Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 21.06.2007, Blaðsíða 8
Þrátt fyrir spár um annað, var sannkallað þjóðhátíðarverður á 17. júní og bæjarbúar fjölmenntu í skrúðgöngu og á hátíðarhöldin á Víðistaðatúni. Hátíðarhöldin voru með hefðbundnu sniði fyrir utan gospeltónleika í Hellisgerði. Kvöldskemmtun var á Thors - plani og leiktæki voru á Strand - götunni en frítt var í öll tæki sem margir fögnuðu. Þátttaka í kvöldskemmtuninni virtist ekki vera í samræmi við góða þátttöku fyrr um daginn en fólk undi sér vel í góða veðrinu. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 21. júní 2007 Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Á milli vita Gönguleiða kort af miðbænum Út er komið nýtt göngu - leiðarkort af miðbæ Hafnar - fjarðar. Markverðir staðir og minjar eru merktir inn og ber leiðin heitið Á milli vita. Ástæðan fyrir þessu nafni er sú að staðirnir sem vakin er athygli á eru merktir inn á kortið með vitanum. Mikil og skemmtileg saga er tengd byggingum og svæðum í miðbæ Hafnarfjarðar og á kortinu er snert á sögunni, komið inn á sögu klaustursins, Flensborgarskólans, Gúttó, Ham ars ins og Lækjarins svo eitthvað sé nefnt. Þar sem ekki er hægt að koma fyrir miklum upplýsingum á sjálfu kortinu má sjá meira um hvern og einn stað á www.hafnarfjordur.is Kortið, sem Hafnarfjarðar - bær gefur út, er teiknað af Krist ínu Gunnarsdóttur og eru vit arn ir númeraðir svo fólk geti betur áttað sig á hverju er verið að vekja athygli á. MIÐVIKUDAGINN 27. JÚNÍ FER FRAM DORGVEIÐIKEPPNI VIÐ FLENSBORGARBRYGGJU. KEPPNIN ER OPIN ÖLLUM Á ALDRINUM 6-12 ÁRA. HÆGT ER AÐ FÁ LÁNUÐ VEIÐARFÆRI, BEITU OG LEIÐBEININGAR Á STAÐNUM VERÐLAUN VERÐA VEITT FYRIR STÆRSTA FISKINN, FLESTA FISKA VEIDDA OG Í FYRSTA SINN VERÐA VERÐLAUN Í FLOKKNUM FURÐUFISKUR. VEIÐIBÚÐIN VIÐ LÆKINN STYRKIR KEPPNINA OG GEFUR VERÐLAUN, VEIÐARFÆRI OG GÓÐ RÁÐ. ÖFLUG GÆSLA VERÐUR Á SVÆÐINU. KEPPNIN HEFST UM KL. 13:30 OG LÝKUR UM 15:00. SEM FLESTIR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA. DORGVEIÐIKEPPNI Líflegt í bænum á þjóðhátíðardaginn Skrúðgangan fremur stutt í upphafi en varð að einni lengstu skrúðgöngu í sögu bæjarins L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.