Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Votabergið hreint á ný Listaverk Gests Þorgríms - sonar við gamla Lækjarskóla, Votaberg sem þakið var gróðri fyrr í sumar hefur verið hreinsað eftir að umfjöllun birtist um það hér í blaðinu eftir ábendingar lesanda. Svo virðist sem aukinn hiti hafi hert á gróðurmyndun þar sem vatnið lekur niður lista - verkið. Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Nýlega kom sendinefnd frá Sádi-Arabíu og Kúwæt til Hafn - arfjarðar til að kanna möguleika á uppbyggingu á átöppunar - verksmiðju fyrir ferskt vatn og útflutning á vatni í gámum og síðar með tank skipum. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Lúðvík Geirsson bæjar - stjóri að einnig hafi bandarískur hópur verið í sambandi og kannað mjög svipað verkefni. Hópurinn sem kom hingað hafði skoðað fleiri staði á Íslandi og víðar en renni hýrum augum til vatnsins úr Kaldárbotnum enda sé komin áratuga reynsla á það og vart sé hægt að fá betra vatn en það. Lúðvík segir hópinn horfa til stöðugleika á Íslandi, gæði vatnsins og góða aðkomu að höfn og ekki síst líti hann á stutta fjarlægð vatnsbólsins frá höfn en hópurinn hefur áhuga á að leggja jafnvel vatnsleiðslu að höfninni til að geta dælt vatni í stór tankskip. Hafði bæjarstjóri eftir einum úr sendinefndinni að þeir hefðu allt - nema nægt vatn. Upplýsti hann sendinefndina að bæjar - sjóður hyggðist ekki leggja út í framkvæmdir vegna þessa en skyldi greiða götu fyrirtækisins yrði úr þessum áformum. Ekki hefur komið formlegt erindi frá þessum aðilum en þeir vita hvor af örðum að sögn Lúðvíks og því myndast nokkur samkeppni. Ef af slíkum útflutningi verður er reiknað með að byggð verði um 5000 m² átöppunar verk - smiðja sem framleiði um 150 milljón flöskur á ári auk þess sem iðnaðarvatn yrði flutt út. Lúðvík lagði hugmyndirnar fyrir bæjarráð og fram - kvæmdaráð og er vilji manna að skoða málið nánar berist form - legt erindi og bíða menn rólegir eftir slíku erindi sem vilji er til að skoða af fullri alvöru. „Við öndum alveg rólega,“ segir Lúðvík og segist reiðubúinn að tryggja land og aðstöðu en ekki verði farið út í neina áhættu - starfsemi. Vatnið sjálft mun ekki vera sér staklega verðmætt, tekjur Hafnarfjarðarbæjar væru meira í formi hafnargjalda og gjalda af rekstrinum. Aðspurður um tímamörk segir Lúðvík að menn vilji ná niðurstöðu í haust en sé vilji fyrir hendi megi selja strax á morgun iðnaðarvatn í gáma. Hægt er að lesa ýmsan fróðleik um Kaldárbotnavatni á heimsíðu Vatnsveitu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is/vatnsveita Áhugi fyrir því að flytja út vatn frá Hafnarfirði í stórum stíl Bæjaryfirvöld vilja ekki brenna sig aftur á vatnsútflutningi Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri á táknrænum stað við vatnsbunu á Strandgötunni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri á degi drykkjarvatnsins í Kaldárbotnum. Votaberg fyrir og eftir hreinsun. Grænt bílastæði L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.