Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 4
Allt of oft vill því bregða við að gangandi vegfarendur eru hundsaðir þegar gangbrautum og stígum er lokað vegna fram - kvæmda. Þeim er sjaldnast ætluð önnur leið í staðinn og engin skilti sett upp né gangbrautar - merkingar til bráðabirgða. Foreldrar barna í Hvaleyrarskóla voru uggandi um hag sinna barna sem þurfa yfir stofnleið og vinnusvæði til að komast úr skólanum í leikfimi á Ásvelli. Bæjaryfirvöld hafa þó lofað úrbótum en þetta vandamál er víða t.d. við enda Strandstígsins á móts við Linnetsstíg. Þar er engin gangbraut. Agnar Már Magnússon píanó - leikari sendir frá sér nýjan geisla disk sem hann nefnir Láð og útgáfudagurinn er í dag á 33 ára afmæli Agnars Már og eru útgáfutónleikar í Iðnó í kvöld undir merkjum Jazzhátíðar Reykjavíkur. Agnar Már er í fremstu röð íslenskra djasspíanista og hefur hlotið mikið lof bæði heima og erlendis fyrir fágaðan og frumlegan stíl. Hér sýnir hann á sér nýja og spennandi hlið með frumsömdum tónsmíðum sem vísa beint og óbeint í íslensk þjóðlög. Áður hefur Agnar Már sent frá sér plöturnar 01 og 1900, auk tveggja platna með tríóinu B-3, píanódúettaplötunnar Tónn í tómið ásamt Ástvaldi Trausta - syni og plötunnar „Ég um þig“, sem hann gerði í félagi við Kristjönu Stefánsdóttur djass - söngkonu. Meðleikarar Agnars Más á Láði eru þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur, auk blásarasveitar sem skipuð er Sigurði Flosasyni á alt flautu, Stefáni Jóni Bernharðssyni á franskt horn, Rúnari Óskarssyni á bassaklarinett og Rúnari Vilbergssyni á fagott. Hljóðritun fór fram í Hljóðveri FÍH. Óskar Páll Sveinsson hljóðritaði. Dimma gefur út. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. ágúst 2007 Mótið framtíðina með okkur Er nokkuð skemmtilegra en að taka þátt í að móta framtíðina með börnum og unglingum? Við leik- og grunnskóla bæjarins eru laus störf og hægt er að velja um heilar stöður eða hlutastörf. Allar upplýsingar gefa stjórnendur skólanna. Sjá nánar á heimasíðum skólanna og heimasíðu Hafnarfjarðar, www.hafnarfjordur.is. Láð – Agnar Már Magnússon Fríða gullsmiður opnar á Strandgötu Fríða Jónsdóttir gullsmiður hef ur opnað nýja glæsilega versl un á Strandgötu 43. Fríða hefur lengi verið með verkstæði heima en hefur selt verk sín ma. í Galleríi Thors við Linnetsstíg og í Spakmannsspjörum og nýju hönnunarversluninni Kraum í Aðalstræti. Nýja verslunin er glæsileg og þar er mjög gott úrval skartgripa sem Fríða hefur hannað og smíðað. Verk Fríðu eru fjölbreytt en þó má oft sjá skírskotun til hluta úr atvinnulífinu og nær að mynda sér ákveðna sérstöðu. Formleg opnun verslunarinnar verður á laugardaginn og verður opið frá kl. 10-17 og allir að sjálfsögðu velkomnir. Hjónin Auðunn Gísli Árnason og Fríða Jónsdóttir, gullsmiður L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Skartgripir sem Fríða hefur gert. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Á mánudaginn opnar Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og Rope jóga meistarakennari nýja Rope jóga stöð á Bæjarhrauni 2 á annarri hæð. Þar mun hún og Margrét Ýr Einars - dóttir kenna en salurinn hefur ver ið endurnýjaður, sett hefur verið upp búnings- og sturtu - aðstaða auk þess sem boðið verð ur upp á sánaklefa með inn - rauðum hita. Margrét Ýr greindist með MS sjúkdóm fyrir sjö árum og veikt - ist illa fjórum árum síðar og not - aði staf daglega og hjólastól í köstum enda lagðist sjúk dóm - urinn helst á fætur Margrétar. Í samtali við Fjarðarpóstinn sagð - ist Margrét hafa lifað sig inn í sjúk dómnum og hún „vissi“ hven ær næsta kast kæmi og það brást aldrei. „Ég ákvað fyrir rúmu einu og hálfu ári að verða heil brigð eftir að ég fór í tíma til Elínar og kynntist hugmynda - fræðinni,“ segir Margrét Ýr. Hún sagði bat ann hafa komið mjög fljótt. Robe jóga grund vall ast á þeirri vitneskju að hugurinn hefur undraverðan mátt og eftir að hafa lesið reynslusögur ann - arra trúði hún á það að hún gæti orðið heilbrigð og segist ekki ætla að verða veik aftur. Elín segist ekki þekkja viðlíka bata og hjá Margréti Ýr og undravert að fylgjast með bata henn ar. Hún segir að í Robe jóga sé unnið mjög djúpt í kvið vöðv - um og slíkt geti gagnast kon um eftir barnsburð vel en einnig geti æfingarnar stuðlað að betra kynlífi fyrir karla og konur, nokk uð sem lítið er talað um. MS-félagið greiðir niður tíma sinna félagsmanna um 2000 kr. á mánuði og Hafnarfjarðarbær greiðir niður fyrir eldri borgara um 2000 kr. á mánuði. Hægt er að panta tíma í síma 696 4419 og í tölvupósti á elin@elins.is. Nán - ari upplýsingar má finna á www.elin.is Elín opnar Rope-jóga stöð Margrét Ýr náði fullum bata af MS-sjúkdómi! Elín Sigurðardóttir og Margrét Ýr Einarsdóttir.L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n FH-ingar sigruðu þrjá flokka af sex á Meistaramóti Íslands, 15-22 ára á Laugum. FH-ingar urðu í öðru sæti í heidarstigakeppninni og náðu mjög góðum árangri í mörgum greinum. Þeir sigruðu í flokkum meyja, ungkarla og sveina. Eitt met féll á mótinu, Bogi Eggertsson FH bætti sveinamet Ásgeirs Trausta Einarssonar USVH í spjótkasti um 26 sm, þegar hann sigraði í þeirri grein með 64,40 metra kasti, en metið var frá því fyrr í sumar. Bogi sigraði einnig í sleggjukasti og kringlukasti. Þorkell Einarsson FH vann fjórar greinar í flokki sveina 15- 16 ára, 100 m, 200 m, 400 m og 300 m grindahlaup. Bogi setti sveinamet í spjótkasti FH-ingar urðu í öðru sæti í stigakeppni á MÍ Bogi Eggertsson Of lítil virðing borin fyrir gangandi vegfarendum Nemendur Hvaleyrarskóla þurfa yfir stofnæð á leið í leikfimi L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.