Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 11
Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH - ÍA: 1-1 Evrópukeppni karla: FH - HB: (miðv.dag) 1. deild kvenna: FH - GRV: 0-3 Haukar - Afturelding: frestað 2. deild karla: ÍR - Haukar: 1-1 ÍH - Afturelding: 2-4 Næstu leikir: Knattspyrna 19. júlí kl. 20, Leiknisvöllur Leiknir R. - FH (1. deild kvenna, a-riðill) 19. júlí kl. 20, Kaplakriki ÍH - Haukar (2. deild karla) 24. júlí kl. 20, Kaplakriki FH - Þróttur R. (1. deild kvenna, a-riðill) 25. júlí Færeyjum HB - FH (Evrópukeppni félagsliða) 27. júlí kl. 19, Ásvellir Haukar - Völsungur (2. deild karla) 28. júlí kl. 14, Kaplakriki FH - Keflavík (úrvalsdeild karla) 28. júlí kl. 16, Grenivík Magni - ÍH (2. deild karla) 28. júlí kl. 14, Ísafjörður BÍ/Bolugnarvík - Haukar (1. deild kvenna, a-riðill) 31. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar - HK-Víkingur (1. deild kvenna, a-riðill) 1. ágúst kl. 20, Grindavík GRV - FH (1. deild kvenna, a-riðill) 1. ágúst kl. 20, Siglufjörður KS/Leiftur - Haukar (2. deild karla) 1. ágúst kl. 20, Kaplakriki ÍH - Sindri (2. deild karla) 9. ágúst kl. 19.15, Kópavogsv. HK - FH (úrvalsdeild karla) 9. ágúst kl. 19, Kaplakriki FH - Haukar (1. deild kvenna, a-riðill) 9. ágúst kl. 19, Ásvellir Haukar - Afturelding (2. deild karla) 9. ágúst kl. 19, Selfoss Selfoss - ÍH (2. deild karla) 12. ágúst kl. 14, Ísafjörður BÍ/Bolungarvík - FH (1. deild kvenna, a-riðill) 13. ágúst kl. 18.30, Laugard.v. Valur - FH (bikarkeppni karla) 13. ágúst kl. 18.30, Fjölnisv. Fjölnir - Haukar (bikarkeppni karla) 15. ágúst kl. 19, Ásvellir Haukar - Leiknir R. (1. deild kvenna, a-riðill) www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 19. júlí 2007 ÍþróttirLengsta kast Íslend ings í 10 ár Óðinn Björn bætir sig verulega í kúluvarpi Óðinn Björn Þorsteinsson frjálsíþróttamaður í FH bætti sinn besta árangur í kúluvarpi á Coca Cola móti FH á mánu - daginn. Óðinn Björn varpaði kúlunni 19,23 m og bætti sig um 84 sm. Óðinn er með fjórða besta árangur Íslendings í kúluvarpi frá upphafi og er þetta lengsta kast Íslendings í 10 ár. Óðin Björn vantar aðeins 47 sm í við - bót til að ná lágmarki á HM utan - húss sem fer fram í Japan. Kristbjörg Helga með fjórða besta árangur Íslendings Þá bætti Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir FH sig í sleggju - kasti og kastaði hún sleggjunni 47,40 m og vantar aðeins 88 sm til að ná Íslandsmetinu í kvenna - flokki. Kristbjörg Helga er með fjórða besta árangur íslenskrar konu frá upphafi í sleggju kast nu. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Tillaga að breyttu miðbæjarskipulagi fyrir lóðina Strandgötu 26-30, í Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 17. júlí 2007 að framlengja athugasemdafrest á tillögu að breyttu miðbæjarskipulagi fyrir lóðina Strandgötu 26-30 í Hafnarfirði til 22. ágúst n.k. og að haldinn verði kynningarfundur á tillögunni 15. ágúst n.k. Tillagan verður áfram til sýnis í Þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 til sama tíma. Breytingin felst í að lóðir nr. 26, 28 og 30 við Strandgötu verða sameinaðar og sú lóð stækkuð til vesturs. Í stað fjögurra hæða þjónustuhúss með íbúðum kemur þriggja hæða verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhús, ásamt íbúðum í tveimur 6 hæða turnbyggingum sem tengdar eru saman með stigagangi. Húsið verður mest 9 hæðir. Efsta hæð þjónustubyggingarinnar er inndregin frá Strandgötu. Heimilit verður að sambyggja við Fjarðargötu 13-15 og Strandgötu 26-30. Hámarksnýtingarhlutfall hækkar úr 2.6 og 3.2 í 4.5. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 22. ágúst 2007. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. Auglýsing um skipulag – Hafnarfjarðarbær Heilsubúðin að Reykjavíkur - vegi 62 fagnaði 20 ára afmæli á miðvikudaginn í síðustu viku og stór afmæliskaka beið þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína í búðina. Eigendur búðarinnar eru hjónin Guðný Arnbergsdóttir og Ægir Bessason og sagði Guðný í samtali við Fjarðarpóstinn að hún hafi staðið innan við búðarborð í eigin verslun frá 1962. Voru þau fyrst með Val í Gunnarssundi og síðar á Linn - etsstíg sem varð að Bombay í Hafnarborg áður en Heislubúðin var stofnuð. Kaka úti á gangstétt Heilsubúðin 20 ára Ægir Bessason, Íris Ægisdóttir og Guðný Arnbergsdóttir við kökuna góðu. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bókabúð Böðvars seld Verður Office1 Elsta verslun bæjarins, Bókabúð Böðvar sem stofnuð var af Böðvari Sigurðssyni og hefur verið í eigu sonar Böðvars, Ágústar og Þorgerðar konu hans hefur verið seld. Um næstu mánaðarmót verð ur verslunin undir merkj - um Office1 en að sögn Þor - gerðar er stefnt að því að halda nafni, a.m.k. um einhvern tíma. Sagði hún þetta hafa verið afar erfiða ákvörðun en þau séu nú sátt við hana enda hafi versl - unarreksturinn verið mjög erilsamur og lítill möguleiki á fríum. Office1 á Íslandi er hluti af alþjóðlegri keðju Office1 verslana sem nú eru yfir 400 í 24 löndum. Í dag eru eru verslan irnar 6, í Skeifunni, Smára lind, á Akureyri, Egils - stöð um, Ísafirði og í Vest - mannaeyjum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.