Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júlí 2007 Tek að mér þrif í heimahúsum. Er vön og vandvirk. Uppl. í s. 866 2748 eða 551 1240. Handboltamaður í FH óskar eftir herbergi til leigu frá 1. september til 1. maí. Reykir ekki og er reglusamur og vandræðalaus, trygging og fyrirframgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma 4643521 og 8213421 (Kristín Linda) netfang: midhvammur@emax.is Hjólinu hennar dóttur minnar var stolið fyrir utan Eskivelli 23.-24. júlí sl. Þetta er 24" Trek hjól ljósfjólublátt og svart. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í s. 691 1102. Hálsmen tapaðist Mikill sorg er hjá ungum peyja. Hálsmen með Sjóferðarbæninni á og nafninu Daniel Ingi gröfnu í tapaðist. Ef einhver hefur fundið það er sá sami beðinn um að hringja i 698 2462. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað-fundið Húsnæði óskast Þrif Eldsneytisverð 4. júlí 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 122,8 122,3 Atlantsolía, Suðurhö. 122,8 122,3 Orkan, Óseyrarbraut 122,7 122,2 ÓB, Fjarðarkaup 120,8 120,3 ÓB, Melabraut 122,8 122,3 Skeljungur, Rvk.vegi 122,8 122,3 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilar Kvótakerfið hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu eins og oft áður. Ráðamenn þjóð ar inn - ar reyna með ýmsu móti að fegra þetta kerfi og ráða bót á því með ýmsum hliðarráðstöfunum, sjálf - um sér til afsökunar, sem skipta þó engu máli þegar á hólminn er komið. All - ar tilraunir til að mýkja afleiðingar þessa kerfis á þær þjóðfélagsstéttir og byggðarlög sem mál ið varðar helst, fyrir utan sægreifana, eru einsk is verðar. Ég hef áð ur bent á það að þetta kerfi er óásættanlegt í lýðræðislegu þjóð - félagi. Ég hef bent á að því verður ekki líkt við neitt annað en fjúda - lisma miðaldanna þar sem kon - ungar leigðu út héruð og atvinnu - greinar til sérvalinna einstaklinga af aðalsættum til þess að nýta sér í eigin þágu gegn vægu gjaldi. Einnig hef ég sem Sjálfstæðis - mað ur bent á að kerfið er í and - stöðu við yfirlýsta stefnu Sjálf - stæðisflokksins. Það skipti þó sköpum fyrir þjóðina þegar leyft var frjálst framsal, sala og leiga á kvótanum. Bankarnir komu því síðan þannig fyrir að hægt var að veðsetja kvótann eins og hann væri eign kvótahafanna. Það var í upphafi yfirlýst stefna með kvóta - kerfinu að styrkja sjávarútveginn sem þýðingarmestu atvinnugrein þjóðarinnar (þá fyrir tuttugu árum síðan), og vernda fiskistofnanna. Í reynd hefur hvorugt gerst. Hlut - fall sjávarútvegar í þjóðar fram - leiðslunni hefur lækkað úr 80% í rúm lega 30%. Það sem gerst hef - ur er að þeir sem áttu fiskibáta þegar kerfinu var komið á og fengu kvóta úthlutuðum hafa auðgast óheyrilega á kostnað þeirra sem stóðu undir atvinnu - grein inni, þ.e.a.s. sjómanna og fisk verkunnarfólks. Hvers vegna áttu eingöngu útgerðarmenn (eig - endur fiskibáta) að njóta kosta kvóta kerfisins, en ekki það fólk sem framleiddi verðmætin, sjó - menn og fiskverkunarfólk? Hefðu „útgerðarmennirnir“ skapað þessa atvinnugrein án sjó manna og fisk verk - unarfólks? Gerðu stjórn málamennirnir sem komu þessu kerfi á sér grein fyrir þessu eða ekki? Margir þeirra sem fengu upphaflega úthlutað kvóta hafa selt hann og notað fjár - mun ina til þess að hasla sér völl á öðrum sviðum. Greinin hefur sem slík ekki notið ávaxtanna. Hvað hefði fólk sagt ef þeir sem höfðu verslunarleyfi og áttu verslanir fyrir tuttugu árum síðan, hefðu feng ið einkaleyfi