Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 30. ágúst 2007 F A B R I K A N Aðstoðarmaður í félagsstarfi, Hraunseli, Flatahrauni 3 Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf í félagsstarfi eldri borgara. Starfið felst í aðstoð við eldri borgara varðandi skipulagningu, útfærslu og framkvæmd á félagsstarfi þeirra. Við leitum að ábyrgum, jákvæðum og áhugasömum eins- taklingi sem getur unnið sjálfstætt og haft frumkvæði þegar það á við. Reynsla af starfi með eldri borgurum æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga. Starfshlutfall getur verið samkomulag til að byrja með en þó ekki minna en 50%. Leiðbeinandi í handavinnu- og tómstundastarfi Starfið felst aðallega í því að leiðbeina eldri borgurum með handavinnu og tómstundir og er unnið að margvíslegum verkefnum. Æskilegast er að umsækjandi hafi reynslu af því að kenna eða leiðbeina, áhuga á að vinna með eldri borgurum og færni í handverki og tómstundastarfi. Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga. Starfshlutfall er 50%. Félagsstarf eldri borgara í Hafnarfirði - Lausar stöður Við hvetjum karlmenn ekki síður en konur til að sækja um störfin. Upplýsingar um störfin gefa Kolbrún Oddbergsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustudeildar Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, s: 585-5700 og/eða Jónína Björk Óskarsdóttir, ráðsmaður félagsstarfs eldri borgara í Hraunseli, s: 555-0412 Umsóknafrestur er til 12. september 2007. Vinsamlegast skilið umsóknum um ofangreind störf til: Félagsþjónustan í Hafnarfirði Strandgötu 33 220 Hafnarfirði Starfsfólk óskast strax í heimaþjónustu Starfsfólk óskast nú þegar í störf við félagslega heimaþjónustu á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Sveigjanlegur vinnutími í boði og starfshlutfall er samkomulagsatriði. Starfið gerir kröfu um áhuga, frumkvæði og jákvætt viðmót. Reynsla í starfi með öldruðum eða fötluðum æskileg. Félagsleg heimaþjónusta er veitt á hefðbundnum vinnutíma. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um störfin veitir Kolbrún Oddbergsdóttir deildarstjóri heimaþjónustudeildar og Eva Lind Vestmann félagsráðgjafi í síma 585 5700.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.