Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. júlí 2007 Framhald af forsíðu TF-Sif var um 1,8 km frá landi norður undan Hraunum (Óttar - staðar landinu) og um 3,2 km vest an við Hvaleyri. Þyrluna rak nokkuð hratt í átt að Hvaleyri, sennilega um 2,5 km áður en hún var tekin í tog um kl. 23.30 í átt að Hafnar fjarðarhöfn en um 5 km voru að höfninni en aðeins um 2,6 km voru að Straums víku - höfn þegar þyrlan fór í sjóinn. Önnur þyrla Landhelgis gæsl - unnar, TF-Líf kom á staðinn um kl. 20 og hringsólaði yfir slysstað áður en hún hvarf á braut. Gúmmíbátur frá Slökkviliði höf - uð borgarsvæðisins mætti á stað - inn um kl. 20.30 en rétt áður kom hafnsögubáturinn Hamar á slys - stað en aðstoð hans var afþökk - uð. Litlar upplýsingar Björgunarsveitarmenn vörðust allra fregna á slysstað um kl. 20 og er leitað var eftir mynd af þyrlunni áður en hún fór á hvolf, en slíkar myndir voru teknar af björgunar sveitarmönnum, var sagt að Land helgisgæslan hafi bannað að myndir væru afhentar. Þetta bar yfirmaður á vaktstöð LHG til baka og sagði að málið væri í höndum Rannsóknar - nefndar flug slysa og Ingólfur Haralds son, skipsstjóri á Einari Sigur jónssyni staðfesti það og sagði að björgunarsveitarmenn hefðu samþykkt beiðni nefndar - inn ar um að láta engar myndir frá sér fara né upplýsingar í 2 sólar hringa. Fulltrúi tryggingarfélags þyrl - unn ar kom til landsins á þriðju - dag en þyrlan er talin ónýt. Verðmæti hennar er metið á um 1 milljarð kr. en hún var tryggð fyrir 78 milljónir kr. Björgunarsveitarmenn í hættu? Tveir bátar frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar voru á staðnum, þegar slysið varð og var þyrlan yfir öðrum bátnum þegar bilunar varð vart. Því hlýtur að vera ljóst að hafnfirskir björgunarsveitar - menn hafi verið í hættu enda hafi þyrlan verið í lítilli hæð. TF-Sif lenti í sjónum 1,8 km frá landi Kl. 20.25: Hamar mættur á staðinn. Aðstoð hans afþökkuð. Gunnar Freyr og Fannar Gunnarssynir og Kári Birgir Angantýsson voru á seglskútu við fjórða mann rétt við slysstaðinn. Þyrlan hífð upp úr sjónum á bíl kl. 03.30. L j ó s m . : L H G / S i g u r ð u r Á s g r í m s s o n Þyrlan og Einar Sigurjónsson á slysstað. Iðnaðarsvæðið og Vallarhverfið í baksýn. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n TF-Líf kom á staðinn Einar, pramminn og þyrlan voru rétt utan við hafnarmynnið um kl. 11.30 en þá átti eftir að taka spaðana af og mynda flakið. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Í inngangi að úrskurði Per - sónu verndar frá 2. júlí sl. um ábyrgð Alcan á Íslandi hf. á söfn un persónuupplýsinga í að - drag anda íbúakosninganna um stækk un álversins í Straumsvík kem ur fram að fyrirtækið lagði að starfsmönnum sínum að safna sérstaklega upplýsingum um meðlimi Sólar í Straumi og skrá í miðlægan gagnagrunn. Í tilkynningu frá Sól í Straumi kemur fram að þann 14. mars sl. sendu fulltrúar í stjórn Sólar í Straumi formlega fyrirspurn til Rannveigar Rist forstjóra Alcan á Íslandi hf. á grundvelli laga um persónuvernd þar sem m.a. var farið fram á að stjórnin yrði upplýst um hvort að skráðar hafi verið persónuupplýsingar um einstaka stjórnarmeðlimi. Sam - kvæmt 18 gr. laga um persónu - vernd nr. 77/2000 eiga einstakl - ingar skýran rétt á því að fá að vita hvaða persónuupplýsingar ábyrgðar aðili hefur skráð. Fyrir - spurn þeirra var ekki svarað. Í tilkynningunni segir að forstjóri Alcan á Íslandi þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara eftirfarandi spurning - um: • Af hverju áttu starfs menn Alcan að safna persónuupp - lýsing um um meðlimi Sólar í Straumi? • Til hvers átti að nota þessar upplýsingar? • Voru einhverjar upplýsingar skráðar um meðlimi hópsins og ef svo er, hvaða upplýsing - ar voru þetta, hver hafði að - gang að þeim og hvernig voru þær notaðar? Í tilkynningunni segir í lokin: „Fyrir Hafnfirðinga, meðlimi Sólar í Straumi og íbúa þeirra sveitarfélaga sem boðið hafa Alcan lóð undir starfsemi sína er mikilvægt að öll spilin verði lögð á borðið á næstu dögum. Frið helgi einkalífs er eitt af verð mætustu gildum okkar sam félags. Fyrirtæki og ein - staklingar sem þeim stjórna eiga ekki að komast upp með að svívirða grunn gildi okkar sam - félags átölulaust.“ Alcan lét starfsmenn sína safna upplýsingum um einstaklinga í Sól í Straumi Lak úr einu flotholti Talin ástæða fyrir að þyrlunni hvolfdi á sjónum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Greinilega hefur loft farið úr fremsta hólfinu af þremur á fremri loftbelg á hægri hlið þyrlunnar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.