Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 6. júní 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is „Ertu í bæjarvinnunni?“ Hæðnistónninn leynir sér ekki og „sök“ hins vinnandi er að tína upp drasl utan við lóð sína. Kannist þið við þetta? Auðvitað er þetta ótrúlega barnalegt og ætti sérhver sem ljær hendi við að hreinsa eða fegra umhverfi sitt að uppskera hrós náungans en ekki háð. Bjartir rigningadagar líða nú hjá. Rennblaut listin og menning býðst bæjarbúum sem öðrum og stundum er vel mætt en stundum ekki. Velti ég því stundum fyrir mér hvort við Hafnfirðingar séum sérstaklega áhugasamir um menningu, svo ég tali ekki um listina. Við kvörtum yfir því að þetta og hitt vanti en mætum svo ekki sjálf. En kannski viljum við annað form? Viljum við listina í matvörubúðirnar, á vinnustaðinn og hátíðir út í hverfin? Sem betur fer eru skoðanir okkar misjafnar en gaman væri þó að vita betur hvað bæjarbúa vilja, kannski viljum við hafa þetta eins og þetta er en getum svo ekki gefið okkur tíma til að njóta. Ég naut sjómannadagsins úti á sjó og á bryggjunni. Skömm er að svona dagur skuli ekki fá meiri stuðning en raun ber vitni. Saga okkar byggist á sjómennsku og því skiptir ekki máli hversu mikinn kvóta við eigum nú eða frystihús. Sjómennskan er hluti af sögu okkar og eigum við að gera henni hátt undir höfði. Hvar er sjómannasagan í bænum? Falin undir egypskum pýramíta í Pakkhúsinu? Hluta má sjá á Byggðasafninu en betur má gera en það og þetta ætti að vera verk menningarmálanefndar fyrir næsta sjómannadag: Hvernig ætlum við Hafnfirðingar að minnast undirstöðuatvinnugreinar bæjarbúa um aldir? Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Sunnudagurinn 10. júní 2007 Morgunsöngur kl. 11 Héraðsprestur þjónar Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Hjólað í vinnuna Starfsfólk leikskólans Arnar - bergs hefur tekið þátt í átakinu „hjólað í vinnuna“ undanfarin fjög ur skipti og hefur keppt í flokki 30-69 manns á lands - vísu. Bæði var keppt í fjölda hjóla daga og samtals vega - lengd. Best gekk að ná sem flestum hjóladögum enda hjól aði, gekk eða hljóp hver þátttakandi nánast á hverjum degi þær tvær vikur sem keppn in stóð yfir. Tvær hjól - uðu 7 og 8 km daglega og einn göngugarpurinn gekk 9 km á dag. Aðrir höfðu styttri leiðir að fara að heiman. Í skólanum eru nú þrír verðlaunaskildir. Einn fyrir þriðja sæti og tveir fyrir annað sætið. Annað árið varð skólinn í fjórða sæti. Leikskólinn náði núna fyrsta sæti meðal fyrir - tækja í Hafnarfirði í sama flokki. Segir starfsfólkið þátttökuna hafa verið virkilega skemmti - lega og hafa skapað góða stemmningu á vinnu staðnum enda stóð klappliðið staðið sig vel í hvatningum. Víðistaðakirkja Sunnudagur 10. júní Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 10. júní, kl. 20:00 Sigríður Thorlacius sópran Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanó Guðmundur Óskar Guðmundsson bassi flytja létta og ljúfa tónlist. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Bjartir dagar Miðvikudagur 6. júní: Kl. 12: Fjaðrafok í Firðinum. Hádegistónleikar í Hafnarborg Kl. 20: „Enn er oft í koti kátt!“ í Hafnarborg. Kl. 21: Tónleikar: Stebbi og Eyvi í Bæjarbíó. Kl. 22-23: Kvartett fyrir endalok tímans. í Víðistaðakirkju. Fimmtudagur 7. júní: Kl. 14: Dagskrá eldri borgara í Hraunseli. Kl. 18-22: Langur fimmtudagur í söfnum, galleríum og verslunum. Tískusýning og tónlist á Thorsplani. Kl. 19-23: Gamla bókasafnið: Kakóbollinn. Trúbadorkvöld. Föstudagur 8. júní: Kl. 17-21: Víkingahátíð við Fjörukrána hefst. Bardagasýning, sagnaþulir, magadansmeyjar, víkingamarkaður og m.fl. Kl. 20: Ofurhetjan í Jaðarleikhúsinu. Kl. 21: Tónleikar: Jón Ólafsson í Hafnarborg. Kl. 19-23: Gamla bókasafnið: Gítarherokeppni. Kl. 23: Dansleikur í Fjörukránni. Laugardagur 9. júní: Kl. 13-20: Víkingahátíð við Fjörukrána. Kl. 16: Ganga og fræðsla á vegum Skógræktarfélagsins. Kl. 20: Dansleikhús: Dark nights í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kl. 23: Dansleikur í Fjörukránni. Sunnudagurinn 10. júní: Kl. 13-20: Víkingahátíð við Fjöru - krána. Kl. 15: Ljónalandið í Hafnarfjarðar - leikhúsinu. Kl. 17: Tónleikar í Fríkirkjunni. Kl. 20: Dansleikhús: Dark nights í Hafnarfjarðarleikhúsinu Kl. 20: Kvöldmessa í Víðistaðakirkju. Létt og skemmtileg tónlist. Kl. 23: Dansleikur í Fjörukránni. Hverfafundir með bæjarstjóra Í dag kl. 20: Hverfafundur með bæjar stjóra í Skátaheimilinu Hraun - byrgi fyrir íbúa Norður- og Vestur - bæjar. Fimmtudag kl. 20: Hverfafundur með bæjar stjóra í Safnaðarheimilinu Strand bergi fyrir íbúa í Hraunum, mið - bæ og Setbergi. Kajakmót á Álftanesi Keppt verður um Bessastaðabikarinn í kajakróðri laugardaginn 9. júní kl. 12.30. Keppnin byrjar í fjörunni í Garðabæ, í fínni sandfjöru undir Katrínarkoti. Bomburnar Dísirnar Garparnir Eigðu friðlátt kvöld við fjörðinn Til sölu tvær íbúðir að Herjólfsgötu 36 og 40 fyrir 60 ára og eldri. Glæsilegar 100 m² nýjar íbúðir með útsýni yfir sjó og land tilbúnar til afhendingar strax. Skipti á eldri eignum koma til greina. Allar upplýsingar veitir Gunnar hjá RE/MAX BORG í síma 820 8900. Fjúkandi rusl Allt of mikið er um að bygg - ingarverktakar gangi ekki nægi - lega vel frá við byggingar og rusl hefur verið að fjúka um bæinn. Plastplötur á Ásfjalli.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.