Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 7
Úrslit: Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH - Fram: 3-3 HK - FH: 2-2 1. deild kvenna: HK/Víkingur - Haukar: 3-1 FH - HK/Víkingur: 0-4 Þróttur R. - Haukar: 3-0 Haukar - Leiknir R. 5-0 2. deild karla: ÍH - ÍR: 0-0 Höttur - Haukar: 0-1 Næstu leikir: Knattspyrna 23. ágúst kl. 18.30, Leiknisv. Leiknir R. - FH (1. deild kvenna, A-riðill) 25. ágúst kl. 14, Kaplakriki ÍH - Höttur (2. deild karla) 25. ágúst kl. 14, Grenivík Magni - Haukar (2. deild karla) 26. ágúst kl. 14, Ásvellir Haukar - Afturelding (1. deild kvenna, A-riðill) 26. ágúst kl. 18, Fylkisvöllur Fylkir - FH (úrvalsdeild karla) www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 23. ágúst 2007 ÍþróttirAuglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig!Auglýsingasíminn: 565 3066 Húsnæði óskast Óskum eftir einbýlishúsi, raðhúsi eða stórri íbúð til leigu fyrir starfsmenn okkar. Héðinn hf. Stórási 4-6, 210 Garðabæ sími 569 2100 Ef þú býrð yfir ríkri þjónustulund og samskiptafærni, ert stundvís og heiðarlegur og hefur áhuga á verslun og þjónustu þá óskar N1 eftir þér til að styrkja öfluga liðsheild á þjónustustöðvum félagsins í Lækjargötu og Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði. N1 býður þér gott og hvetjandi starfsumhverfi, markvissa þjálfun og endurmenntun, stuðning til heilsueflingar og samkeppnishæf og sanngjörn laun þar sem tekið er mið af starfi, ábyrgð og frammistöðu. Við óskum eftir öflugum liðsmönnum til eftirfarandi starfa: Almenn afgreiðsla og þjónusta inni Helstu verkefni: • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Umsjón með léttum bakstri og pylsum. • Öll tilfallandi verkefni á stöðinni. Þjónusta úti Helstu verkefni: • Þjónusta og aðstoða viðskiptavini við þjónustudælu • Umsjón, þrif og eftirlit með bílaplani stöðvarinnar Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristján Rósinkransson, stöðvastjóri N1 Lækjargötu/Reykjavíkurvegi í síma 565 1988. Áhugasamir sæki um störfin á www.n1.is eða sendið tölvupóst á netfangið kristjanr@n1.is LIÐSMAÐUR ÓSKAST WWW.N1.IS N1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það þarf sterka stjórnmálamenn á sveitastjórnarstiginu til þess að standast þrýsting frá hags muna - aðilum í skipulagsmálum. Stund - um er eins og þeir gleymi því hlut verki sínu að standa fast á hagsmunum almenn - ings og verða óvirkir eða í versta falli með - virk ir einhverjum einka hagsmunum, sem ganga þvert á hagsmuni þeirra sem gáfu þeim í upp hafi umboðið til þess að fjalla um þessi mál. Það fór kliður um sal - inn á kynningar fund - inum í Hafnarborg á dög unum þegar formaður skipulags- og bygginganefndar, Sam fylk ingar - maðurinn Gísli Valdi mars son, sagði að málefnaleg rök hans fyrir íbúðaturnunum í miðbæ Hafnar - fjarðar væri að þar þyrfti að fjölga íbúum. Svona rétt eins og hann væri búinn að stein gleyma að nú er að rísa íbúa byggð í miðbænum sem er á við stórt byggðalag út á landi eða meira en 463 íbúðir á Norður bakkanum. Við Strandgötu erum við með ágætis deiliskipulag frá árinu 2001. Það var samþykkt sem lang tímaáætlun og þess vegna eiga nágrannar, fjárfestar og aðrir íbúar bæjarins að geta byggt væntingar sínar og áætlanir í kringum hana. Árið 2004 var gerð smávægileg breyting á skipu - laginu fyrir þessa lóð og lagður var grunnur að tengingu hennar við verslunarmiðstöðina Fjörð enda allir sammála því að byggja verslunarhúsnæði á lóðinni. Fyrir þeirri breytingu lágu málefnaleg rök. Núna lítur dæmið hinsvegar öðru vísi út. Komin er í deili - skipu lagskynningu hugmynd um íbúða turna sem þverbrýtur nú - gildandi deiliskipulag þannig að mörgum bæjarbúum ofbýður. Hópur fjárfesta sem keypti lóðina á sömu forsendum og gilda fyrir alla aðra vilja nú knýja fram breytingu á þessum forsendum til þess að auka arð af lóð sinni. Í tengslum við þessa tillögu var gerð vindafarsrannsókn sem lítið hefur verið kynnt. Þar segir orðrétt: „Stór hluti þess vindprófíls sem lend ir á turnunum skrúf ast niður og fer fyr ir hornin á auknum hraða og myndar hvirfla og strengi sem vald ið geta óþæg ind um eða í versta falli hættu fyrir þá sem leið eiga hjá.“ (5. kafli, síða 7). Þessar upplýsingar einar og sér hefðu átt að duga skipulags- og bygginganefnd til að henda þess - ari tillögu í ruslatunnuna. Ákvörðun um íbúðaturna á þess ari lóð er í raun miklu stærri ákvörð un en kynnt er í þessari tillögu. Ef þessir turnar verða leyfð ir nú þá er verið að gefa for - dæmi fyrir allar byggingar við Strand götuna. Á hvaða forsend - um ætlar Hafnarfjarðarbær að neita öðrum lóðahöfum við Strand götuna um íbúðaturna ofan á sínar byggingar í framtíðinni? Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar mun tryggja öðrum lóðahöfum við götuna rétt til byggingu íbúða turna og þar með Hafn firð - ingum miðbæ vinda og skugga um ókomin ár. Minnismerki um daga „verk - taka lýðræðis“ í Hafnarfirði er að finna víða um bæinn. Ég skora á Samfylkinguna sem hér fer með Miðbær vinda og skugga Pétur Óskarsson hreinan meirihluta að láta þessu niðurlægingartímabili í byggingasögu Hafnarfjarðar lok - ið. Fækka þarf „teknó krötunum“ sem koma að ákvörðunum um skipulags- og byggingamál og fjölga þarf fagurkerunum. Hafn - ar fjörður á að vera fyrir fólkið í bænum en ekki verktaka og fjár - festa á villigötum. Höfundur er eigandi húsnæðis við Strandgötu. Kornið Bakarí óskar eftir afgreiðslufólki í verslun sína á Tjarnarvöllum. Vinnutími kl. 6.45-13 og kl. 13-18.30 Upplýsingar í síma 864 1593, Ella Bakaríið Kornið, Tjarnarvöllum 15 (við hliðina á Bónus)

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.