Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 8
Björn Þ. Þorleifsson tae - kwondo maður úr Fim leika - félaginu Björk toppar nýút - kominn ETU styrkleikalista með 14 stigum í -78 kg flokknum. Björn hefur unnið bæði Belgian Open og Trelleborg Open sem eru í A styrkleikaflokki og hefur það gefið honum 14 stig í heild - ina. Næstur Birni er Þjóðverjinn Mathias Gabriel með 10 stig. Björn hefur æft stíft á þessu ári og stefnir hann á verðlaunasæti á heims úrtökumóti fyrir Ólym - píu leikana sem að haldnir verða í Manchester á Englandi í sept - em ber. Í lok júlí fer hann til Noregs í æfingabúðir með landsliði Nor - egs og verður þar fram í ágúst við æfingar. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. júlí 2007 Bleiki bikarinn verður haldinn á Keilisvelli sunnudaginn 22. júlí í minningu Sigurbjargar Hálfdanardóttir Sissu Spilað verður 2ja manna Texas Scramble og munu vinningshafar (1. sæti) úr öllum mótunum vinna sér inn þátttökurétt í lokamótið sem haldið verður í Borgarnesi 14. september, þar sem að innifalið verður kvöldverður og gisting á Hótel Hamri. • Glæsileg verðlaun verða fyrir 6 efstu sætin í punktakeppni þ.á.m. ug til Evrópu með Iceland Express • Veglegar teiggja r • Nándarverðlaun á öllum par 3 brautunum • Dregið verður úr skorkortum í lok mótsins • Veigar í boði Glóbus hf Í minningu Sissu viljum við biðja allar konur að mæta til leiks með hatta því í lok mótsins munu verða veitt glæsileg verðlaun fyrir frumlegasta hattinn. Þátttökugjald er kr 3.500 Skráning er hafin á golf.is og í síma 565 3360 Golfklúbburinn Keilir Endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði HRAFNISTA Á endurhæfingardeild Hrafnistu Hafnarfirði vantar sundlaugar- baðvörð nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall tæplega 70%, dagvinna, frí allar helgar og aðra lögbundna frídaga. Nánari upplýsingar gefur Bryndís F. Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari í síma 585 3081. netfang bryndisfg@hrafnista.is Sundlaugin er hluti af endurhæfingardeild heimilisins en á henni starfa að jafnaði tólf manns. Deildin er björt og falleg og starfsandi góður. Óskað er eftir duglegri og jákvæðri konu. Íbúar Hafnarfjarðar hafa ekki farið varhluta af þeirri miklu umræðu sem skapaðist í kring um sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) Sl. vetur var ljóst að fjár mála - ráðherra myndi fela einka - væðingarnefnd að bjóða út hlut ríkisins í fyrirtækinu eftir for val. Aðrir eigendur í HS höfðu gert sér von ir um að ráðu - neytið myndi reyna að ná samkomulagi um söluna innan hluthafa - hóps ins, en þau sveit - ar félög sem áttu í fyr - ir tækinu höfðu lýst yfir áhuga sínum á að kaupa hlutina á mats - verði. Um hefði verið að ræða sömu aðferða - fræði og þegar ríkið keypti hlut Reykja vík - ur og Akureyrar í Lands virkjun. Niðurstaðan var hins vegar út - boð. Eftir að í ljós kom að hluturinn fór á nær tvöföldu matsvirði þótti ein sýnt að stjórn fyrirtækisins gæti ekki annað en hafnað for - kaups rétti. Stærsti hluthafinn, Reykja nesbær, lýsti því þá yfir að það væri ólíklegt að hann eða nokk ur annar hluthafanna myndi nýta sér forkaupsréttinn gagnvart hæst bjóðanda Geysi Green En - ergy ehf., sem Reykjanesbær er m.a. hluthafi í. Mikilvægt að lokast ekki inni Smærri hluthöfum þótti mikil - vægt á þessu stigi að tryggja stöðu sína í því félagi, sem