Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. júní 2007 Vantar barngóða stelpu, 12-15 ára til að gæta 5 ára stelpu frá 1. til 15. júlí. Erum á Völlunum. Nánari upplýsingar í síma 863 3843 eftir kl. 19. Abyssiniu köttur týndist á kosningadag frá Fjóluhvammi. Rauðbrúnn yrjóttur feldur með svartri rák eftir rófu. Hann gæti verið í skúrnum þínum. Fundarlaun í boði. Sími 862 9555. Páfagaukar (gárar) ásamt hvítu stóru búri með fylgihlutum fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 897 1323. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Tapað-fundið Gefins Barnagæsla Eldsneytisverð 20. júní 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 122,8 122,3 Atlantsolía, Suðurhö. 122,8 122,3 Orkan, Óseyrarbraut 122,7 122,2 ÓB, Fjarðarkaup 120,8 120,3 ÓB, Melabraut 122,8 122,3 Skeljungur, Rvk.vegi 122,8 122,3 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Gerður Hannesdóttir dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Aðalfundur Stefnis Ágæti Stefnisfélagi, mánudaginn 2. júlí mun aðalfundur félagsins verða haldinn. Hefst fundurinn klukkan 20 að Strandgötu 29 í Hafnarfirði. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar, 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar, 3. Umræður um skýrslu og reikninga, 4. Lagabreytingar, 5. Kosning stjórnar, fulltrúaráðs - manna, fulltrúa í Kjördæmisráð og tveggja endurskoðenda, 6. Önnur mál. Framboð til formanns og með stjórn anda þarf að hafa borist fyrir kl. 24.00 laugar - daginn 30. júní á netfangið stefnir.fus@gmail.com Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæður dreifingaraðilar Foreldrafélag leikskólans Arn - ar bergs ásamt starfsfólki og nemum bauð til árlegrar sumar - hátíðar þann 8. júní sl. Að vanda var mikið um dýrðir en skemmt - unin byrjaði með brúðu bílnum sem vakti mikla lukka allra við - staddra, þá voru hoppi kastalar í boði, ísbíllinn kom í heimsókn, andlitsmálning var og einnig bauð starfsfólk upp á kaffi og vöffl ur. Ís og vöfflur með foreldrunum Þeir sem ferðast um suðurhluta Jót lands stoppa gjarnan við í bænum Ribe sem er talinn með eldri bæjum á Norðurlöndum og sá elsti í Dan - mörku. Bærinn hefur mikið að drátt - arafl fyrir ferðamenn enda ásýnd hans einstök og bæjar - bragurinn með öllu sér - stæður. Húsin í Ribe eru mörg hver aldagömul og það sem er kannski merki legast er hvernig mið bærinn hefur haldið sinni, því næst upp runa - legu mynd í gegnum nokkr ar aldir. Þar myndi einhver segja að and - rúmsloftið sé líkt og sagan drjúpi af hverju strái. Í raun er það líka þannig. Í Ribe hefur einfaldlega tekist með ótrúlegum hætti að varð - veita söguna í umhverfinu. Margir hafa spurt sig hvað hafi orðið til þess að skipulag þessa til - tekna bæjar hafi haldist svo ósnert á meðan aðrir bæjir hafi vikið fyrir nýj - um hugmyndum og nýjum áhersl um. Í svari við þeirri spurningu felst ákveðin mótsögn. Lykilinn að hinum fallega miðbæ, sem flestir Danir vildu ef laust hafa sem víðast í dag, var í raun fólginn í þeim erfiðleikum sem steðjuðu að bænum um langt skeið. Eftir að hafa þjónað sem staður kon unga og annarra fyrirmenna missti Ribe þá stöðu sína og það hægði verulega á hjólum efnahags - lífsins í bænum. Á meðan aðrir álíka bæir fengu að víkja fyrir nýjum sjónar miðum í byggingar fram - kvæmdum og sagan var afmáð allt í kring, nostruðu íbúar Ribe hinsvegar við það sem þeim líkaði svo vel, sín fallegu hús og hina sérstæðu ásýnd bæjarins. Íbúar Ribe eru ekki margir en þar dafnar verslun og þjónusta sem aldrei fyrr. Þangað sækja erlendir sem inn - lendir ferðalangar í leit að aðlaðandi umhverfi og skapandi andrúmslofti. Þar togast eflaust oft á sjónarmið skilvirkni og fagurfræði. Gömlu hús - in eru ekki byggð hátt og í þeim nýtast fermetrar lóðanna líklega ekki mjög vel í samanburði við það sem gerist í nýjum byggingum. Það myndi samt ekki þjóna hagsmunum neinna að rífa gömlu húsin og byggja nýjar byggingar, þar sem hugtök eins og nýtingarhlutfall fengju að ráða för. Slíkt myndi heldur engum manni detta í hug, þó svo að það standi hvergi skrifað, hvorki