á verslun í land - inu? Það fólk hefði síðan getað verslað með leyfin, leigt þau og selt, og auðgast af því ? Þá væri ég óverðskuldað ríkur í dag. Kvótakerfið er í reynd kaun á þjóð ar líkamanum og það ber að af nema það sem fyrst. Ég útiloka ekki einhvern aðlögunartíma, en eingöngu vegna þeirra útgerða sem fengu ekki úthlutað kvóta upphaflega en hafa þurft að kaupa hann eða leigja af miðaldakerfinu. Við þau stjórnvöld sem upp - haflega komu þessu kerfi á vil ég segja á götumáli „sjeim on jú“ (þið eigið skammast ykkar). Nú liggur í loftinu að vilji sé til þess í röðum atvinnustjórnmálamanna að einkavæða orkubúskapinn og búa þar með til nýtt kvótakerfi. Er það fólk sem situr á alþingi með öllum mjalla eða er það bara á mála hjá „auðvaldinu“? Spyr sá sem ekki veit. Höfundur er fv. ríkisstarfsmaður. Kvótakerfið kaun á þjóðarlíkamanum Hermann Þórðarson Þú brennir 157% meiru með því að drekka Oolong te en grænt te. Þetta er vísindalega sannað. Oprah kynnti teið í þætti sínum í vetur og hrósaði því mikið. Sendi ýtarlegar upplýsingar í tölvupósti. 50 daga skammtur kostar 3.900 kr. siljao@internet.is • 557 6120 / 845 5715 Megrunarteið sem virkar Oolong (Wu-Long) fæst nú á Íslandi Á síðast bæjarstjórnarfundi lagði Guðrún Ágústa Guð - mundsdóttir, fulltrúi VG eftir - farandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Í kjölfar niðurstöðu íbúa kosn - ingar 31. mars síðastliðins samþykkir Bæjarstjórn Hafnar - fjarðar eftirfarandi: 1. Gengið verði til samninga við Landsnet um færslu á raf - línum í jörð frá Alcan í Straums - vík og út fyrir byggða mörk Hafnarfjarðarbæjar. 2. Hafist verði strax handa við að ganga þannig frá Hamranesi að ásættanlegt sé fyrir íbúa og byggð í nágrenninu. 3. Gengið verði til samninga við Alcan vegna lóðarinnar, sem ætluð var undir stækkun fyrir - tæksins, þannig að Hafnarfjörður verði að nýju eigandi hennar. 4. Gengið verði frá þynn - ingarsvæðinu í kring um Alcan með þeim hætti að heilsufars- og gróðurverndarmörk verði upp - fyllt við lóðarmörk. 5. Metið verði hvort endu - skoða eigi aðalskipulag Hafnar - fjarðar með tilliti til höfnunar á stækk un Alcan, brottfalls þynn - ingarsvæða og uppbygg ingar iðnaðarsvæða.“ Lúðvík Geirsson lagði fram þá fram svohljóðandi bókun: „Lagt er til að framkominni tillögu verði vísað til bæjarráðs enda liggur fyrir að þessi atriði og ýmis önnur sem málið snerta eru þegar til úrvinnslu og sumum þegar lokið sbr. skipulag Reykja - nesbrautar og skattamál Alcan sem skipta miklu fyrir bæjar - félagið.“ Bæjarfulltrúar D-lista lögðu þá fram þessa bókun: „Bæjar full - trúar Sjálfstæðisflokksins styðja að kannaðar séu nýjar leiðir til stækkunar álvers Alcan í Straums vík, sem trygggi hags - muni Hafnarfjarðarbæjar. Jafn f - amt er fagnað jákværi afstöðu bæjarstjóra til lausnar á málinu.“ Málinu var vísað til bæjarráðs. Kornið Bakarí óskar eftir starfsfólki í vaktavinnu Vinnutími kl. 7-13 og kl. 13-18 Upplýsingar gefur Rut í síma 864 1543 Bakaríið Kornið, Tjarnarvöllum 15 (við hliðina á Bónus) Hvað fær fólk til að gera svona? Rusli hent á víðavangi Blaðamaður Fjarðarpóstsins rakst á þetta drasl sem hafði verið hent við afleggjara frá Krýsuvíkurvegi að skógræktar - svæði. Klippt kreditkort fannst á öðrum staðnum og var haft samband við eigandann. Á hinum staðnum hafði verið hent hvítum skápum. Tillögum VG vísað til bæjarráðs Bæjarstjóri segir málin þegar í vinnslu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.