aðilar höfðu verið í um árabil. Slík sam staða náðist ekki við stærsta hluthafann á frum stigi, en vel má vera þegar litið er til baka, að slíkar samn ingarviðræður hafi ekki verið full þroskaðar og til lykta leiddar. Sökum þessa komu til kaup tilboð frá annarsvegar Geysi Green og hinsvegar Orkuveitu Reykja víkur og seldu nokkur sveitarfélög á Suður - nesjum og Suð urlandi hluti sína. Við þá stöðu var ennþá mikil - vægara fyrir Hafnarfjörð að tryggja stöðu sína og yrði það að eins gert með því að nýta for - kaupsrétt í að minnsta þriðjungs - hlut, nema fyrir lægi sam komulag milli hlut hafa. Eftir að Hafnar - fjörður, Grinda vík og Reykjanesbær fóru í forkaupsréttar kaup - ferli þá var einsýnt að ákvæðið um for kaups - rétt myndi tryggja Hafn arfirði þá stöðu sem bæ jar félagið leit - aði eftir. Það var því í öðrum áfanga að það náðist hlut - hafa samkomulag sem m.a. trygg ir að fjórum stærstu hlut - höfum, sem væntanlega munu eiga um 99% hlut, ber að virða rétt hvors annars. Aðilum er skylt að beita atkvæðarétti sínum og áhrif um á hluthafa fundum í félag inu með þeim hætti að ákvarð anir um mikilvæg atriði verði aðeins teknar með sam - þykki allra aðila samnings ins. Þetta á m.a. við um sam runa félags ins við annað félag, slit félags ins og mikils verðar breyt - ingar á rekstri félagsins. Kauptilboð liggur fyrir Hafnarfjarðarbær hefur nú sama eignarhlut og áður eða um 15,42%, hlut. Þá hagnaðist bæjar félagið á milliviðskiptum vegna kaupa á hlut ríkisins og endursölu á honum um tæpar hundr að milljónir og bar sveitar - félagið engan fjármagns kostnað af viðskiptunum. Þá liggur fyrir kauptilboð, bundið í 6 mánuði, frá Orkuveitu Reykja víkur um kaup á hlut Hafnar fjarðarbæjar. Sá hlutur er metin á rúma 8 milljarða. Aðilar sam komu lagis - ins munu ekki geta beitt for - kaupsrétti sínum gagn vart þeim viðskiptum, færu þau fram. Öll mál varðandi hugsan lega sölu munu verða rædd og skoðuð í fyllingu tímans, en bæjarstjórn hefur staðið heils hugar og sam - hent í þessu mikil væga máli og mun vonandi gera það áfram. Það ber að þakka það traust sem mér hefur verið veitt sem fulltrúa bæjarfélagsins í þessum efnum og auk þess þá miklu hvatningu sem við Hafn firðingar fengum þegar á móti blés og við stóðum í varnar báráttu okkar. Hér hefur ekki verið tekin nein afstaða til þess hvaða aðilar voru að kaupa sig inn í Hitaveitu Suðurnesja hf., heldur fyrst og fremst verið að tryggja hagsmuni Hafnarfjarðar og íbúa bæjarins. Það er hinsvegar mín trú að þeir eignaraðilar sem nú standa að HS séu allir traustir og öflugir og vilji áfram framsækna og trausta Hitaveitu Suðurnesja hf. Vel má vera að það séu ólíkar skoðanir hvað varðar orkufyrirtæki og einkafyrirtæki, en blessunarlega náði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að halda sig utan við það um - ræðuefni og einblína á megin - verkefnið sem var að ná sam - komulagi og tryggja stöðu sína félagi, sem geymir fyrir okkur hinu gömlu góðu Rafveitu Hafn - ar fjarðar, sem nú er metin á 8 milljarða á markaðsvirði. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi í stjórn HS hf. Hafnarfjörður og Hitaveita Suðurnesja hf. Gunnar Svavarsson Björn Þ. Þorleifsson efstur á styrkleikalista ETU L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Asparfræ svífa um bæinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.