Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 27. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 5. júlí Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hafnarfjarðarbær, Grinda vík - urbær og Reykjanesbær hafa ákveðið að nýta sér forkaupsrétt sinn á þeim hlutum sem þau eiga möguleika á í Hitaveitu Suður - nesja. Hvert þessara sveitar - félaga ætla að kaupa 15,2% hlut ríkisins í HS sem Geysir Green Energy hafði skrifað undir kaup á. Ætla þessi sveitarfélög einnig að nýta sér forkaupskrétt sinn á þeim hlutum annarra sveitar - félaga sem þau hafa samið við Geysir um sölu á en sam tals eiga þessi sveitarfélög 21,1%. Við þetta eignast Reykjanes - bær að hámarki 64,4%, Hafnar - fjörður 24,2% og Grinda víkur - bær 13,4% kaupi þau öll þau bréf sem þau eiga forgangsrétt á. Öll þessi sveitarfélög hafa lýst því yfir að þau ætli að selja áfram keyptan hlut sinn, Reykjanesbær til GGE en hin sveitarfélögin til Orkuveitu Reykjavíkur. Við þessar sölur myndast nýr for - gangs réttur, líka hjá HS og flókið getur verið að sjá hvernig sú flétta sem myndast leysist nema sveitar félög in geri samkomulag um lausn mála. Pólitísk samstaða er um málið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en minnihluti í bæjarstjórn Reykja - nesbæjar er andvígur afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Grinda - víkur hefur hins vegar lýst því yfir að þau hyggist einnig selja ÓR 8% af 8.52% eignarhlut sínum í HS. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri segir sérstakt að horfa til þess að á stjórnarfundi í HS fyrir fá - einum vikum hafi Árni Sig - fússon, bæjarstjóri í Reykja nes - bæ sagt að óeðlilegt væri að fyrir tæki eins og Geysir ætti meira en ca 25% í HS. Hreppa pólitík og valdabarátta um Hitaveitu Suðurnesja Hafnarfjarðarbær vill tryggja að Reykjanesbær með Geysir Green Energy eignist ekki 2/3 í fyrirtækinu 565 2525 Hjallahrauni 13 30% afsláttur af sóttum pizzum Gildir ekki með öðrum tilboðum Útsýnisskífa á Ásfjalli sem var gjöf Rótarýmanna til bæjarins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.