Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Síða 1
FHingar sýndu það að liðið hefur á að skipa bestu liðsheild frjálsíþróttafélaga landsins er þeir sigruðu Bikarkeppni FRÍ á 60 ára afmælisári Frjáls íþrótta - sambands Íslands en sambandið fagnar afmælinu í dag en sam - band ið var stofnað 16. ágúst 1947. Keppt var á föstudag og laugardag og eftir báða dagana var FH með 35 stigum meira en Breiðablik sem lenti í öðru sæti með 150 stig. Lið Ár manns/ - Fjölnis hafnaði í þriðja sæti. Sigraði lið FH bæði í karla og kvennaflokki og vann því þre - falt. Bergur Ingi Pétursson FH byrjaði síðari daginn á að bæta eigið Íslandsmet í sleggju kasti um 2 sm, en hann sigraði með 66,96 metra kasti. Gamla metið setti hann á móti í Banda - ríkjunum í byrjun aprí. Bergur Ingi bætti í leiðinni Bikarmet Jóns Auðuns Sigurjónssonar FH, en það var 64,30 m frá árinu 1991. Þetta er þriðja metið sem Bergur Ingi setur í sleggjukasti á árinu. Silja Úlfarsdóttir fyrirliði kvennaliðs FH sigraði í öllum 5 greinunum sem hún tók þátt í, 100, 200 og 400 m hlaupi, 100 og 400 m grindahlaupi, auk þess sem hún tryggði sveit FH sigur í 1000 m og 4x100 m boðhlaupi. Silja var sigursælasti keppandi mótins en alls sendi FH 36 keppendur á mótið. Á bikarmóti er ekki árangur í sekúndum og metrum sem telur heldur röð efstu manna en þrátt fyrir það voru margir FH-ingar að gera sitt besta að sögn Eggerts Bogasonar hjá FH sem segir þetta hafa verið skemmtilegasta keppni sem hann hafi verið með í. Hann gat líka verið stoltur af 15 ára dóttur sinni Heiði Ósk sem stökk 5,7 m í langstökki, jafnlangt og sigurvegari mótsins en þetta mun vera lengsta stökk svona ungs Íslendings og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 30. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 16. ágúst Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 FH bikarmeistari í 17. sinn Frjálsíþróttaliðið bikarmeistari fjórtánda árið í röð! Í dag kl. 17 Kynningar - fundur um níu hæða hús í miðbænum Í dag kl. 17 verður kynn ing - arfundur í Hafnarborg um breyt ingar á deiliskipulagi fyrir miðbæinn vegna byggingar níu hæða húsa á lóðunum Strand - gata 26-30. Fjörugar umræður hafa verið í bænum um þessar breytingar og sýnist sitt hverjum. Deilt er um hæð húsanna, bíla stæða - mál, skuggavarp, vindáhrif og gefst fólki kostur á að leggja fram fyrirspurnir og koma með ábendingar á fundinum. Frest - ur til að koma með skriflegar athugasemdir vegna breytinga á deiliskipulaginu er til 22. ágúst. Þeir sem ekki gera athugasemd við breytinguna teljast samþykkir henni. 565 2525 Hjallahrauni 13 30% afsláttur af sóttum pizzum Gildir ekki með öðrum tilboðum Sigurlið FH á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sigurður Haraldsson, formaður deildarinnar l.t.v. L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n Silja Úlfarsdóttir sigrar í 400 m grindahlaupi. Þær hlupu 1000 m boðhlaup. Fleiri myndir á bls. 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.