinni sýnast harla litlir í samanburði við mannvirkið þó svona mannvirki teljist lítið saman borið við virkjana mann virki á Austur - landinu. Dælu- og hreinsistöðin er við Hraunavík austan Straumsvíkur.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.