Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 7
Bjartir dagar eru yfirstaðnir þó sólin skíni nú bjart sem aldrei fyrr. Þessi 11 daga menningar- og listahátíð innihélt fjölmarga viðburði með þátttöku allt frá leikskólabörnum til eldri borg - ara. Bílasýning Krúser í Fornu - búðum um helgina var ekki hluti Bjartra daga en dró sennilega flesta til sín og er það vissulega umhugsunarefni. Sú sýning höfð aði til fólks á SV-horninu eins og þjóðahátíðin í Íþrótta - húsinu v/ Strandgötu sem 4-5 þús und manns sóttu skv. upp - lýsingum frá Alþjóðahúsi sem stóð fyrir hátíðinni. Önnur „þjóðahátíð“ stendur nú yfir því fólk af fjölmörgum þjóðernum taka þátt í Vík - ingahátíðinni, bæði sem sýnend - ur og gestir. Þar komu um 4 þúsund manns fyrstu helgina en þessir þrír viðburðir voru lang best sóttu viðburðirnir síðustu vik ur. Listamenn buðu heim og tónlistarmenn og leiklistarfólk stóð fyrir viðburðum og var eitthvað í boði alla daga og fjölmargir nýttu sér gott framboð. Þó var aðsókn ekki í samræmi við væntingar og hlýtur að vera umhugsunarefni að jafnvel sé meiri áhugi á hverfafundi með bæjarstjóra en rokktónleikum á Thorsplani þó mikið hafi verið beðið um fleiri tónleika fyrir unglinga. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 14. júní 2007 Líflegt í bænum á Björtum dögum Aðsókn ekki í samræmi við stærð bæjarfélagsins Þrestir, Öldutúnsskólakórinn, Kammerkórinn og Kvennakór Öldutúns sungu lög eftir Friðrik Bjarnason. Þær sungu flestar áður í Kór Öldutúnsskóla. Frá tískusýningu á Thorsplani. Kór Öldutúnsskóla söng gull fal - lega og er greinilega í framför. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.