Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. ágúst 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Tillaga að breytingu á samþykktu deiliskipulagi miðbæjar, Hverfisgata 4B - 6B í Hafnarfirði Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst 2007, að auglýsa tillögu að breytingu á samþykktu deiliskipulagi miðbæjar, Hverfisgata 4B - 6B í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að lóðamörkum er breytt og gerður er nýr byggingareitur fyrir bílgeymslu með kjallara undir og byggingareitur húss á Hverfisgötu 4B er stækkaður. Auglýsing um skipulag - Hafnarfjarðarkaupstaður Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 3. júlí 2007, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 vegna Valla 7. áfanga, í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breyting felst í að stækka byggingareit um 400 m², úr 4450 m² í 4850 m². Byggt verður 5-6 hæða skrifstofu og þjónustubygging samtals 3420 m² og bílakjallari með 65 stæðum. Deiliskipulögin verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 24. ágúst - 21 september 2007. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta við aðalskipulagið eða deiliskipulagið er gefinn kostur á að gera við þau athugasemdir, og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 4. október 2007. Þeir sem ekki gera athugasemdir teljast samþykkir skipulaginu. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Tillaga að breyttu deiliskipulagi, Tjarnavellir 1 í Hafnarfirði Þegar ég flutti hingað á Vellina fyrir rúmum þremur árum síðan bjó ég fyrst á Berjavöllum. Þá fékk ég stundum inn um bréfa - lúguna nótu þar sem boðaðar voru spreng ing ar í grunnum í nálægð hússins og var varað við sprenging unum með háværu flauti. Svo kom bara eitt lítið búmm! og bú ið. Nú er öldin önn ur, hér á Eskivöllunum á mótum Ás braut - ar og Fléttuvalla. Á auðu svæði sunn an Fléttuvalla og austan Ás - brautar sem ég var að vona að fengi að vera í friði sem sýnis - horn af grónu hafnfirsku hrauni með tilheyrandi gróðri, hafa staðið yfir framkvæmdir í allt sumar. Þarna eru stórar gröfur sem á eru festir fleygar, að verki við að mylja grjót í grunni sem ég veit ekki hvað á að byggja á. Hávaðinn af þessum tækjum er gífurlegur og hann stendur frá því snemma á morgnana þar til seint á kvöldin alla daga vik urn ar. Þetta hefur ekki staðið yfir bara í nokkra daga. Ekki í nokkr ar vikur, heldur mánuðum sam an. Við þessar aðstæður ásamt tilheyrandi rykmekki eru öll útivist útilokuð bæði fyrir börn og gamalmenni. Þetta heitir víst hávaðamengun. Eru engin tak - mörk sett fyrir vinnu af þessu tagi inni í miðju íbúðahverfi? Ég bara spyr. Fólk sem ekki kemst að heiman verður annað hvort að liggja í rúminu með sængina upp fyrir haus eða stinga tappa í eyrun. Heyrt hef ég af fólki sem hefur hreinlega flúið af svæðinu og leitað ásjár hjá ættingjum. Þó get ég ekki annað en vorkennt aumingja mönnunum sem vinna á þessum tækjum og hristast í þeim allan daginn. Vonandi eru þeir með tappa í eyrunum. Einu sinni var gert grín að Kópavogs búum fyri skipulag gatna þar í bæ. Sagt var að ókunnugir sem villtust inn í bæinn kæmust ekki út úr honum aftur án aðstoðar heimamanna. Mér datt þetta í hug þegar ég varð þess var að götuheitið Ásbraut er að finna á þremur stöðum hér í nágrenninu. Ás - braut heitir þar sem Strand - götunni lýkur við Ástorg á Völl - um og heldur þaðan áfram til suðurs svo langt sem byggðin nær. Ásbraut heitir einnig frá þessu sama torgi upp Áslands - hverf ið að hringtorgi við Ás - lands skóla. Þriðja Ásbrautin hefur svo göngu sína frá Kaldár - sels vegi til vestur í rótum Ás - fjallsins fyrir ofan kirkjugarðinn þar til hún tengist Ásbraut 2 á hringtorgi við göngubrúna yfir Reykjanesbraut. Þetta gæti nú ruglað ókunnuga. Af þessu tilefni datt mér í hug að nýja sundlaugin á Völlum (sund miðstöðin) fengi þegar þar að kemur með tilheyrandi pompi og prakt nafnið Áslaug. Jæja elskurnar, það var ekki meira að sinni. Hemmi litli. Enn af mengun Á dagskrá Kvikmyndasafns Íslands í haust verður minnst nokkurra merkra manna sem féllu frá á árinu. Sýndir verða þrí leikir Bergmans og Antonion - is en þeir létust sama daginn þann 30. júlí síðastliðinn og einnig verður minnst tveggja Íslendinga sem létust á árinu, þeirra Baldvins Halldórssonar leikara og leikstjóra og Péturs Rögnvaldssonar kvikmynda - leikara. Haustdagskráin hefst með þrem ur kvikmyndum eftir Ingmar Bergman: Sem í Skugg sjá (Såsom i ett spegel), 4. og 8. sept. Kvöldverðargestirnir (Nat - värds gästerna) 11. og 15. sept. Þögnin (Tystnaden) 18. og 20. sept. Að venju verða sýningar Kvik - myndasafnsins á þriðjudögum kl. 20 og laugardögum kl. 16. Sýningarskráin verður síðan birt í heild á heimasíðu safnsins www.kvikmyndasafn.is, auk þess sem hún kemur að venju út í prentaðri dagskrá sem nálgast má á söfnum bæjarins auk Bæj - ar bíós við Strandgötu. Sýnt í Bæjarbíó á ný Kvikmyndasafnið hefur sýningar að nýju á þriðjudaginn L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn: 565 3066Umdeild Grímseyjarferja í Hafnarfirði L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.