Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 8
Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar tilkynnti í gær að Birkiberg væri stjörnugata Hafnarfjarðar árið 2007 en Birkibergið liggur neðst í Setberginu við lækinn að Stekkj ar hrauni. Tóku fulltrúar úr götunni við viðurkenningu fegrunarnefndar í Hafnarborg í gær og verður gat - an merkt sem stjörnugata. Gunnars majones hf. á Dals - hrauni 7 fékk viðurkenningu fyr - ir snyrtimennsku en lóðin hefur verið tekin í gegn og má m.a. sjá grasigróin bílastæði! Þrastarás 16 fékk viður kenn - ingu fyrir snyrtimennsku við fjöl býlishús en húsið er í Ás - lands hverfi rétt ofan við Ás - lands skóla. Sjö einkagarðar fengu viður - kenningu og voru þeir mjög fjöl - breyttir. Sumir eru nýir en aðrir gamlir en allir bera þeir vott um natni við ræktun og umhirðu. Erluás 21: Helga Sigurðar - dóttir og Ólafur Sverrisson fengu viðurkenningu fyrir glæsilegan garð. Sunnuvegur 6: Margrét Hall - dórsdóttir og Marinó Kristinsson fengu viðurkenningu fyrir fall - eg an garð. Lóuhraun 3: Ólafur Páll Gunn arsson og Stella María Sigurðardóttir fengu viður kenn - ingu fyrir fallegan garð. Til gamans má geta að eigendur að Lóu hrauni 5 fengu viður kenn - ingu í fyrra svo kannski er þetta smitandi? Móabarð 26b: Steinunn Jóns - dóttir og Hallgrímur Hall gríms - son fengu viðurkenningu fyrir glæsilegan garð með fjöl breytt - um gróðri. Furuhlíð 31: Jörundur Krist - ins son og Hafdís Þorsteinsdóttir fengu viðurkenningu fyrir glæsi - legan garð. Staðarhvammur 17: Jón Guðmar Jónsson og Jóhanna Erlings dóttir fengu viður kenn - ingu fyrir fallegan garð með grósku miklum gróðri. Lóuás 3: Samúel Guðmunds - son og Halldóra Kristín Helga - dóttir fengu viðurkenningu fyrir glæsilegan garð. Í fegrunarnefnd eiga sæti Anna Kristín Jóhannesdóttir, Elísabet Val geirsdóttir, Hólm fríð ur Finn - bogadóttir. Berglind Guð mun - dóttir landslagsarkitekt hjá Hafn - arfjarðarbæ vann með nefnd inni. Stjörnugata ársins í fyrra var Túnhvammur. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Birkiberg er stjörnugata ársins 2007 Sjö einkagarðar, fjölbýlishús, fyrirtæki og gata verðlaunuð Stjörnugata ársins, Birkiberg. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Gunnars majones hf. Dalshrauni 7. Sjáið bílastæðin til hægri! Lóuhraun 3. Móabarð 26b Furuhlíð 31 Erluás 21 Þrastarás 16 Þrastarás 16 Staðarhvammur 17. Sunnuvegur 6.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.