Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 5. júlí 2007 Knattspyrna Bikakeppni karla: Haukar - Leiknir R: 3-1 2. deild karla: Sindri - Haukar: 1-1 ÍH - Völsungur: 0-2 1. deild kvenna: Leiknir R. - Haukar: 0-3 HK/Víkingur - FH: 2-2 Haukar - Þróttur R.: 0-2 Úrvalsdeild karla: FH - Víkingur R.: 4-1 Valur - FH: 4-1 Næstu leikir: Knattspyrna 5. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar - Selfoss (2. deild karla) 7. júlí kl. 16, Siglufjörður KS/Leiftur - ÍH (2. deild karla) 8. júlí kl. 17, Ásvellir Haukar - GRV (1. deild kvenna, a-riðill) 9. júlí kl. 20, Varmárvöllur Aftureling - FH (1. deild kvenna, a-riðill) 10. júlí kl. 19.15, Vestm.eyrjar ÍBV - FH (bikarkeppni karla) 10. júlí kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Fram (bikarkeppni karla) SH í 5. sæti Fjórir strákar í framtíðarhópa SSÍ SH-ingar lentu í verð launa - sætum og flestir sundmenn bættu sína tíma verulega. Lokaniðurstaðan varð 5. sæti fyrir liðið. Þá voru 4 strákar valdir í framtíðarhópa SSÍ en það eru þeir Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafn - kels son, Njáll Þrastarson og Sigurður Friðrik Kristjánsson Ný stjórn hjá FH í handbolta Á aðalfundi handknatt - leiksdeildar FH var nýr for - maður deildarinnar kosinn auk þess sem nánast alfarið var skipt um stjórn. Við for - mennsku tók Þorgeir Arnar Jóns son en aðrið stjórnarmenn eru Sigurborg Eyjólfsdóttir vara formaður, Stefán Þór Sig - tryggsson gjaldkeri, Jóhann Skagfjörð Magnússon ritari og Pálmar Sigurðsson, Jóhannes Run ólfsson, Tryggvi Rafnsson og Einar Andri Einarsson meðstjórnendur. Margrét Pála er fyrir löngu landsþekkt fyrir störf sín að leik - skólamálum og aðferðum sem hún hefur þróað og hefur verið kennt á Hjalla, leikskóla við Hjallabraut sem gekk undir tveimur nöfnum til fjölda ára, einu opinberu nafni og nafninu Hjalli sem öðlaðist fulla viður - kenningu á síðasta ári. „Ég var ráðin sem leik skóla - stjóri hjá Hafnarfjarðarbæ árið 1989 og við fórum mjög óhefð - bundnar leiðir. Árið 1991, eftir mikil átök, var gerð formleg sam - þykkt og samningur milli okkar og Hafnarfjarðarbæjar um að skólinn fengi að vera tilrauna - skóla. Þess þurfti til þess að við fengjum að vera öðruvísi.“ „Upphefð vor kom frá útlönd - um,“ segir Margrét brosandi og bendir á að það hafi ekki verið fyrr en gerð hafði verið kynn - ingar mynd um leikskólann og hún sýnd í sjónvarpi á Norður - löndunum og verið dreift um Evrópu að fólk hér heima fór að viðurkenna aðferðir leikskólans á Hjalla. „Við urðum virkilega að berjast fyrir skólanum fyrstu tvö árin.“ Undanfarin ár hefur starfið vaxið hratt, árið 2000 tók Margrét Pála yfir rekstur leikskólans á Hjalla, leikskólinn Ásar í Garða - bæ var settur af stað árið 2001, barnaskóli hófst í Garðabæ árið 2003, leikskóli hóf starfsemi á Bifröst og á Akureyri árið 2006 og þá var leikskólinn á Vífils - stöðum stækkaður. Smábarna - skóli hófst í Garðabæ í árslok það ár og grunnskólastarf hófst í Hafnarfirði um haustið. Skólinn í Hafnarfirði var stækkaður í ár. Samningur var gerður 27. júní sl. um rekstur leikskólans Laufás - borgar í Reykjavík og leikskóli hefst í Reykjanesbæ í haust auk þess viðræður eru í gangi við Keili um rekstur leikskóla á flug - vallarsvæðinu í Reykjanesbæ. Starfsfólk er nú um 230 og fjöldi nemenda nálgast 1300. Hjallastefnan ehf. var stofnuð árið 2000 og var þá í einkaeigu Margrétar Pálu. Helga Sverris - dóttir, stjórnarformaður Hjalla - stefnunnar segir að í framhaldi af þessari öru þróun hafi verið leitað til einkaaðila á haustdögum 2006 um hlutafé til að m.a. að standa að byggingu stækkunar skólans í Garðabæ. Þá komu inn ýmsir einka aðilar með um 20% eignar - aðild. Flestir þeirra eru Hjalla - foreldrar með áhuga fyrir skóla - starfinu. Enn er ekki nægilegt fé komið inn og vill Helga hvetja áhugasama til að hafa samband. Fyrir tækið er rekið án kröfu og stefnu um hagnað og því er fram - lag til skólans mikil viður kenning á starfi fyrirtækisins. Eru aðferðir skólans eitthvað sérstaklega óvenjulegar? „Ekkert er nýtt undir sólinni. Hjallastefnan er samsetning á ýmsum lausnum og það var óvenju legt á þessum tíma að leik - skóli væri starfræktur með þess - um hætti, að börn séu ekki með hefð bundin leikföng, það var samt ekkert nýtt í því enda