Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. maí 2007 Garðbæingurinn Siggi Hólm sendi Fjarðarpóstinum þessa skemmtilegu mynd. Stálskógur við Hafnarfjörð Karlotta Laufey er ein af þúsundum sem tóku þátt í leik í tengslum við Vöxt sem er sam - starfsverkefni Kaupþings, VÍS, Kaupþings Líf, Kb ráðgjafar, Öryggis miðstöðvar Íslands og Lýsingar. Var þessi leikur í gangi frá 15. desember fram til 22. apríl sl. Fólk fyllti út miða og bauð starfsmönnum Kaupþings að hafa samband og bjóða þær vörutegundir sem bankinn hefur uppá að bjóða. Þar má finna viðbótarlífeyri - sparnað, bílatryggingar, slysa - trygg ingar, líftryggingar, hefð - bundin sparnað ofl. Karlotta Lau fey Halldórsdóttir, nítján ára Hafnarfjarðarmær tók þátt í leiknum og keypti bílatryggingu hjá VÍS sem er ekki til frásagnar færandi nema hvað að hún fékk fyrsta vinninginn sem var 150 þús kr. ferðavinningur að eigin vali. Alls voru 10 vinningar dregnir út fyrir allt landið en 28 útibú Kaupþings er hérlendis. Þrír vinningar komu upp í Hafnarfirði mun fleiri en líkindareikningur segði til um. Auk Karlottu Laufeyjar vann Ólafur Böðvar Ágústsson, 23 ára Álfnesingur 5000 kr. gjafarbréf á Jómfrúnni og Sigríður Valdi - mars dóttir 29 ára Hafnfirðingur, 5000 kr. gjafabréf á Jómfrúnni en hún gat ekki verið við af - hendinguna. Karlotta Laufey fékk fyrsta vinninginn 33% vinninga til Hafnarfjarðar í eitt af 38 útibúum Jón Sigurðsson umsjónarmaður sölu og markaðsmála útibússins, Karlotta Laufey Halldórsdóttir og Ólafur Böðvar Ágústsson. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ný vinnustofa listakonunnar Soffíu Sæmundsdóttur að Fornu - búðum 8, við Flengborgarhöfn, verður opin á Björtum dögum alla daga kl. 14-18. Þar verður Soffía með sýningu sem hún kallar „Málarinn við höfnina“. Á sýningunni má sjá stef úr verkum Soffíu sem unnin eru á undanförnum árum en hafa öðlast nýtt vægi á nýjum stað. Menn, fiskar, bátar og hús kallast á við landslag, stórbrotið eða kyrrt og vekja tilvistarspurningar um ferðina sem framundan er eða stendur yfir. Soffía Sæmundsdóttir hefur verið virk á íslenskum mynd - listar vettvangi undanfarinn ára - tug, haldið einkasýningar og tek - ið þátt í samsýningum heima og erlendis. Hún hefur hlotið fjölda viður kenninga fyrir myndlist sína á alþjóðavettvangi, m.a. var hún verðlaunahafi í Winsor & Newton málverkasamkeppninni árið 2000 þar sem Karl Breta - prins var heiðursdómari og var auk þess tilnefnd til Joan Mitchell-verðlaunanna, kennd við samnefnda stofnun í New York fyrir framúrskarandi hæfi - leika í málun og var einn af verð - launahöfum þeirra 2004. Þá hlaut hún styrk úr Minningar - sjóði Margrétar Björgólfsdóttur 2005. Verk eftir Soffíu eru í eigu fjöl margra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Á vinnustofu hennar að Fornubúðum 8 verður reglu lega staðið fyrir uppá - komum og sýningarhaldi. Málarinn við höfnina Soffía Sæmundsdóttir opnar vinnustofu og sýningu GARÐAÚÐUN Nú er rétti tíminn til að úða garðinn gegn ormum og lúsum. Upplýsingar og pantanir í s. 899 0304, 565 0637 Reynir Sig. Bókasafnið býður börnum, 10- 12 ára, sem hafa gaman af að búa til sögur upp á 3ja daga ritsmiðju, dagana 11. til 13. júní. Þar fá börnin tækifæri til að vinna að skapandi skrifum með rithöfundinum og mynd skreyt - inum Ragnheiði Gestsdóttur. Skráning fer fram á bóka safninu 1.-8. júní. Ritsmiðja í Bókasafni Hafnarfjarðar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fjaðrafok í Firðinum Hádegistónleikar 6. júní í Hafnarborg Á hádegistónleikum í boði Bjartra daga tekur Antonía Hevesiá móti söngtríóinu Sopranos. Þær stöllur í Sopranos eru þekktar fyrir fjaðrir og fima tónstiga og mun ekki standa á hvoru tveggja í Hafnarborg þann 6. júní nk. Söngkonurnar munu reita af sér skraut fjaðr - irnar í bókstaflegum skiln ingi á léttum og leikandi óper ettu tón - leikum, þar sem gleði, glamúr og gumar verða við völd. Hver veit nema Antonía skrýð ist einnig fjöðrum við flygilinn og takist á flug á einn eða annan hátt. Sopranos skipa sópran söng - konurnar Hörn Hrafnsdóttir, Margrét Grétarsdóttir og Svana Berglind Karlsdóttir. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar sungið með Óperu - kór Hafnarfjarðar og hafa allar notið leiðsagnar óperusöng - konunnar Elínar Óskar Óskars - dóttur. Á mðvikudaginn var fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins þegar yngstu kynslóðirnar reyndu með sér í frjálsum íþróttum. 6-8 ára kepptu í boltakasti, langstökki, og 60 m hlaupi. 9-11 ára kepptu í boltakasti, lang - stökki, 60 m hlaupi og 400 m hlaupi. 12-14 ára kepptu í kúlu - varpi, langstökki, 60 m hlaupi og 800 m hlaupi. Motið fór vel fram og allir gerðu sitt besta. Hlaupa, stökkva og kasta Vormót yngri flokka í frjálsum hjá FH Stökkaðferðirnar voru misjafn - ar en þessi stúlka hafði ástæðu til að brosa. Sprett úr spori við startskot Sig - urðar Haraldssonar, formanns. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.