Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 31.05.2007, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 31. maí 2007 Kl. 8 Fánar dregnir að húni. Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10.45 Blómsveigur lagður að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaðakirkju. Kl. 11 Sjómannamessa í Hafnarfjarðarkirkju. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Sjómannalög leikin fyrir messu. kl. 12.45 Skólaskipi Fjölsmiðjunnar gefið nafn Kl. 13 Skemmtisigling fyrir börn, farið verður frá Suðurhöfninni. Kl. 13 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyti, Strandgötu 88. Kl. 14 Hátíðardagskrá á svæðinu fyrir framan Fiskmarkaðinn. Kynnir: Rúnar Matthíasson • Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur • Ávörp • Sjómenn heiðraðir • Atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi • Furðufiskasýning • Kappróður • Koddaslagur • Kararóður • Kassaklifur • Listflug með Birni Thoroddsen • Björgunarsveit Hafnarfjarðar sviðsetur björgunaraðgerð og sýnir búnað • Bátasýning frá Fjölmennt í Hafnarfirði. Björgunarsveit Hafnarfjarðar sér um gæslu á svæðinu. Kaffisala á Hrafnistu, allir velkomnir Út að borða á Sjómannadaginn! Sjávarréttatilboð á Fjörukránni, A-Hansen og Tilverunni. SJÓMANNADAGURINN HAFNARFIRÐI F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 5 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Gámaþjónustan hf. opnar í dag nýja aðstöðu við Berghellu þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta losað sig við úrgang á einfaldan og umhverfisvænan hátt. Þetta er fyrsta einkarekna grenndarstöðin í Hafnarfirði og í raun fyrsta mótttökustöð sorps því hingað til hafa Hafnfirðingar farið með rusl í móttökustöð Sorpu í Garpabæ. Endurvinnslutunnan Gámaþjónustan kynnti á síðasta ári Endurvinnslutunnuna en í hana má setja allan pappír heimilisins, bylgjupappa og pappa, plast, málma og fernur. Tunnan er losuð mánaðarlega fyrir 990 kr. Aðferðin byggir á því að heimilin og starfsfólk Gámaþjónustunnar skipta með sér vinnunni við flokkunina, heim ilin setja fernurnar, málm - ana og plastið í plastpoka, binda fyrir og setja með pappírs - flokkunum. Þegar söfnunar - bíllinn er losaður er innihaldið sett á færiband og flokkað í sundur. Innihaldið er síðan selt utan til endurvinnslufyrirtækja. Gámaþjónustan var stofnuð árið 1983 og eru starfsmenn nú um 120 og rekur fyrirtækið al - menna sorphreinsun og flokk un. Meginhlutverk Gáma þjónustu - samstæðunnar er að sjá fyrir - tækjum, stofnunum, sveitar - félög um og einstaklingum fyrir lausnum til að losna við hvers konar úrgang á hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Ný sorpmóttökustöð opnuð Hægt að skila rusli á Gámavelli við Berghellu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Dagana 14. til 23. maí var þemavinna í 10. bekk þar sem fléttað var saman ensku, ís - lensku, dönsku, náttúrufræði, sam félagsfræði og stærðfræði. Nem endur unnu saman í hópum að ákveðnum verkefnum sem reyndi á sjálfstæð vinnubrögð, skipu lagningu og samstarf. Hóp - arnir völdu eitt af eftirfarandi verkefnum: skipuleggja brúð - kaup, stofna menningar- og/eða afþreying ar stað, stofna fyrirtæki eða verslun, stofna fjöl miðla - fyrirtæki, skipuleggja útihátíð og/eða tónleika, stofna skemmti - garð og stofna íþróttafélag. Vinna við verkefnin fór fram í skól anum og utan hans. og þurftu nemendur að afla upp lýs - inga víða. Gerðu þau kostnaðar - áætlanir, skrifuðu nauðsynlegar umsóknir og og gerðu grein fyrir verkefninu á íslensku, ensku og dönsku auk þess sem þau gerðu módel. 10. bekkingar stofnuðu fyrirtæki Þemavinna í Öldutúnsskóla Sigurður Jón Sveinsson, Sveinn Orri Guðmundsson, Magnús Már Hauksson og Þorgrímur Guðni Bjarnason skipulögðu tónleika Coldplay. Bergdís Rún Jónasdóttir, Astrid Erla Benediktsdóttir, Kristín Björg Björnsdóttir og Unnur Birna Magnúsdóttir skipulögðu 195 millj. kr. brúðkaup íslensks auðkýfings og konu hans. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.