Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júlí 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Hvaleyrarvatn er paradís okkar Hafnfirðinga. Enn eru sjálfboðaliðar að laga göngustíginn í kring en fátt annað er gert til að bæta aðstöðu þeirra fjölmörgu sem þangað leggja leið sína. Hestamenn hafa verið að pirra fólk þarna en eðlilega er ekki við hæfi að börn þurfi að hlaupa innan um hrossaskít á ströndinni við vatnið og hvað veit maður hvað ofan í því er. Göngu - stígarnir fá heldur ekki að vera í friði fyrir hesta - mönnum sem grunaðir eru um að taka niður skilti þar sem umferð hesta er bönnuð. Samtök hestamanna hljóta að þurfa að taka á þessum skussum. Nóg er mulið undir hestamenn sem fá besta stað í bænum undir hesthús, marga km af reiðstígum og snjómokstur á sumum þeirra. Ekki svo að hestamenn eigi ekki allt gott skilið en gangandi fólk og annað útivistarfólk fær ekki sömu fyrirgreiðslu. Kannski það þurfi að stofna íþróttafélag til þess að ná eyrum pólitíkusanna. Ég fylgdist með fótboltamóti ungra drengja á Akureyri, heimsótti glæsilega sundlaug þeirra og gekk um bæinn. Getum við ekki lært margt af stjórnendum vinabæjar okkar? Af hverju er Suðurbæjar - laugin ekki paradís eins og Akureyrarlaugin? Af hverju er Hellisgerði ekki glæsilegt eins og Listigarðurinn? Vantar ekki einhverja sem bera ábyrgð á heildarskipulagi og framtíðarsýn í umhverfis- og gróðurmálum í bænum? Æ, það er kallað bæjar - stjórn. Kannski vantar ákvörðun hennar að efla umhverfissvið bæjarins sem nú er hluti af framkvæmdasviði? Eitthvað þarf að gera, vilji til verka virðist vera alls staðar en þar við situr. Umhverfismálum þarf að sinna betur í Hafnarfirði, fallegasta bæjarstæði landsins. Förum vel með umhverfi okkar. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is Sunnudagurinn 15. júlí 2007 Helgistund kl. 11 Skírn og kveikt á bænakertum Prestur: sr. Gunnþór Þ. Ingason Allir velkomnir! 17. Breyting á deiliskipulagi miðbæjar, akstursaðkoma að menntasetri Tekin fyrir að nýju tillaga Land - mótunar að breytingu á deili - skipulagi miðbæjar hvað varðar akstursaðkomu að Menntasetrinu við Lækinn og frágang lækjar - kants, dags. 27.03.07. Tillagan var auglýsingt samkvæmt 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingar - laga nr. 73/1997, engin athuga - semd barst. Haldinn var almennur kynningarfundur á tillögunni. 21. Kríuás 47, húsfélag, trjárækt í einskismannslandi Íbúar að Kríuási 47 óska eftir að taka land í fóstur til að gróðursetja tré og runna skv. ódags. bréfi frá formanni húsfélagsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið, þar sem það samræmist deiliskipulagi. Afnot eru aðeins samþykkt til gróður setningar, sem skal gerð í samráði við garðyrkju - stjóra Hafnar fjarðarbæjar. Landið er afturkræft án bótaskyldu. 6. Kapelluhraun - svæði fyrir akstursíþróttir o.fl. Teknar fyrir að nýju hugmyndir varðandi akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni. Lagðar fram at - hug un Línuhönnunar á hljóðvist, drög staðardagskrárfulltrúa að mats lýsingu um umhverfismat deiliskipulagsins, og innkomnar umsagnir Fornleifaverndar (22. - 02. 07), Íþróttabandalags Hafn a - rfjarðar (14.06.07), Lands nets (27. 02.07), Lögreglustjórans á höf uð borgarsvæðisins (25.01.07), um hverfisnefndar (30.05.07) og Íþrótta- og tómstundanefndar Hafn arfjarðar (12.06.07) um deili - skipulagið. Skipulags- og bygg - ingar ráð felur skipulags- og bygg - ingarsviði að vinna drög að umsögn um innkomnar umsagnir nefnda og hagsmunaaðila. 7. Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á akstursíþróttasvæði Tekin fyrir að nýju tillaga um að heimila breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapellu - hrauni. Lagt fram kostnaðarmat skipulags- og byggingarsviðs. Á síðasta fundi var samþykkt að heimila skipulags- og bygg - ingarsviði að vinna tillögu að breyt ingu á Aðalskipulagi Hafna r - fjarðar 2005 - 2025 hvað varðar akstursíþróttasvæði í Kapellu - hrauni, þar sem raflínur yfir svæðið verði lagðar í jarðkapal. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjar stjórn - ar/bæjarráðs: „Bæjarstjórn Hafnar - fjarðar sam þykkir að heimila skipu - lags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðal skipu lagi Hafn ar fjarðar 2005 - 2025 hvað varð ar akstursíþróttasvæði í Kapellu hrauni, þar sem raflínur yfir svæð ið verði lagðar í jarðkapal." Tillagan er samþykkt með fjór um atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar eftir farandi bókunar: „Raflínur á Völlum verði teknar fyrir í heild sinni varðandi lagnir í jörðu og tekið verði tillit til athugasemda Landsnets dags. 27.02.2007.“ Víðistaðakirkja Sunnudagur 815. júlí Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 15. júlí kl. 20.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar Allir velkomnir www.vidistadakirkja.is Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Vegna sumarleyfa og veikinda starfsmanna á skipulags- og byggingarsviði Hafnar fjarðar - bæjar má búast við einhverri seinkun á afgreiðslu erinda. Erindi verða afgreidd eins fljótt og unnt er í þeirri röð sem þau berast inn, nema fyrir liggi sérstakar ástæður fyrir flýti - meðferð. Tafir á afgreiðslum erinda Sumarleyfi og veikindi tefja afgreiðslu erinda hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Helga Sæunn Árnadóttir, nagla- og förðunarfræðingur hefur keypt snyrtivöru verslunina Andorru, næst elstu verslun Hafnarfjarðar. Helga Sæunn hefur rekið Naglastúdíó Helgu Sæunnar að Strandgötu 17 en mun nú flytja þá starfsemi í húsnæði Andorru sem hefur verið mikið breytt til að taka við þeirri starfsemi. Helga Sæunn segir í samtali við Fjarðarpóstinn að kaupin leggist vel í sig og vonast eftir að sjá sem flesta á opnuninni á morg un, föstudag kl. 17-19. And orra var áður í eigu Ástu Sigurðardóttur. Andorra fær nýjan eiganda Opnað aftur á morgun kl. 17 Hvaleyrarvatn er paradís fjölskyldufólks á heitum dögum og þangað flykkjast Hafn firð - ingar í góða veðrinu. Mikil óánægja er með að hestamenn séu með hesta sína þarna og hrossaskítur er víða á ströndinni auk þess sem fólk hefur mætt mönn um á hest um á göngu - stígum sem er alveg bannað og skemmir stígana. Baða sig innan um hrossaskít Hestamenn með hesta sína við Hvaleyrarvatn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.