Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 2
Örvar Árdal sýnir myndlist í Jaðarleikhúsinu Örvar Árdal opnar myndlistasýningu sína Fuglahræðan nk. laugardag kl 18 í Jaðarleikhúsinu Miðvangi 41 (gamla apótekinu á bakvið Samkaup). Sýn - ing in stendur til 9. júli, opið frá kl. 14 til 18 alla dagana. Norðmaðurinn Kjell Nupen sýnir í Hafnarborg Nú stendur yfir í Hafnarborg sýning á verkum norska list málar ans og grafíklistamannsins Kjell Nupen. Sýningin er samstarfsverkefni fjögurra safna, en þau eru, auk Hafnarborgar, sem er fyrsti sýningarstaðurinn, tvö listasöfn í Danmörku, Museum for Religiøs Kunst á Jótlandi og Kastrup - gårdsamlingen í Kaupmannahöfn og Haugar Vestfold Kunstmuseum í Nor - egi. Í texta Dagmar Warming í sýningar skrá segir m.a.: „Rósemd hins bláa tíma virðist nú vera að færast yfir list Kjell Nupen. Hann hefur fundið rætur sínar sem maður og listamaður og er kominn aftur heim. Þó er vitinn, sem birtast fyrst í myndum hans um 1980, enn til staðar í nýrri verkum hans. Yrkisefnið er „Sentimental Journey“ og enn má finna vitann við inn sigling una í Kristiansand. En hann, sem áður var myndbirting útþrár hins unga Nupen er nú einnig orðinn tákn heim þrár hans“. Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir á Hrafnistu Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir vatnslitamyndir í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sólveig er fædd í Reykjavík árið 1925 en dvelur nú á Hrafnistu. Hún er landskunn listakona og hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og í útlöndum. Sýningin stendur til 27. ágúst og er öllum opin. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júlí 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Það var ljóst strax við innlimum Rafveitu Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja að fyritækið ætlaði sér að vera Suðurnejsafyrirtæki fyrst og fremst. Það hefur sést á margan hátt. Þá þótti ótækt að breyta nafni fyrirtækisins, það hefur sést á auglýsingabirtingum, það hefur sést á stuðningi við verkefni og það sést núna glögglega þegar Árni Sigfússon afhjúpar al - gjörlega hreppastefnu meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Reykjanesbær á aðeins 2,5% í Geysir Green Energy (þegar 37,5% hutafjár er enn óselt) en berst með kjafti og klóm að færa fyrirtækinu Hitaveitu Suðurnesja. Hann es Smárason er stjórnarformaður Geysis og er hann líklega best þekktur fyrir að búta niður fyrirtæki og selja. Árni var meira að segja búinn að semja um hönnun á stjórnsýsluhúsi fyrir Reykja - nesbæ þar sem einnig yrðu höfuðstöðvar Hitaveitu Suður nesja og Geysis án þess að slíkt hefði komið fyrir stjórn HS. Enginn áhugi virðist vera á samstarfi sveitarfélaganna. Hins vegar er áhugi Hafnfirðinga á Orkuveitu Reykjavíkur sér - stakur. Því hefur ekki verið borin góð sagan og bruðl og óstjórn einkennt fyrirtækið að mati margra hafnfirskra stjórnmálamanna. Ekki hefur náðst samkomulag við fyrirtækið um ljósleiðaravæðingu Hafnarfjarðar en nú er þetta fyrirtæki að breytast í englafyrirtæki. Kannski þetta sé eina færa leiðin að mati bæjarfulltrúa en samt ætla þeir að treysta á að böndin við OR haldi reyni Reykjanesbær að svína á Hafnfirðingum. Svona er pólitíkin í dag. Eflaust endar þessi farsi með samkomulagi Hafnarfjarðarbæjar, Reykjanesbæjar og Grindavíkur um að Geysir og OR eignist hlut í félaginu en fyrir alla muni vill Hafnarfjörður tryggja 33,4% hlut í HS. