Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Starf í reikningshaldi Hafnarfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf í reikningshaldi bæjarins en deildin veitir starfsmönnum og viðskiptavinum bæjarfélagsins margvíslega þjónustu. Starfssvið • Vinna við skráningu í fjárhagsbókhaldi • Vinna við eftirfylgni reikninga í fjárhagsbókhaldi • Samskipti og samstarf við aðra starfsmenn • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Bókhaldsreynsla æskileg • Tölvuþekking er nauðsynleg og kunnátta í Excel æskileg • Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfileiki til að vinna með öðrum og taka þátt í teymisvinnu Um kaup og kjör vegna ofangreinds starfs fer samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Möguleiki er á hlutastarfi. Agla Jónsdóttir, forstöðumaður reikningshalds (agla@hafnarfjordur.is) veitir nánari upplýsingar. Tekið verður á móti umsóknum í tölvupósti og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar til og með 24. ágúst 2007. Afgreiðslufulltrúi – 50% starf Félagsþjónustan í Hafnarfirði auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu stofnunarinnar. Starfið felst aðallega í símsvörun og almennri afgreiðslu, móttöku umsókna og almennum skrifstofustörfum. Um er að ræða 50% starfshlutfall, eftir hádegi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst og má nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu Félagsþjónustunnar Strandgötu 33 eða á heimasíðu bæjarins, hafnarfjordur.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Sæmundur Hafsteinsson, for - stöðu maður, eða Ingibjörg Jónsdóttir, rekstrarstjóri, í síma 585 5700. Félagsþjónustan í Hafnarfirði Viltu vinna hjá Hafnarfjarðarbæ? Frá lesanda: Jakob sagðist hafa mátt til með að senda blaðinu þessa mynd sem hann tók gegnt Aðalskoðun á Helluhrauni. Fannst honum það alveg með ólíkindum tillitsleysið hjá fólki - bíll öðru megin á gangtstéttinni og gaffallyftari hinu megin. Hafnfirðingurinn Sverrir Þorgeirsson úr Skákdeild Hauka stóð sig vel með Ólympíulið Íslands, 16 ára og yngri í Singapore. Hann átti að sögn Torfa Leóssonar nokkuð jafnt mót. Um miðbikið tapaði hann nokkrum skákum í röð gegn sterk um andstæðingum, en svo tefldi hann sína bestu skák (rúmlega 100 leikja skák gegn Suður-Afríkumanninum) og rétti úr kútnum í kjölfarið. Hlaut íslenska sveitin 20,5 stig og endaði í 17. sæti en Indverjar urðu Ólympíumeistarar. 1. borð: Sverrir Þorgeirsson hlaut 4,5 vinninga af 9 2. borð: Ingvar Ásbjörnsson hlaut 3 vinninga af 9 3. borð: Daði Ómarsson hlaut 5,5 vinninga af 8 4. borð: Helgi Brynjarsson hlaut 4 vinninga af 7 vm.: Matthías Pétursson hlaut 3,5 vinninga af 7. Sverri stendur einnig til boða að fara á Evrópumót unglinga í haust en Skákdeild Hauka leitar nú eftir styrktaraðilum fyrir þá ferð. Sjá nánar á heimasíðunni www.haukar.is/skak Sverrir Þorgeirsson stóð sig vel í Singapore Ingvar Ásbjörnsson, Helgi Brynjarsson, Matthías Pétursson, Daði Ómarsson og Sverrir Þorgeirsson. L j ó s m . : Ó m a r Ó s k a r s s o n Nú standa yfir umfangsmiklar endurbætur á götum í Kinna - hverfinu og hafa verið lagðar nýjar gangstéttir sem ekki hafa verið margar í þessu hverfi. Hjörtur Howser, íbúi í hver finu er mjög óhress með hvern ig bílum er lagt þar upp á gang stétt. Myndirnar voru teknar sama kvöld í Köldukinn og í Báru kinn. Íbúar óhressir með bíla á gangstéttum Hvað gerir lögreglan?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.