Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 21. júní 2007 Næsta miðvikudag stendur Hafnarfjarðarbær fyrir dorg - veiði keppni á Flens borgar - bryggju. Keppnin er opin öllum börn um á aldrinum 6 til 12 ára . Slíkar keppnir hafa verið haldn ar síðustu sumur og í fyrra voru þátttakendur rúmlega 300 börn. Sigurvegarinn veiddi alls 17 fiska og vó þyngsti fiskur keppn innar um 500 g. Þessi keppni hefur þótt takast vel og ver ið ungum keppendum til mik - ils sóma. Þeir sem ekki eiga veið ar færi geta fengið lánuð færi á keppnis - stað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar hjá starfs - mönnum. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flestu fiskanna fá einnig verð - laun. Nú í ár verður einn ig veitt viðurkenning í flokkn um Furðu - fiskur 2007. Styrkt araðili að keppn inni er Veiði búðin við Læk inn, sem gef ur verðlaun, veið ar færi og góð ráð. Leiðbeinendur íþrótta- og leikjanámskeiðanna verða með öfluga gæslu auk þess sem Sigl - inga klúbburinn Þytur verður með björgunarbát á svæðinu. Keppn in hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15. 6-12 ára keppa í dorgveiði Börnin fjölmenna á bryggjuna á miðvikudag Nýverið bauð Bókasafn Hafnar fjarðar upp á ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Börnunum var skipt í tvo hópa en þátttakendur voru alls 25, 16 stelpur og 9 strákar. Upphaflega var áætlað að ritsmiðjan yrði dagana 11.-13. júní en vegna mikillar aðsóknar var ákveðið að bæta við tveimur dögum. Ragn - heiður Gestsdóttir rit höfundur hafði umsjón með ritsmiðjunni sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Börnin voru dugleg og áhuga söm og skemmtu sér hið besta undir handleiðslu Ragn - heið ar. Í ritsmiðju með Ragnheiði Gestsdóttur Við Bókasafnið í veðurblíðunni. Sl. föstudag voru liðin tuttugu ár síðan fyrsta fiskmarkaðs upp - boð landsins var haldið en það var haldið í Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Í frétt á skip.is segir að þetta uppboð hafi vakið mikla lukku og urðu meðal annars tafir á að það hæfist vegna fjölmennis í húsinu. Í dag má þó fastlega reikna með að enn fleiri fylgist með uppboðum dag hvern en gerðu þennan dag í Hafnarfirði, en þó með þeim breytingum að í stað þess að safnast saman á uppboðsstað eins og tíðkaðist fyrst bjóða menn í dag í fisk með upp boðskerfi Fisknets á netinu. Þennan dag fyrir tuttugu árum voru seld rúm 167 tonn af fiski og var meðalverðið 33 krónur. Til samanburðar má nefna að í gær, þann 14. júní, voru seld alls 464 tonn á fiskmörkuðum landsins og meðalverðið var 122 krónur. Á fyrsta uppboðinu keyptu þrettán aðilar fisk, í gær keyptu áttatíu aðilar fisk. Uppboðshaldari fyrir tuttugu árum var Einar Sveinsson, þá - verandi forstjóri Fiskmarkað ar - ins í Hafnarfirði. Fiskmark aður - inn í Hafnarfirði er í dag hluti af Fiskmarkaði Suðurnesja hf. sem er elsti starfandi fiskmarkaður á Íslandi skv. kennitölu. Fiskmarkaður í 20 ár Þá var meðalverðið 33 krónur á kílóið

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.