Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Hinn 19. júlí s.l. birtist í Fjarð - ar póstinum grein undir yfir - skriftinni „Fleiri minjar en skráð - ar eru” og á það við fyrirhugað akstursíþróttasvæði í Kapellu - hrauni. Er þar vitnað í vef síðuskrif Ómar Smára Ármannssonar, sem í greininni er nefnd ur áhugamaður um fornleifar. Þar sem fornleifaskráning er lög bundinn hluti af und irbúningi deili - skipu lags aksturs - íþrótta svæðisins, sé ég mig knúinn að leiðrétta ýmislegt sem þar kemur fram. Þess skal fyrst getið að Hafn - arfjörður er í fremstu röð meðal sveit arfélaga landsins varðandi verndun fornleifa í skipulagi og framkvæmdum, og eitt af örfáum sveitarfélögum sem hafa byggða safn með starfandi forn - leifafræðingi. Byggðasafnið sér um skráningu fornminja í landi Hafnarfjarðar, og er hún unnin að beiðni og í samráði við skipu - lags- og byggingarsvið Hafn - arfjarðar. Að minni beiðni hafa þegar verið skráð stór svæði á Hvaleyri og þar sem byggð er að rísa á Völlum og í Áslandi. Nú stendur yfir vinna við skrán ingu víðáttumikilla svæða í Hellna hrauni og Kapelluhrauni, á þeim svæðum þar sem fram - kvæmdir eru fyrirhugaðar sam - kvæmt Aðalskipulagi Hafnar - fjarðar 2005-2025. Byggða safn - ið nýtur þar leiðsagnar Jónatans Garð arssonar, sem þekkir það svæði eins og lófann á sér. Forn - leifaskráning aksturs íþrótta - svæð isins er því ekki sjálfstæð skráning, heldur hluti af mikið víð tækari skráningu, sem enn er í vinnslu. Allar þær fornleifar sem Ómar Smári telur upp og margar fleiri hafa verið mældar inn, en skýrslugerðinni er ekki lokið, enda mjög umfangs mikið verk. Að beiðni Hafnar - fjarð ar féllst Forn - leifa vernd ríkis ins á að akst urs íþrótta svæðið yrði tekið út úr heild - inni og sérstök hluta - skýrsla gerð um það til að flýta ferli skipu - lags ins. Hluti þeirra forn leifa sem Óm - ar Smári telur upp eru utan marka aksturs íþróttasvæðisins, og því ekki undarlegt að hann hafi ekki fundið þær allar við lestur hlutaskýrslu Byggða safns - ins. Þær örfáu fornleifar sem lenda innan aksturs íþrótta svæð - isins eru á þeim hluta sem lagt er til að njóti hverfisverndar, en ekki þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Hvorki Ómar Smári né blaðamaður Fjarðar - pósts ins leituðu sér nákvæmra upp lýsinga um málið hjá undir - rituðum eða Byggðasafninu, en með því hefði mátt komast hjá þeim misskilningi sem kemur fram í skrifum þeirra. Þá skal þess að lokum getið að vand ræða laust hefði verið að fá skýrsl una hjá undirrituðum, og óski fólk eftir aðgangi að rituð um gögnum er einfaldast að snúa sér til Þjónustuvers Hafnar fjarð ar og fylla út beiðni þar að lútandi. Höfundur er sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar Um fornminjar á akstursíþróttasvæði Dr. Bjarki Jóhannesson Við viljum ráða sjúkraliða, starfsfólk í aðhlynningu, býtibúr og ræstingu á hjúkrunarheimilið Sólvang Við sækjumst eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum Í boði er: • Hlutastarf, einstaklingsmiðuð aðlögun, fræðsla, • Góður starfsandi og teymisvinna þar sem markmiðið er að veita skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. St. Jósefsspítali, Sólvangur er vinnustaður sem leggur áherslu á umhyggju fyrir starfsfólki, jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og að sérhver starfsmaður fái að njóta sín. Nánari upplýsingar gefa: Erla M. Helgadóttir hjúkrunarstjóri, erla@solvangur.is og í síma 590 6500/ 664 6591, erla@solvangur.is og Dórothea Sigurjónsdóttir hjúkrunarstjóri dora@stjo.is, í síma 5201006. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Erla M. Helgadóttir hjúkrunarstjóri, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði. Laun ofangreindra starfa eru samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum STJO, Suðurgötu 41 og skrifstofu Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu stofnunarinnar www.stjo.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Húsnæði óskast Óskum eftir einbýlishúsi, raðhúsi eða stórri íbúð til leigu fyrir starfsmenn okkar. Héðinn hf. Stórási 4-6, 210 Garðabæ sími 569 2100 Þetta er í tólfta sinn sem þetta alíslenska myndasögublað kem - ur út. Eins og venjan er eru viðtöl og myndasögur til skiptis í þessu nýja hefti. Haldið er áfram að kynnast Jakobi betur. Yfir hon - um hvílir bölvun sem tekur engin enda. Nýr söguhöfundur er kominn frá Austfjörðum til að kynna nýja hetjuna sína sem hjálpar fátækum á götum stór - borga. Blaðið er 60 bls í svart/hvítu og er til sölu í Nexus og hjá Froski-útgáfu Hverfisgötu 58. Ritstjóri þess er Hafn firðingur - inn Jean Antoine Posocco. NEO-BLEK hafnfirskt myndasögublað Nýjasta tölublaðið er komið út! Verslum í Hafnarfirði! .. . það e r svo s tu t t að fa ra!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.