Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 06.06.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 6. júní 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Hverfisgötu 29 í Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl 2007, að auglýsa til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Hverfisgötu 29 í Hafnarfirði, í samræmi við 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að stæðum í bílageymslu er fækkað og í stað þeirra gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfsmann og sameign. Í stað þriggja einbýlishúsa er nú gert ráð fyrir sambýli með sex íbúðum. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 4. júní 2007 – 2. júlí 2007. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 16. júlí 2007. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Auglýsing um skipulag – Hafnarfjarðarbær Fasteignafélag Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í verkið „Leikskólinn Hamravellir nýbygging“. Verkið felst í að reisa og fullgera byggingu leikskóla ásamt lóðarfrágangi. Byggingin er samtals 727,5 m². Lóðarfrágangur nær til 6.070,8 m². Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. apríl 2008. Útboðsgögn eru afhent á heimasíðu ASK arkitektar ehf., www.ask.is, án endurgjalds frá mánudeginum 11. júní nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Fasteignafélags Hafnarfjarðar, Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 3. júlí 2007 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska. Fasteignafélag Hafnarfjarðar ÚTBOÐ Leikskólinn Hamravellir Það verður í fyrsta sinn á morgun, fimmtudag, sem útibú Kaupþings í Firði verður opið fram á kvöld en í tilefni Bjartra daga og lengri opnunartíma versl - ana í miðbænum verður boðið upp á veitingar og kynningu á fjölbreyttri þjónustu Kaupþings. Hafdís Hansdóttir, aðst. úti - bússtjóri í Kaupþingi í Hafnarfirði sagði í samtali við Fjarðarpóstinn að gjaldkerastúkurnar verði ekki opnar lengur þennan dag heldur verður fólk boðið velkomið í þetta endurnýjaða útibú í Firði. „Fólk getur komið og spjallað við þjón - usturáðgjafa, fyrirtækja ráðgjafa og tryggingar- og lífeyrisráðgjafa. Reyndar getur fólk kynnt sér alla þjónustu bankans s.s. tekju - verndina, innlánsreikninga, íbúða lán og þau kjör sem í boði er. Við lokum hefðbundnum degi kl. 4 og opnum aftur kl. 5 og verðum með opið til kl. 8.“ „Í dag eru 18 starfsmenn í útibúinu sem er rúmlega tvö - földun frá því útibúið var stofnsett. Starfsemin hefur aukist gífurlega og kannski átta Hafn - firðingar sig ekki á því hversu viðamikil þjónusta er í boði í útibúinu. Við erum t.d. með tvo fyrir tækja ráðgjafa til staðar alla daga og trygg ingar- og lífeyris - ráðgjafa sem hægt er að panta tíma hjá.“ Aðspurð segir Hafdís að þau keppi við aðrar banka - stofnanir í þjónustunni, „hér fá menn góða og persónulega þjón - ustu,“ segir Hafdís og segir að starfsfólkið hlakki til að taka á móti Hafn firðingum annað kvöld. Lengur opið í Kaupþingi á morgun Elín Stefánsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi, Hafdís Hansdóttir, aðstoðar - útibússtjóri og Sjöfn Yngvadóttir fyrirtækjaráðgjafi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Verslum í Hafnarfirði! .. . færðu ekk i bes tu þ jónus tuna þar? Jónína Guðnadóttir mynd - listar maður var útnefnd bæjar - listamaður Hafnarfjarðar 2007. Jónína hefur búið í Hafnarfirði í nær þrjá áratugi og hefur látið til sín taka á vettvangi listanna með ákaflega fjölbreyttum hætti. Hún á sér mjög áhugaverðan feril í myndlistinni, hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og tekið þátt í samsýningum. Hún hefur sýnt verk sín í listasöfnum og galleríum á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og í Tokyo og Kyoto í Japan. Jónína er í dag einn af framsæknustu lista mönn - um okkar Íslendinga. Bæjarstjóri færði henni skjal og blómvönd þessu til staðfestingar. Jónína er þriðja konan í röð sem hlýtur þessa útnefningu en áður hafa listakonan Rúna og söngkonan Elín Ósk Óskars - dóttir hlotið þessa útnefningu. Hvatningarstyrkir Stefán Ómar Jakobsson tón - listarmaður og Hildur Ýr Jóns - dótt ir hönnuður hlutu hvatn - ingar styrki Hafnarfjarðarbæjar. Jónína Guðnadóttir bæjarlistamaður 2007 Jónína ásamt bæjarstjóra, Elín Ósk Óskarssdóttir, bæjarlistamaður 2006 söng. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.