Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 7
Fríkirkjukórinn, sem er nú á ferðalagi á Íslendingaslóðum í N-Ameríku söng við mikinn fögnuð í Mountain á miðviku dag í síðustu viku og hélt frábæra tónleika fyrir fullu húsi í Aborg 15. júní og má segja að tónleikarnir hafi framlengst meðal áheyrenda þegar sungin voru gömlu íslensku lögin og sungið langt fram eftir kvöldi. Í Winnipeg var stormandi lukka að sögn Almars Gríms - sonar formanns Þjóðrækni félags Íslands í samtali við Fjarðar - póstinn. Reyndar rigndi á þjóð - hátíðardag Íslendinga svo at - höfnin sem venjulega er haldin við styttu Jóns Sigurðsson var flutt inn í þinghúsið. Þar voru ræður fluttar og kórinn söng þjóðsöngva Íslands og Kanada og „Þótt þú langförull legðir“ og „Hver á sér fegra föðurland“. Svo stytti upp og gengið var nið - ur að styttu Jóns Sigurðsson og blómsveigur lagður. Við athöfnina töluðu John Harvard, fulltrúi bresku krún - unnar, Peter Bjornson mennta - málaráðherra, fjallkonan Rosa - lind Vigfuson og Almar Gríms son sem flutti hátíðarræðu dags ins. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 21. júní 2007 Knattspyrna Bikarkeppni kvenna: Fjölnir - FH: 10-1 2. deild karla: Haukar - Höttur: 5-2 ÍR - ÍH: 3-1 1. deild kvenna: HK/Víkingur-Haukar: frestað FH-GRV: frestað til 12. júlí Úrvalsdeild karla: KR - FH: 0-2 FH - Breiðablik: Miðv.dag Næstu leikir: Knattspyrna 23. júní kl. 14, Kaplakriki FH - BÍ/Bolungarvík (1. deild kvenna, a-riðill) 23. júní kl. 16, Ásvellir Haukar - Magni (2. deild karla) 23. júní kl. 14, Vilhjálmsvöllur Höttur - ÍH (2. deild karla) 24. júní kl. 14, Ásvellir Haukar - BÍ/Bolungarvík (1. deild kvenna, a-riðill) 26. júní kl. 20, Ásvellir Haukar - Leiknir R. (bikarkeppni karla) 27. júní kl. 20, Laugardalsv. Valur - FH (úrvalsdeild karla) GARÐAÚÐUN Nú er rétti tíminn til að úða garðinn gegn ormum og lúsum. Upplýsingar og pantanir í s. 899 0304, 565 0637 Reynir Sig. Fríkirkjukórinn gerir það gott vestra Fríkirkjukórinn á tröppum þinghússins í Winnipeg. Almar flytur hátíðarræðuna. Við styttu Jóns Sigurðssonar. Bæjarlistamaður Álftaness var valinn í fyrsta skipti 17. júní og varð Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfundur fyrir valinu. Sveinbjörn hefur samið fjöl - mörg handrit að sjónvarsp þáttum og kvikmyndum og var m.a. fastráðinn þáttahöfundur hjá Nordisk Film/TV-2 og vann að framhaldsþáttunum vinsælu For - svar en áður hafði hann unnið að dönsku þáttunum Taxa. Sagðist Sveinbjörn mjög ánægð ur að fá þessa viður kenningu frá sínum heimabæ og færði sveitar félag - inu að gjöf ýmislegt efni sem hann hafði unnið og sagði það vel ætti heima á bóka safninu. Jafnframt þessu var bryddað upp á þeirri nýjung að heiðra tvo Álftnesinga fyrir sérstakt fram - lag sitt til þjóðarinnar á sviði menn ingar og lista. Það voru þau Helga Ingólfsdóttir, sem bal - leikari og Hannes Pétursson skáld sem voru heiðruð með þessu móti og eru þar með orðin heið urssveitungar. Lista menn irnir tóku allir við viður kenn ingunum á þjóð hátíð - ar daginn í Kvenfélagsgarðinum við íþróttahúsið á Álftanesi. Álfanes velur bæjarlistamann í fyrsta sinn Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöfundur fyrsti bæjarlistamaðurinn Steinunn Aldís Helgadóttir og Kristján Sveinbjörnsson, forseti bæjarstjórnar afhenda Sveinbirni viðurkenninguna. Sveinbjörn, Helga og Hannes með viðurkenningar sínar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Álfberg, sem er tilrauna - leikskóli fyrir 5 ára börn út skrif - aði sl. föstudag sína fyrstu nem - endur og fór athöfnin fram í Lækjarskóla þar sem börnin skemmtu foreldrunum á undan. Foreldrar grilluðu síðan pylsur í leikskólanum við Álfaskeið Tilraunaleikskóli útskrifar Álfaberg útskrifaði nemendur í Lækjarskóla handa ungum sem öldnum, eldri systkinin hjálpuðu til og börnin fóru heim með útskriftar skírteini og disk með fjöl mörgum myndum úr leikskóla starfinu sl. ár. Efri mynd: Pylsupartý og ostaveisla á leikskólanum. Til hliðar: Börnin sungu á ensku, dönsku og íslensku og spiluðu á hljóðfæri. Í samtali við Fjarðarpóstinn í fyrra kvöld sagði bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson aðspurður ekk - ert sérstakt að frétta úr bænum en síðan mátti lesa á mbl.is að hann hafi átt fund með Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi og Michel Jacques, forstjóra Alcan Primary Metal Group um hugs - anlega stækkun á land fyllingu út í sjó. Sagði Lúðvík í samtali við mbl.is að slík landfylling gæti tengst fyrirhuguðum hafnar - framkvæmdum hjá Hafnar fjarð - ar höfn. Þær fyrirætlanir hafa beinst að Óttastaðalandinu sem mikil andstaða er gegn en nú gæti höfn hugsanlega verið framan við álverið. Hugmynd um landfyllingu er ekki ný og þykja aðstæður í sjó ágætar. Fjarðarpósturinn greindi frá slíkum möguleika í apríl - mánuði sl. Verður stækkað í Straumsvík? Ný deiliskipulagstillaga um stækkun á landfyllingu? L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Gasfélagið hefur aðstöðu á landfyllingu í Straumsvík.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.