Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.07.2007, Blaðsíða 8
Slæm tíðindi hafa borist undanfarnar vikur af glæfraakstri bíla og mótorhjóla og slysum sem slíkur glæfraakstur hefur valdið. Auglýsingar ökutækja gefa til kynna að þau séu því eftirsóknarverðari sem hestafla - fjöldi þeirra sé meiri til að spretta úr spori en ekkert er þá bent á nauðsyn þess að virða há - markshraða og þörfina á því að fara varlega og gæta lífs og lima sjálfs sín og annarra. Margir eiga öflug farartæki en fara samt að með gát í umferðinni. Ýmsum þykir þó heillandi að aka hratt og ánetjast spennu og hraðafíkn. Þeir aka þá í algjöru siðleysi á ofsahraða og ógna með því fólki og farartækjum. Sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni þótti einkar ánægjulegt að fjöldi mótor hjólamanna, bæði karla og kvenna, úr þremur gengjum; Sturlungum, Dindlum og Skutl - um, skyldu koma í Hafnar - fjarðar kirkju daginn fyrir þjóð - hátíð áður en þeir brugðu sér á Víkingahátíðina. „Þeir lögðu fákum sínum á kirkjuhlaðið með mínu leyfi og áttu síðan með mér bæna- og helgstund í kirkjunni sem lauk með því að hver og einn þeirra tendraði ljós á bænastjaka og signdi sig. Ekki eru allir siðlausir glannar sem aka um á öflugum mótorhjólum. Þeir eru þó mjög áberandi vegna hraðaksturs síns,“ segir Gunnþór. Hann segir að mikilvægt sé að framferði þeirra sé harkalega gagnrýnt, ekki síst í hópi mótor hjóla mann - anna sjálfra, og unnið að því að koma þeim úr umferð og endur - hæfa til betri aksturshátta. „Auðveldara er að fordæma en að vera til fyrirmyndar og vinna að raunhæfum umbótum. Hik - laust ber að benda á það sem betur getur farið í umferðinni og vinna að því með sameiginlegu átaki almennings og stjórnenda vega mála og löggæslu. Því aðeins verður umferðin betri að fleiri en nú aki og fari um með þeirri ábyrgð og aðgát að leiðar - ljósi sem virðir eigið líf og ann - arra. Heimsókn og helgistund mót - or hjólamanna í Hafnar fjarð ar - kirkju sýnir umhyggju þeirra fyrir öruggri umferð og miðar að henni.“ 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. júlí 2007 Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Hitaveitan lætur hanna stjórn - sýsluhús Samþykkt var á stjórnarfundi HS í síðustu viku að heimila forstjóra að gera samning við arkitektastofuna Arkitekur.is um hönnun á sameiginlegu stjórnsýsluhúsi Reykja nes - bæjar, Hitaveitu Suðurnesja og Geysis Green Energy. Húsið á að rísa á lóð þar sem steypu - stöð var áður í Njarðvík. Skv. upplýsingum Fjarðar - póstins hafði verið gert sam - komulag við arki tekta stofuna sem Helga Bene diktsdóttir stýrir um þessa hönnun og starfsfólk ráðið er gerð var athugasemd við þessa máls - meðferð og sagt að eðlilegt væri að verkið yrði boðið út. Stjórnin samþykkti með aðeins 3 atkvæðum að ganga til samninga við Arkitektur.is en 4 sátu hjá og voru mótmæli bókuð. Telja margir þetta vera gott dæmi um það hvernig Reykja - nesbær misnotar HS í sína þágu og því vilji þeir nú full yfirráð í fyrirtækinu með Geysi sem Reykjanesbær á 2,5% hlut í. Álvers kosn - ing in kostaði 14,5 millj. kr. Íbúakosning var boðað til í framhaldi af samþykkt bæjar - stjórnar að senda deili skipu - lagstillögu að Straums víkur - svæðinu í auglýsingu með fyrir vara um niðurstöðu í íbúakosningu. Í íbúakosn ing - unni var hins vegar ekki spurt hvort setja ætti tillöguna í aug - lýsingu og þann ig í hefðbundið um sagnarferli, heldur var spurt um hvort viðkomandi væri sam mála eða andvígur stækk - un álversins í Straumsvík mið - að við fyrir liggjandi deili - skipu lags tillögu. Kostnaður við þessa íbúa - kosninguna var 14,5 milljónir kr. skv. minnisblaði Steinunnar Þor steinsdóttur, upplýsinga - fulltrúa sem lagt var fram á bæjar ráðsfundi 29. júní sl. sem svar við fyrirspurn Rósu Guð - bjarts dóttur (D). Kosntaðurinn kom ekki fram í fundargerð. Starfsmenn Furu létu greipar sópa í Vestmanneyjum á síðustu vikum. Allt var þetta þó gert í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld þar og leiguskip Furu, MS Vlie - land, flutti tæp 1300 tonn af brota málmi til Hafnarfjarðar þar sem hann verður unninn áður en hann verður seldur úr landi. Að sögn Haraldar Þórs Óla - sonar, framkvæmdastjóra Furu, kom mest af efninu frá fyrir tækj - um í Vestmanneyjum og voru ma. um 100 toghlerar teknir auk þess sem gamla Grafskipið, sem Vest manneyingar notuðu við dýpkum hafnarinnar um hálfrar aldar skeið, var klippt niður auk 130 tonna stálbáts sem fór sömu leið og 3 olíutanka sem rifnir voru. Einn ig var hluti af skipa - lyft unni tekinn en hún skemmd - ist á síðasta ári. Auk þessa voru tæki Furu notuð til að klippa niður einn timburbát og tvö hús. Sótti 1300 tonn af brotamálmi til Vestmannaeyja Starfsmenn Furu moka málminum úr skipinu með tækjum sínum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Haraldur Þór grípur í stýrið í afleysingum. Mótorhjólamenn í helgistund Mótorhjólamennirnir ásamt sr. Gunnþóri fyrir utan Hafnarfjarðarkirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.