Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. júní 2007 Verslum í Hafnarfirði! ... og hlífum umhverfinu með óþarfa akstri? Virðulegi forseti. Alþingi ræðir hér metnaðarfulla þingsályktun - ar tillögu um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Fyrr hefur verið rætt stjórn ar frumvarp um almannatryggingar og málefni aldraða. Eru því á dagskrá á upp - hafsdögum þingsins tvö mál þar sem reist eru velferðarflögg, ann ars vegar í mál - efnum barna og ung - menna og hins vegar í málefnum aldraðra. Vissulega á eftir að leggja fram mörg önnur mál á komandi dögum og mán - uðum í málefnum aldraðra, það sem hér var kynnt er upphafið af mörgum verkefnum í umræddum málaflokki. Umrædd þingsályktunartillaga um aðgerðir vegna barna og ung - menna fellur mjög að þeim markmiðum sem Samfylkingin fór fram með í kosninga barátt - unni undir yfirskriftinni „Unga Ísland”. Hér er verið að draga fram ákveðin atriði sem við höf - um líkt og fjölmargir aðrir hv. þingmenn úr öllum stjórn mála - flokkum, komið inn á, á umliðn - um mánuðum og árum. Það var ekki hægt að greina það í kosningabaráttunni að það væri í sjálfu sér neinn ágreiningur um mörg þeirra mála sem nefnd eru í aðgerðaáætlununni og hæstv. félagsmálaráðherra hefur lagt upp með. Sérstaklega má benda á að í þingsályktunartillögunni segir „Jafnframt verði á samráðs vett - vangi ríkisins, aðila vinnumark - að ar ins og sveitarfélaga mótaðar tillögur um aðgerðir til að sam - ræma vinnu og fjölskyldu ábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Einkum verði litið til þess hvernig tryggja megi að fyrirtæki setji sér fjölskyldustefnu, stytti vinnutíma og geri vinnutíma sveigjanlegri og hvernig unnt sé að tryggja að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum, til dæmis vegna veikinda þeirra eða fötlunar.“ Í heimsóknum mínum á vinnu - staði, skóla og leikskóla á um - liðnum vikum kom berlega í ljós hvað það er orðin gríðarleg spenna í samfélaginu gagnvart því að hvað við séum lengi úti á vinnu markaðnum dag hvern. Allir frambjóðendur heyrðu sögur inni á leikskólunum, frá leik - skólakennurunum og starfsfólki leikskólanna, að kröfur heyrist að verið sé að óska eftir því að börn séu á leikskólum í allt að 10 tíma á dag og helst 12 mánuði á ári. Þetta segir sína sögu um það hve mikilvægt er að ríkisvaldið, sveitarfélögin og aðilar vinnu - markaðarins fari í samráð sem byggi á því sem hér er lýst. Sam - félagið skynjar að við þurfum að snúa við blaðinu, við þurfum að huga að börnunum í þessu sam - bandi – þau mega ekki verða á milli í þeirri spennu sem er á vinnu markaði. Vikið hefur verið að því af einstaka hv. þing mönnum að um - rætt verkefni sé óá - byrgt, kostnaður sé mikill. Við verðum að skilja að sú ábyrgð og festa sem hæstv. ríkis - stjórn sýnir hverju sinni tengist í sjálfu sér þessu verkefni jafn vel og öðrum sem hér hafa verið borin fram á Alþingi. Hvað varðar álíka verkefni þá má horfa til þess að í Hafnarfirði var árið 2002 brotið blað með því að innleiða niðurgreiðslur til barna og ungmenna á þátttökugjöldum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það hafði komið í ljós að það voru efna hagslegar og félagslegar að - stæður hjá mjög mörgum sem komu í veg fyrir það að börn eða ungmenni gætu tekið þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það eru fimm ár síðan. Þess vegna reist um við það flagg sem fjöl - mörg sveitarfélög hafa síðan fylgt eftir. Deilt var á það þá að kostn - aðurinn væri mikill í þessum efn - um. Hann var þá um 30–40 millj. á ársgrundvelli. Hins vegar var það staðföst trú okkar að það að fjölga þátttakendum í íþrótta- og æskulýðsstarfi kæmi til baka í betri forvarnaaðgerðum og betri lýðheilsu almennt. Það hefur sýnt sig í öllum mælingum og rann - sóknum sem viðhafðar hafa verið síðan að við erum að fá mun betri niðurstöður en á árunum þar á undan. Nýlega voru innleidd í Hafnar - firði vildarkort aldraðra, fyrir íbúa 67 ára og eldri. Þar á það ná - kvæmlega sama við. Þar er verið að tryggja að aldraðir íbúar bæjar - ins hafi aðgang að ýmiss konar þjónustu sem bæjarfélagið svo niðurgreiðir eða tekur að fullu þátt í, því að við viljum efla lýðheilsu aldraðra í sveitarfélaginu. Auð - vitað kosta þessir hlutir fjármuni en ég álít að þessum fjármunum sé vel varið. Á sama hátt er þeim fjár munum þegar viðkomandi ráðu neyti koma fram með einstök verk efni tengt aðgerðaráætluninni vel varið. Hér er, eins og áður hefur kom - ið fram, um að ræða að gerða - áætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Við eigum öll að geta tekið undir það, hv. þing - menn, að fara fram með slík verk - efni. Ég óska hæstv. félags mála - ráðherra til hamingju með þessa þingsályktunartillögu og vona að þingheimur allur geti sameinast um hana. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna Jómfrúarræða Gunnars Svavarssonar Gunnar Svavarsson Í síðustu viku voru fyrstu skóflustungur teknar að nýju húsnæði framkvæmdasviðs Hafn ar fjarðarbæjar við Norður - hellu. Í þetta hús, sem er á móts við Ásbraut og Eskivelli, flytjast þjónustumiðstöð, frá veita, vatns - veita, gatnadeild, fasteigna félag - ið og húsnæðis skrifstofa. Húsið verður 2400 m² og er áætlað að húsið verði tilbúið í febrúar á næsta ári. Nýtt hús byggt fyrir framkvæmdavið Skóflustunga tekin að 2400 m² húsnæði við Norðurhellu Lúðvík Geirsson, Jón Guðmundsson, Reynir Kristjánsson, Björn Hilmarsson, Helga Stefánsdóttir, Sigurður Haraldsson og Dagur Jónsson tóku fyrstu skóflustungurnar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fótbolti karla Töpuðu sínum fyrstu stigum FH-ingar eru enn ósigraðir í úrvalsdeild karla í knattspyrnu en töpuðu sínum fyrstu stigum gegn Fylki á sunnudag í leik sem endaði með markalausu jafntefli. Leikur inn var fremur harður og eftir samstuð voru þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH og Matthías Guðmundsson úr Fylki reknir útaf með rautt spjald. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.