Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 23.08.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. ágúst 2007 Möl stolið af vernduðu svæði Skurðgrafa notuð til verksins á sjávarkambi Einhver hefur verið svo óprútt inn að nota skurðgröfu til að stela sjávarmöl á vernd - uðum sjávar kambi norðan Herjólfs götu. Eru ummerki um það sýni leg á slóða sem liggur að Brúsa stöðum og neðan við kantinn. Sléttað hefur verið yfir ummerkin á slóðanum en ummerkin neðan við slóðann eru vel sýnileg. Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Eyjólfur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður hafnarstjórnar. Hann hefur lengi verið viðloðandi bæjarmálin en ekki verið þekktur fyrir íþrótta - iðkun en hljóp heilt marþon í fyrsta sinn í Reykjavíkur mara - þon inu um síðustu helgi. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir 4- 5 árum á brettinu í Nautilus í kjallara Suðurbæjarlaugar. Fór síðan út undir bert loft og smá bætti við mig þar til nú á laugar - daginn,“ segir Eyjólfur en hvers vegna fór hann að hlaupa? „Ég var veikur í baki, hafði bæði fengið alvarlegt brjósklos og samfall í hryggjarliðum og verið spengdur. Því var talið vonlaust að ég gæti hlaupið. Einu sinni sem oftar hitti ég Þóri Jónsson frænda minn og nágranna í ræktinni, hann var á brettinu og kíkti á tölurnar á stjórnborðinu og sá að hann var kominn yfir 3 km. „Þessu næ ég aldrei frændi, er að berjast við 2 km og gengur illa, slæmur í bakinu.“ Þá svaraði hann á sinn hnitmiðaða máta, nokkurn veg - inn svona: „Láttu ekki svona Eyvi, það er bara að bíta á jaxl - inn og kýla á það!“ Nú, ég fór að rembast við þetta og furðu fljótt var ég kominn í 10 km og nú upp í 42,2 km. Ég tileinka þennan árangur Þóri heitnum, hann var drengur góður. Og viti menn, ég er orðinn allur annar í bakinu, hlaupin hafa stórbætt heilsuna, fyrir utan það hvað þetta er skemmtilegt.“ Hvernig gekk í maraþoninu á laugardaginn ? „Ég hafði bara einu sinni áður hlaupið yfir 30 km og verð að viðurkenna að þetta var nokkuð erfitt. Ég var orðinn þjáður í hægra fæti og varð að hægja á mér í restina. Mér þótti verst að missa fram úr mér kunningja sem ég ætlaði að slá við, en ekki þýðir að tala um það. Til finn ing - in fyrir þessu er mjög góð eftirá, ég mun áreiðanlega hlaupa aftur maraþon ef heilsa leyfir.“ 56 ára vara bæjar - fulltrúi hljóp sitt fyrsta maraþon Eyjólfur Sæmundsson tileinkaði hlaupið Þóri heitnum Jónssyni, íþróttafrömuði Eyjólfur Sæmundsson, ánægður en þreyttur eftir hlaupið. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Þú færð ratleikskortið í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í Ráðhúsinu eða á næstu bensínstöð! www.ratleikur.blog.is Sundveisla um helgina Helgina 25. og 26. ágúst stendur SH fyrir sundveislu í sundlaugum Hafnarfjarðar Frítt verður í sund báða dagana auk þess sem ýmislegt verður gert til skemmtunar. Sundkennsla verður í boði laugardag og sunnudag í Suðurbæjarlaug. Um helgina verður einnig tekið á móti skráningum fyrir næsta vetur og hvetjum við alla foreldra og forráðamenn að mæta í Suðurbæjarlaug og skrá börn sín. Áfram SH! www.sh.is styrkir barna- og unglingastarf SH Fyrsta A- lands liðskona Hauka Á mánudaginn var Sara Björk Gunnarsdóttir, 17 ára leikmaður meistaraflokks Hauka valin í A - landslið kvenna sem mætir Slóveníu ytra 26. ágúst, en leikurinn er í undankeppni Evrópumótsins 2009. Sara Björk er eini nýliðinn í hópnum, en hún hefur staðið sig mjög vel í sumar. Hún hefur skorað 12 mörk í 9 leikjum fyrir Hauka á tíma - bilinu og hún stóð sig mjög vel með U-19 landsliðinu sem lék hér á landi í Evrópumótinu. 7. áfangi Vallahverfis kynntur á miðvikudaginn Kynningarfundur á tillögu að deiliskipulagi á 7. áfanga Valla verður haldinn miðvikudaginn, 29. ágúst nk. á Ásvöllum, milli kl. 17-19. Svæðið liggur sunnan og vestan í Ásfjalli. Alls eru 440 íbúðir á svæðinu, þar af 129 í einbýli, 121 í par- og raðhúsum og 190 í fjölbýli. Gert er ráð fyrir hjúkrunarheimili og leikskóla á svæðinu. Aðkoma að svæð inu verður um Ásvalla braut.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.