Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 28. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 12. júlí Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Safnaðarfundur í Ástjarnar - sókn vildi ekki auglýsa stöðu sóknar prest en safnaðarstjórnin ákvað að auglýsa vegna þess að safnaðarfundur í Kálfatjarnar - skókn ákvað að auglýsa. Þessar tvær sóknir mynda Tjarna presta - kall og réð litla sóknin þarna för. Sótt hefur verið um að Ástjarnar - sókn verði sjálfstætt prestakall enda stækkar sóknin mjög hratt. Ekki var beðið eftir niðurstöðu í því málefni og nýtt prestakall fær litlu um það ráðið hver þá verður prestur eftir að valnefnd Kálfa - tjarnarsóknar hafnaði sitjandi pre sti og valdi sr. Báru Frið riks - dóttur til starfa frá og með 1. sept em ber nk. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélagsins sagði í samtali við Fjarðarpóstinn að þetta verði vonandi í eina og síðasta skipti sem reyni á þetta ákvæði í lögum um ráðningu presta. Ljóst hafi verið að Carlos Ferrer hafi ekki haft stuðning sóknarnefndar sinnar þrátt fyrir að safnaðar - fundur hafi hafnað tillögu nefnd - arinnar um að auglýsa stöðu prests. Á aðalfundi Prestafélagsins var mál Carlosar tekið upp og sagði Sr. Halldór Gunnarsson m.a að útfærsla á 40. gr. þjóð - kirkjulaganna augljóslega ekki þannig að við hana verði unað. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sagði m.a.: „Mikilvægt er að vera vakandi yfir starfsöryggi stéttar innar svo órökstuddar ávirð ingar og dylgjur valdi ekki starfs missi,“ og fagnaði því að sett verði undir þennan leika með breyttum starfsreglum en aðal - fundurinn skoraði á kirkju - stjórnina að setja skýrar reglur um ábyrgð þjóðkirkjunnar gagn - vart þjónandi prestum. Sagði hann að handleiðsla og sáttaferli hefði átta að koma til þegar málið kraumaði. Framhald á bls. 7 Valnefndin vildi ekki núverandi prest áfram Bára Friðriksdóttir valin í stað Carlosar Ferrer, sitjandi sóknarprests 565 2525 Hjallahrauni 13 30% afsláttur af sóttum pizzum Gildir ekki með öðrum tilboðum Útsölurnar byrjaðar! Næst 19. júlí Fjarðarpósturinn fer í stutt sumarfrí Síðasta blað fyrir sumarfrí er fimmtudaginn 19. júlí. Fyrsta blað eftir sumarfrí er fimmtu dag - inn 16. ágúst. Sr. Carlos Ferrer

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.