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Sunnudagurinn 8. júlí 2007 Morgunsöngur kl. 11 Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Allir velkomnir! 2. Endurheimt fuglalífs, engir lausir kettir. Lagt fram erindi frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur kt. 270939- 2959 um endurheimt fuglalífs- engir lausir kettir. Bæjarráð sam - þykkir að vísa erindinu til um - sagnar hjá heilbrigðiseftirliti og umhverfisnefnd. 3. Fyrirspurn lögð fram í bæjar - ráði 21. júní - álverskosningar. Lagt fram svarbréf frá upp - lýsinga- og kynningarfulltrúa varð - andi kostnað við framkvæmd álvers kosningar. 5. Bifreiðastöð BSH, réttur á leigubílastæðum. Lögð fram tillaga um að BSH verði heimiluð sérafnot af leigu - bílarennu við verslunar miðstöðina Fjörð til 3 mánaða. Á tíma bilinu verði fundin fram tíðar lausn í miðbænum fyrir almenn leigu - bifreiðaastæði sem nýtast öllum leigubifreiðastöðvum. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kynna framlagða tillögu hlut - aðeigandi aðilum. Jafnframt er málinu vísað til frekari meðferðar á skipulags- og byggingarsviði. 7. Lóðarleigusamningur fyrir Hlaðbæ-Colas í Kapelluhrauni. Lagt fram að nýju erindi frá Landslögum-lögfræðistofu fyrir hönd Hlaðbæjar-Colas þar sem óskað er eftir frekari yfirferð á drögum að lóðaleigusamningi fyrir fyrirtækið sem bæjarráð sam - þykkti fyrir sitt leyti þ. 8. febrúar sl. Lagt fram minnisblað frá Lilju Ólafsdóttir, fulltrúa fasteigna skrán - ingar, með staðfestingu á út reikn - ingi á lóðarleigugjöldum og varð - andi almennra leigutíma. Bæjarráð telur ekki ástæðu til breytinga á drögum að lóðar leigu - samningi með vísan til fram lagðs minnisblaðs. 3. Félagslegar leiguíbúðir Lögð fram áfangaskýrsla starfs - hóps. Framkvæmdaráð þakkar starfshópnum fyrir framlagða áfanga skýrslu. Framkvæmdaráð sam þykkir að hefja endurmat á leiguíbúðum bæjarins í samvinnu við fjármála- og stjórnsýslusvið. Einnig sam þykkir fram kvæmda - ráð að fela fasteignafélaginu að hefja vinnu við nýtt innheimtuferli og endur reikning sbr. lið c í áfanga skýrsl unni í samvinnu við félags þjónustu Hafnarfjarðar. 7. Sundmiðstöð á Völlum. Fyrirspurn listamanns vegna sundmiðstöðvarinnar. Framkvæmdaráð samþykkir að vísa málinu til menningar-og ferðamálanefndar til frekari um - fjöllunar varðandi listaverk í sund - miðstöðinni Ásvöllum. 10. Golfklúbburinn Keilir, akstursleið að æfingasvæði Lögð fram forhönnun af akst - urs leið að æfingarsvæði og kostn - aðaráætlun. Halldór Ingólfsson verkefna stjóri gerði grein fyrir for - hönnun og kostnaðaráætlun. Fram kvæmda ráð gerir athuga - semd ir við forhönnunina og felur verk efnastjóra að koma athuga - semd um á framfæri og endurrýna for hönnun í samráði við hags - munaaðila. Víðistaðakirkja Sunnudagur 8. júlí Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 8. júlí kl. 20.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Norðurlandamót í frjálsum íþróttum 35 ára og eldri var haldið í Århus í Danmörku um liðna helgi. Tveir Hafnfirskir íþróttamenn kepptu á mótinu, þau Unnur Sigurðardóttir og Trausti Svein - björnsson bæði í FH. Unnur keppti í fjórum greinum og varð önnur í spjótkasti og kringlukasti, en þriðja í sleggju - kasti og lóðkasti. Trausti varð annar í 100 m grinda hlaupi og þriðji í 300 m grinda hlaupi. Fimm verðlaun í Hafnarfjörð Trausti og Unnur stóðu sig vel á Norðurlandamóti í frjálsum íþróttum 35 ára og eldri Unnur Sigurðardóttir og Trausti Sveinbjörnsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.