Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 8
Geir Bjarnasyni, forvarnar full - trúa var í síðustu afhent viður - kenning Foreldraráðs Hafnar - fjarðar við athöfn í Hafnarborg. Þegar kom að því að velja þann sem viðurkenninguna átti að hljóta var valið nokkuð auðvelt að sögn Helenu Mjallar Jóhannsdóttur, formanns for - eldra ráðsins, því allir voru á einu máli um ágæti Geirs enda allir sammála um að erfitt sé að finna jafn ötulan og liðlegan mann þegar kemur að kvabbi við að mæta með forvarnir inn í t.d. skólastofnanir okkar sama hvort er snemma morguns eða að kvöldi. „Við erum rík að eiga jafn mikinn mannauð og við eigum í Geir Bjarnasyni,“ sagði Helena er hún afhenti Geir málverk eftir Jean Posocco. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. maí 2007 Í tilefni af 105 ára afmæli Krist ínar Guðmundsdóttur þann 11. maí gaf innflutnings fyrir - tækið FASTUS fullkomið sjúkra rúm á Deild 3 á Sólvangi. Rúmið er afar fullkomið með sérstaklega þægilegri sjúkradýnu af bestu gerð. Að sjálfsögðu var strax búið um Kristínu sem er elsti Íslendingurinn og hefur hún virkilega notið sín og hvílst vel í rúminu frá fyrsta degi. Rúmið býður upp á mjög mikla fjölbreytni hvað varðar stillingar enda hentar hverjum og einum ekki það sama. Til dæmis er Kristín mun betur fær um að matast sjálf og minni þörf er fyrir hana að snúa sér. Sandra Hjálmarsdóttir hjúkr - un ar fræðingur hjá FASTUS af - henti gjöfina og kenndi jafnframt starfsfólki Sólvangs á þá stil li - möguleika sem bjóðast með slíku sjúkrarúmi. Á sunnudaginn heldur Kór Flensborgarskólans hátíðar tón - leika í Hamarssal Flens borgar - skól ans kl. 16. Einsöngvari á tónleik unum verður tenór söngv - arinn Eyjólfur Eyjólfsson og píanó leikari Ástríður Alda Sig - urðardóttir en þau útskrifuðust bæði úr Flensborgarskólanum og störfuðu jafnframt í kór skólans. Tónleikarnir eru liður í hátíð - ar höldum í tilefni af 125 ára af - mælis Flensborgarskólans. Kórn - um hafa hlotnast fjórar nýj ar tónsmíðar á árinu og verða þrjár þeirra frumfluttar á tón leik unum 3. júní. Forsala aðgöngumiða er í Súfistanum, Strandgötu 9, á skrif - stofu Flensborgarskólans og hjá kórfélögum. Að vanda verður boðið upp á frítt kaffi og meðlæti í hléi. Stjórnandi Kórs Flens - borgarskólans er Hrafnhildur Blomst erberg. Í júlí leggur kórinn enn á ný land undir fót og aftur til Torre - vieja á Spáni, þar sem kórnum hefur aftur verið boðin þátt taka í alþjóðlegu kórakeppninni Certa - ment International de Haba neras y Polifónía. Að sumarleyfi loknu hefst svo kórstarfið aftur og þá geta áhugasamir þreytt inn - tökupróf. Afmælistónleikar Kórs Flensborgarskólans Eyjólfur Eyjólfsson syngur einsöng með kórnum Kór Flensborgarskólakórsin í Hamarssal. Áttu hjól sem má láta í gott málefni? Hafnarfjarðardeild RKÍ aug - lýsir eftir hjólum fyrir verk efni með hælisleitendum. Hjólin þurfa ekki að vera ný, aðeins vel nothæf til almennra hjól reiða. Hópur heimsóknarvina heim - sækir hælisleitendur einu sinni í viku og stefnir nú að því að safna fjórum til fimm reið - hjólum til afnota fyrir hælis leit - endur. Hjólin verða merkt Rauða krossinum og eign hans. Hælis leitendur hafa sér stak lega óskað eftir reiðhjólum til afnota til að geta farið í stutta hjólreiðatúra til að brjóta upp daginn hjá sér. Ef þú átt reiðhjól sem þú vilt gefa þá hafðu samband við okkur í síma 565 1222. Sýning hjá Fjölgreina - námi Sýning á verkum nemenda Fjölgreinanáms verður í Gamla Lækjarskóla dag ana 1. og 2. júní. Föstudaginn 1. júní verður opið frá kl. 10 til 17 og laugardaginn 2. júní frá kl. 10 til 15. Nemendur standa fyrir kaffi - sölu meðan á sýningu stendur og mun ágóði af henni renna til ABC barna hjálp arinnar. Álftnesingar harma sölu á HS Vilja taka upp samninginn um söluna Samþykkt var á bæjar stjórn - arfundi á Álftanesi að kanna með viðræðum við Hita veitu Suðurnesja hvort hægt væri að taka upp samning um sölu hlutafjár sveitarfélagsins í HS sem gerður var í desember 2005 og til vara að verðmæti hlutafjár yrði endurskoðað í ljósi nýlegrar sölu á hlut ríkisins í fyrirtækinu. Grænn markaður Hinn árlegi Græni markaður Kvenfélags Álftaness verður haldinn á laugardaginn frá kl. 11 til kl. 16 við Náttúruleikskólann Krakkakot. Mikið og fjölbreytt úrval af sumarblómum, fjölærar plöntur, krúttrunnar, valin tré í útipotta, garðskraut, mat- og kryddjurtir, mold og áburður. Nýr fram - kvæmdastjóri Fim leikafélagið Björk hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra fyrir félagið, Gauta Má Guðna - son. Gauti Már hefur starfað sem yfirþjálfari taekwondo - deildar félagsins síðasta starfsár auk þess sem hann sat í stjórn taekwondodeildarinnar um árabil. Gauti Már er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og er að ljúka námi í hagfræði við Háskóla Íslands. Gauti Már tekur við af Hall - gunni Skaptason sem verið hef - ur fram - k v æ m d a - stjóri Bjark - ar til margra ára. Katrín Árnadóttir, fiðlukennari í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar lætur af stöfum um þessar mund - ir og hélt hún glæsilega kveðju - tónleika með nemendum sínum í skólanum sl. fimmtudag. Katrín hefur kennt við skólann í yfir 20 ár og náð mjög góðum árangri með nemendum sínum. Kata fiðlukennari kveður Katrín Árnadóttir, l.t.h. ásamt nemendum sínum sem léku á kveðjutónleikunum sl. fimmtudag. L j ó s m . : K r i s t j a n a Þ . Á s g e i r s d ó t t i r Gaf fullkomið sjúkrarúm Sandra Hjálmarsdóttir ásamt Kristínu, 105 ára, í nýja rúminu. Bókasafnið býður 10-12 ára börnum sem hafa gaman af að búa til sögur upp á 3ja daga ritsmiðju dagana 11. til 13. júní, eftir hádegi. Þar fá börnin tækifæri til að vinna að skap - andi skrifum með rit höf und - inum og myndskreytinum Ragnheiði Gestsdóttur. Skráning fer fram á bóka - safninu 1.-8. júní. Ókeypis þátttaka meðan húsrúm leyfir Ritsmiðja fyrir 10-12 ára Geir fékk foreldraverðlaunin Geir Bjarnason og Helena Mjöll Jóhannsdóttir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.