Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. júní 2007 Það var langt í næsta bílastæði og biðröð var við inngöngu á Víkingahátíðina við Fjörukrána. Víkingarnir og handverksfólkið var tilbúið í tjöldum sínum og kynnti varning sinn, bogamenn sýndu hæfni sína, víkingar börðust á banaspjótum og ilmurinn af grillaða lambinu sveif yfir. Sjaldan hefur hátíðin verið eins glæsileg og ekki spillti veðrið. Fjölmargir sýnendur eru búnir að koma til landsins mörg ár í röð og segja hérna gott að vera. Þeir eru líflegir og hafa gaman af að sýna handverk sem það hefur gert. Víkingarnir koma víða að og hátíðin er sannkölluð fjöl - þjóða hátíð. Hátíðin hófst um síðustu helgi og lýkur nú um helgina. Jóhannes Viðar Bjarnason, fjörugoði segist helst vilja hafa víkingagötu allt sumarið en segist hæstánægður með viðtökurnar. Þátttaka er mjög góð, segir Jóhannes bæði í almenna dagskrá og á dans leik - ina þar sem áhugaverðir tón - listarmenn spila. Víkingahátíðin er ein stærsta menningarhátíð Hafnarfjarðar og dregur að sér fólk víða að. Gríðarleg þátttaka á Víkingahátíðinni Vinsældir hátíðarinnar aukast með hverju ári Bogfimin dregur alltaf að sér fjölmarga áhorfendur. Dönsk mæðgin sem eru fastagestir á Víkingahátíðinni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fólk fylgdist spennt með illúðlegum víkingum berjast á banaspjóti. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Jóhannes Viðar Bjarnason, frum kvöðullinn, er góðlegur á að líta í samanburði við víking - ana. Þessir strákar seldu peninga fyrir peninga. Úrval vandaðs söluvarnings er mikið á Víkingahátíðinni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Skólagarðarnir virðast alltaf vekja áhuga ungra Hafnfirðinga og víða um bæinn má sjá þá við vinnu sína í görðunum, að moka garða og setja niður kartöflur og grænmeti. Jafnvel eldri borgarar geta fengið að setja niður ef pláss er en þeim virðist fækka mat - jurtagörðunum í görðum bæjar - búa sem sækja heldur í garð - vinnu í sveitinni, við sumar - bústaðina. Börnin setja niður kartöflur Góður áhugi fyrir skólagörðunum Frá matjurtagarði á Hvaleyrarholti. GARÐAÚÐUN Nú er rétti tíminn til að úða garðinn gegn ormum og lúsum. Upplýsingar og pantanir í s. 899 0304, 565 0637 Reynir Sig. Forsvarsmenn bílasýningar - inn ar sem haldin var í fisk - markaðshúsinu um helgina er mjög ánægðir með við brögðin, nokkur hundruð manns skráðu sig í Krúser, áhugafélag um akstur klassískra bifreiða og varðveislu þeirra. Segja forsvarsmenn sýningar - inn ar að um 10 þúsund manns hafi komið á sýninguna en frítt var inn. Mikil aðsókn á bílasýningu Glæsibílar Krúser á götunum Fjölmargar glæsikerrur, gamlar sem nýrri voru á sýningunni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.