á blaði né í stein að í miðbæ Ribe byggi menn ekki háhýsi. Það hvarflar einfaldlega ekki að nokkrum manni enda enginn sérstakur skortur á jarðnæði þar frekar en á Íslandi. Hafnarfjörður verður aldargamall á næsta ári. Þá höldum við upp á að það sé komin heil öld síðan bærinn við fjörðinn fékk kaupstaðarréttindi og þá er tilefni til að rifja upp merka sögu þessa bæjar. Þá er tilefni til að staldra við og huga að því sem gerir Hafnarfjörð að því sem hann er og horfa til framtíðar næstu 100 ár. Þá er ekki úr vegi að spyrja nágranna okkar í sveitarfélögunum í kringum bæinn hvað það er sem þeim líki vel við Hafnarfjörð og spyrja þá sem flytjast í bæinn hvað það er sem valdi því að þeir velja þennan stað öðrum fremur til búsetu. Það kæmi ekki á óvart ef að mikill meirihluti myndi tiltaka tilvist miðbæjarins sem eina af grundvallar for - sendum þess að bærinn sé jafn eftirsóttur staður til bú setu sem raun ber vitni. Það þarf kannski ekki að svara því hvað íbúum hinna bæjanna finnst enda öllum ljós sú mikla áhersla sem stjórn - völd í nágrannabæjunum hafa lagt á að skapa eitthvað sem líkist hefðbundnum „miðbæ“, - því sem talist getur hjarta samfélagsins. Á sama tíma ættu menn einnig að rifja upp þau átök sem áttu sér stað vegna byggingar tveggja turna í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir rúmum áratug síðan. Þegar turnarnir tveir voru reistir í miðbæ Hafnarfjarðar var það niðurstaða hinna pólitísku full - trúa sem þá fóru með völd í bæn um að það væru meiri hagsmunir fólgnir í því fyrir bæjarbúa að reisa þessi mannvirki en að gera það ekki. Í dag er þó vanfundinn sá Hafnfirðingur sem myndi styðja byggingu um - ræddra turna ef þeir væru ekki fyrir. Þar fyrir utan eru líklega vandfundnar þær byggingar sem jafn erfiðlega hefur gengið að nýta og umrædda turna. Með öðrum orðum, ávinn - ingurinn hefur ekki verið í neinu samræmi við þá fórn sem í byggingu þeirra fólst. Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla og styrkja miðbæinn og margt gott áunnist í þeim efnum. Fasteignum í miðbænum hefur fjölgað og almennt má segja að vel hafi tekist til við að laga nýbyggingar að þeim brag sem einkennir gamla miðbæinn. Miðbæ Hafnarfjarðar ber að efla og styrkja enn í því felst ekki endi - lega að hann þurfi að endurskapa í hvert sinn sem hinn íslenski fast - eignamarkaður sveiflast upp á við. Við sem þekkjum sögu bæjarins og berum virðingu fyrir henni verðum að geta treyst því að langtíma sjón - armið og hagsmunir bæjarbúa fái nægjanlega athygli þegar tillögur koma fram um að breyta ásýnd miðbæjarins með nýjum áherslum í skipulagsmálum þessa bæjarhluta. Hingað til hefur ekki þótt ástæða til að rita það sérstaklega niður sem stefnu Hafnfirðinga að þeir vilji varðveita andrúmsloftið sem gerir bæ inn einstakan en nú eru eflaust komnir þeir tímar að slíkt telst með öllu formleg nauðsyn. Legg ég því til að allir bæjarfulltrúar, sama í hvaða flokki þeir eru, sammælist um einhverja einfalda og skýra stefnu - yfirlýsingu í skipulagsmálum mið - bæjarins. Hún gæti til dæmis verið svona: „Stöndum vörð um miðbæ Hafnarfjarðar, sögu hans og ásýnd.“ Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í miðbæjarnefnd. Miðbærinn í brennidepli Gunnar Axelsson Okkar Hellisgerði? Viljum við svona ástand í Hellisgerði? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Enn eru pláss laus í Kaldárseli Þar er yndisleg náttúrufegurð, Kaldáin hefur ekki enn þornað upp, svo gaman er að busla og leika sér við ána. Kassabílarnir og nýja fót bolta - spilið heilla alla krakka á aldr - inum 7-10 ára. Gönguferðir og hellaskoðun er eitt af mörgum skemmtilegum atburðum í dag - skrá sumarbúðanna í Kaldárseli, og þar fá börnin að kynnast kristinni trú og lífsskoðun. Átt þú, lesandi góður, eftir að skrá barnið þitt í kristilegar sumar - búðir þetta sumarið? Sumar - búðirnar í Kaldárseli eru einu sumarbúðirnar sem bjóða upp á 5 daga flokka, frá mánudegi til föstudags, allt sumarið. Nánari upplýsingar í síma 588 8899 og á heimasíðunni www.kfum.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.