Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júlí 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Kynningarfundur á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 29 við Hverfisgötu verður haldinn í Hafnarborg miðvikudaginn 11. júlí 2007 kl. 17.00. Frestur til að skila athugasemdum er til 16. júlí 2007. Hægt er að skoða tillöguna á www.hafnarfjordur.is Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Hverfisgata 29 – Kynningarfundur miðvikudaginn 11. júlí kl. 17 Á milli Rauðhellu 8 og 4 er lóð sem er skilgreind sem „opið svæði“. Þetta svæði er ekki ætlað til nota fyrir húsnæðin þarna í kring eða aðra sem lager eða geymslupláss. Því miður hafa ekki allir sinnt þessu og núna er svæðið fullt af alls kyns hlutum sem ekki eiga að vera þarna. Þessu er beint til þeirra sem eiga eitthvað á þessu svæði og þeir sömu beðnir að fjarlæga sitt sem fyrst af svæðinu. Það sem ekki er tekið burt innan 2 vikna frá dagsetningu þessa auglýsingar verður tekið og fargað á ábyrgð og kostnað þess sem á það. Það eru eindregin tilmæli Hafnarfjarðarbæjar að lóðarhafar sinni þessu til þess að forðast óþægindi og hjálpa til við að halda Rauðhellunni snyrtilegri. Framkvæmdasvið Hafnarfjarðar Opið svæði milli Rauðhellu 8 og 4 Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu við bað- og laugarvörslu karla í Suðurbæjarlaug. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf samkvæmt öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Suðubæjarlaugar Daníel Pétursson daniel@hafnarfjordur.is í síma 565 3080 / 699 3953 Suðurbæjarlaug Laus staða við bað- og laugarvörslu karla Dorgveiðikeppni 6-12 ára barna var haldin á Flens - borgarbryggju í síðustu viku. Siglingaklúbburinn Þytur að - stoðaði keppendur ásamt fjölmennu starfsliði leikjanám - skeiðanna. 282 börn tóku þátt í keppn inni að þessu sinni. Afla - brögð voru alveg ágæt og veiddust um 300 fiskar. Sigmar Ólafsson 8 ára veiddi flestu fiskana eða 8 talsins, í öðru sæti var Katrín Helga Ólafsdóttir 10 ára með 7 fiska og jöfn í þriðja sæti voru Freyja Fannberg Þórsdóttir og Máni Ingason með 5 fiska. Jóhann Alexander Ólsen Pálmason veiddi þyngsta fiskinn sem var 357 gramma koli. Furðufiskur ársins var þara - grænn sæsnigill. Sigurvegararnir fengu bikar og veiðistöng frá Veiðibúðinni við lækinn í verðlaun. Ungir veiðimenn 282 börn kepptu í dorgveiðikeppni Arndís Erna Björnsdóttir, Heið - ar Þór Jónsson og Erling Óskar Kristjánsson fengu viðurkenn - ingu fyrir framúrskarandi náms - árangur á grunnskólaprófi. Sigríður Ösp Sumarliðadóttir, Svanhvít Lilja Viðarsdóttir, Ás - geir Sölvi Sölvason og Ingibjörg Elín Gísladóttir fengu viður - kenningu fyrir góðan náms árang - ur á grunnskólaprófi. Jón Hjörtur Emilsson fékk viður kenning fyrir félagsstörf og Helgi Freyr Tómasson fékk við - ur kenning fyrir fram úr skar andi námsárangur í íþróttum. Hið íslenska bókmenntafélag veitti Erlingi Óskari Kristjánssyni viður kenningu fyrir hæstu eink - unn á samræmdum prófum. Danska sendiráðið veitti Hugrúnu Lindu Jóhannesdóttur viður - kenningu fyrir framúrskarandi náms árangur í dönsku. Norska sendi ráðið veitti Erlingi Óskari Kristjánssyni viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í norsku. Alcan á Íslandi veitti Heiðari Þór Jónssyni og Erlingi Óskari Kristjánssyni viður kenn - ingu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar veitti Arndísi Ernu Björnsdóttur og Heiðari Þór Jónssyni viður - kenn ingu fyrir góðan árangur á lokaprófi. Glæsileg útskrift í Hvaleyrarskóla Útskrift 10. bekkinga í Hval - eyrarskóla fór síðan fram í sal Flensborgarskólans 7. júní sl. Þar fór fram hátíðleg útskriftarathöfn sem Marsibil Ólafsdóttir að - stoðar skólastjóri stýrði. Fram komu píanósnillingarnir Tómas Jóns son úr 8. bekk og Marteinn Knar an Ómarsson úr 9. bekk. Arna Hrönn Árnadóttir úr 7. bekk flutti ljóð og Helgi Arnarson skóla stjóri flutti skólaslitaræðu. Nýútskrifuðum nemendum og fjöl skyldum þeirra var boðið að þiggja á glæsilegar veitingar á eft - ir sem starfsfólk Hvaleyrarskóla sá um. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.