áttu íslensk börn ekki leikföng fyrr en um 1940. Kynjaskipting hefur oft verið notuð en til þess að staðfesta að kynin væru ólík. Hin nýja kynjaskipting sem við tölum fyrir er tæki til að gefa öllum sama rétt. Við förum til baka með því að taka leikföngin í burtu og gefum börnum tækifæri á meiri sköpun og ímyndun. Hver kjarni (deild) hefur undirhópa og hver kennari ber ábyrgð á einum undirhópi. Þessu má líkja við uppbyggingu skátafélags. Við þjálfum annars vegar eftir kynjanámskránni eiginleika barna, sjálfstæði, frum - kvæði, styrk, jákvæðni, gleði, frumkvæði og kjark og hins vegar umburðarlyndi, hegðun, fram - komu, umburður lyndi, vináttu, nálægð og umhyggju. Margir aðrir hafa fengið ámóta hug - myndir að byggja upp persónu - þroskann en markmið okkar var ekki að móta neina stefnu, en vorum bara að prófa fullt af hlut - um og útkoman var jú öðruvísi.“ Að spurð um stöðu Hjalla stefn - unnar þegar jafnrétti verður meira segist Margrét Pála vonast eftir því að Hjallastefnan verði öllum fyrri til að bregðast við. „Hjalla - stefnan er mjög skemmtilegt heiti, það eru alltaf nýir hjallar að klífa og alltaf næg verkefni að vinna að. Hjallastefnan er mjög sveigj - anleg. Við eigum okkar námskrá, markmið, meginreglur og hand - bækur. Það er sá starfsrammi sem menn koma að við rekstur á skóla á vegum Hjallastefnunnar. Sjálf - stæði skólanna eykst og eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið hefur yfirstjórnin ekki stækkað. Hver skóli er mjög sjálfstæður og þar er valdið en við viljum sameina alla í að fylgja hugsjóninni til að tryggja sambærileg gæði.“ Samstarf við foreldra í máli Margrétar Pálu og Helgu kom fram að foreldrar hafi mikinn áhuga á starfinu enda hafi þau valið skólann sérstaklega. Ýmislegt er gert til að aðlaga starfið að þörfum foreldranna með sveigjanlegum komu- og brottfarartímum. Segir Margrét Pála að samstarf við foreldrana verði stundum mjög náið og stundum svo náið að leik skóla - kennarinn verði eins og hluti af fjölskyldunni. Það var greinilegt á þeim Mar - gréti Pálu og Helgu að áhuginn fyrir starfinu er mikill og þær stöllur voru fullar eldmóði fyrir framgangi Hjallastefnunnar. Nýj - asta útspilið er skóli fyrir ófaglært starfsfólk skólanna og fór Hjalla - stefnubrúin af stað nú fyrir skömmu og skráðu sig 23 í nám sem hófst í júní í samstarfi við Fjöl brautarskólann í Garðabæ. Þá upplýsti Helga að nýtt byltingar - kennt launakerfi yrði kynnt í haust sem væri mjög hvetjandi fyrir starfsfólk skólanna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlega staðstetningu grunnskóla Hjallastefnunnar sem nú er rekinn í lausum kennslu - stofum á bílastæðum við Víði - staðatúnið en viðræður eru uppi við Hafnarfjarðarbæ um þau mál og væntanlega starfsemi á Völl - um. Upphefðin kom frá útlöndum Hjallastefnan á tímamótum og hefur stækkað mikið undanfarin ár Margrét Pála, framkvæmdastjóri og Helga, stjórnarformaður. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n FH-ingar tóku á móti Vík - ingum í 9. umferð Íslands móts - ins í knattspyrnu á þriðju daginn. Leikurinn var mjög fjörlegur og fyrsta markið kom á 19. mínútu er Matthías Vilhjálmsson skoraði glæsimark fyrir FH með hjólhestaspyrnu. Tíu mínútum síðar skoraði Matthías Guð - mundsson annað mark FH eftir stungusendingu frá Tommy Nielsen. Sex mínútum síðar bætti Guðmundur Sævarsson þriðja markinu við með föstu skoti af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Matthíasar Guð munds - sonar. Áð ur en hálf leiknum lauk fengu FH-ingar á sig klaufalegt mark úr horn spyrnu. Síðari hálfleikur var tíðinda - minni en undir lok leiksins gerðu FH-ingar harða hríð að marki Víkinga og fjórða markið lá í loftinu. Reyndar kom það tvisvar því eitt mark var dæmt af. Í upp - bótartíma skoraði Atli Guðnason glæsilegt mark eftir aukaspyrnu frá Tryggva Guðmundssyni. Stýrði hann boltanum yfir mark - mann Víkings og í markið. Góður 4-1 sigur var í höfn og FH-ingar eru komnir með 22 stig á toppi úrvalsdeildarinnar. FH sigraði Víking 4-1 og heldur sér á toppnum Auðun Helgason lék með síðustu mínúturnar — hefur verið lengi frá vegna meiðsla Matthías Guðmundsson var sterkur í leik FH og Víkings. Guðmundur Sævarsson skoraði þriðja mark FH. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.