Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Síða 6

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Síða 6
Skátamótin í Krýsuvík, Vor - mót Hraunbúa eru löngu lands - þekkt enda hafa skátamót verið haldin þar í yfir 40 ár. Nú um helgina var 67. Vormótið haldið þar og þangað komu skátar frá átta sveitarfélögum og nutu úti - verunnar í skemmti legum félags skap. Eldri skátar geta margir hverjir ekki slitið sig frá mótunum og margir foreldrar skátanna hafa smitast af börnum sínum og sennilega hafa sjaldan verið eins margir í fjöl skyldu - búðum og nú. Það var norðankuldi sem næddi um mótsgesti við setn - inguna og heitt kakó og skátakex var velkomið áður en haldið var í tjöldin. Þeir sem seinast fóru að þvo sér og tannbursta fengu lítið vatn því það fraus í vatns - leiðslum sem lágu ofanjarðar. Tannburstun var bara frestað til morguns þegar sólin var búin að þíða ísinn og skátarnir þustu út í póstaleiki og tjaldbúðarstörf. Veðrið batnaði með hverjum degi og sólin sendi skátana heim hverja öðrum rauðari. Fjölmargir eldri skátar og foreldrar lögðu leið sína í Krýsuvík á hátíðar - varðeld á laugardagskvöldinu og söngurinn ómaði úr hlíðum Bæjarfells. Eftir mótsslit á mánudaginn mynduðu skátarnir röð þvert yfir svæðið og tíndu upp hvert það bréf og drasl sem fannst á jörð - inni og ekkert var skilið eftir. Skátar úr Aztekum í skáta - félaginu Fossbúum á Sel fossi stóðu sig best í flokkakeppninni og þáðu að launum leður viður - kenningu og gjafir frá Fjalla - kofanum. Fjölmargir gengu á Arnarfell og fengu viðurkenningu fyrir en þegar keppt var um það hver væri fljótastur að hlaupa upp á fellið og niður aftur að móts - svæðinu varð Jón Guðnason úr fjölskyldubúðum fyrstur, hljóp á 9 mínútum og 55 sekúndum og frænka hans Agnes Linnet varð fyrst stúlkna á nokkuð lakari tíma. Þau fengu bæði viður kenn - ingarskjal og gjöf frá Fjalla - kofanum. Arnarfells hlaupið er fastur liður í dagskrá Vormóts Hraun búa. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. maí 2007 Ískrapi við tannburstun Sólbrenndir, ánægðir og þreyttir skátar eftir 67. Vormót Hraunbúa í Krýsuvík Hvað heitir þú? Ég heiti Ha - kim Saci Hvað ertu gamall? 36 ára Hvaðan ert þú? Alsir Við hvað starfar þú? Ég er stuðningsfulltrúi í Fjöltækninámi í Lækjarskóla Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmti - legast að lesa Hvað talar þú mörg tungumál? Ensku, þýsku, arabísku, íslensku og berber sem er móðurmál móður minnar sem er sam eig - inlegt tungumál í Afríku, og er elsta tungumálið. Hvernig er að vera á Íslandi? Það er gaman. Og mér finnst lífið hér svipað og í mínu heima - landi sem er Alsír, munurinn er ekkert svo mikill. Áttu börn? Já eina dóttir sem er 7 ára. Hvað ertu búinn að búa lengi á Íslandi? í 1 ár Hvað er besta landið sem þú hefur búið í? Frakkland, því þar er mikil menning og París er heimurinn. Hvað er draumastarfið þitt? Viðskipti, því þú hittir fullt af fólki, mikil samskipti og góð laun. Kolfinna Guðlaugsdóttir, nem andi í Fjöltækninámi Lækjarskóla. Viðtal við Hakim Saci frá Alsír Unnið af nemenda í Fjölgreinanámi Lækjarskóla Kolfinna Guðlaugsson og Hakim Saci Allt lagt í sölurnar til að mynda lengstu fatalínuna. Hljómsveitin Kung Fú lék á tónleikum við frábærar undirtektir. Tjaldað í strekkingsvindi. Þrautabraut byggð og notuð. Yngstu börnin blómstruðu. Fjölmargir komu á hátíðarvarðeldinn undir hlíðum Bæjarfells. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.