Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 30.08.2007, Blaðsíða 10
Úrslit: Knattspyrna Úrvalsdeild karla: Fylkir - FH: 1-2 1. deild kvenna: Leiknir R. - FH: 1-1 Haukar - Afturelding: 1-2 2. deild karla: Magni - Haukar: 0-2 ÍH - Höttur: 1-2 Næstu leikir: Knattspyrna 30. ágúst kl. 18, Kaplakriki FH - KR (úrvalsdeild karla) 1. sept. kl. 14, Ásvellir Haukar - Sindri (2. deild karla) 1. sept. kl. 14, Húsavík Völsungur - ÍH (2. deild karla) 2. sept. kl. 16, Laugardalsv. FH - Breiðablik (bikarkeppni karla) www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 30. ágúst 2007 Íþróttir Upplýs ingar gefur Guðrún í s íma 897-5395 eft ir k l . 14 Vatnsleikfimi BÓKARI ÓSKAST Verktakafyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir að ráða til sín öflugan bókara í hlutastarf. Leitað er að jákvæðum, nákvæmum og stundvísum starfskrafti með góða íslenskukunnáttu til að hafa umsjón með bókhaldi fyrirtækisins. Um er að ræða hlutastarf eftir samkomulagi. Helstu verkefni eru færsla bókhalds og afstemmingar, launabókhald og önnur almenn skrifstofustörf. Mjög æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af DK- hugbúnaði og Excel töflureikni. Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Már gsm: 820-9710 Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá með tölvupósti til gmk@vogn.is Öllum umsækjendum mun verða svarað. ATVINNA Starfskraftur óskast í 50-60% starf í dagvinnu. Um er að ræða aðstoð í eldhúsi, afgreiðslu og útkeyrslu. Uppl. veitir Ingunn í síma 897 6096 Sterkir FH öldungar FH sigruðu örugglega í stiga - keppni Meistaramóts öldunga, sem fram fór á Varmárvelli í Mosfellsbæ um sl. helgi. FH hlaut samtals 249 stig, ÍR varð í öðru sæti með 152 stig og Breiðablik varð í þriðja sæti með samtals 105 stig. 42 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði gerir alvarlegar athuga semdir við þær aðferðir sem meirihlutinn í Hafnarfirði beitir við skipulagsmál mið - bæjarins. Auk þess er lýst and - stöðu við svo veigamikla breyt - ingu sem felst í fyrirliggjandi auglýsingu bæjaryfirvalda að skipulagi miðbæjarins við Strand götu 26-30. Í yfirlýsingu stjórnar VG segir m.a.: „Meirihlutinn fer fram með breytingartillögu um stærri bygg ingu en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi, en það felst í tillögu um aukið bygg - ingar magn á fermetra. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar um samgöngur vegna aukinnar um - ferðar og í engu var leitað álits eða umsagnar hjá þeim sem komu að uppbyggingu gildandi miðbæjarskipulags.“ Segja Vinstri grænir að með þessu hafi samráð við íbúa umfram það sem gert er ráð fyrir í lögum hafi verið hundsað auk þess sem í engu sé tekið tillit til neinnar stefnu um heildaryfir - bragð miðbæjarins um hvort þar eigi að vera lágreist byggð eða safn hárra bygginga, enda virðist metnaður meirihlutans ekki liggja til þess að vinna slíka stefnumótun í sátt við íbúana. Stjórn VG lýsir yfir fullum stuðningi við afstöðu bæjar - fulltrúa VG við afgreiðslu máls - ins á fundi bæjarstjórnar 12. júní síðastliðnum þar sem fulltrúi VG greiddi atkvæði gegn því að auglýsa tillögu að breyttu deili - skipulagi fyrir lóðirnar Strand - götu 26-30 og bókaði ástæður afstöðunnar. Vinstri grænir segja samráð við íbúa hundsað Eigendaskipti hafa orðið á Þvottahúsinu og fatahreinsuninni Hraunbrún 40. Að gefnu tilefni skal gömlum og nýjum við - skipta vinum bent á að kapp - kostað verður að halda áfram að veita sömu gæðaþjónustu og verið hefur frá 1962. Eina breyt - ingin er sú að María Poulsen (79), sem rekið hefur þvotta - húsið frá upphafi, flytur sig um set og Haukur Sveinsson og kona hans Lek flytja inn á efri hæð irnar. Sama góða starfsfólkið sinnir áfram starfseminni að öðru leyti eins og verið hefur. Nýjar áherslur og aukin þjón - usta eru lengri afgreiðslutími frá 1. sept og verður þá opið til kl. 6 í stað kl. 5 á daginn. Einnig er boðið upp á hraðþjónustu, fatahreinsun tilbúin daginn eftir og jafnvel samdægurs, ef komið er með fötin um morguninn. Margir eiga í dag góða útivistar- öndunar flíkur og skíðafatnað. Við bjóð um uppá sérstaka vatnsvörn eftir þvott, sem jafnframt er fráhrind andi fyrir óhreinindi á þennan fatnað. Þar sem eigendur eru jafnframt íbúar á efri hæðum er hægt að banka uppá eftir lokun, ef t.d. gleymst hefur að ná í brúðar kjólinn. Auk fatahreinsunar býður Haukur uppá alhliða þvotta - hússþjónustu. Vinsælt hjá heim - il um er stykkjaþvottur ( 30 stk = 15 lítil og 15 stór) og er þá þveg - ið, þurrkað, pressað, brotið sam - an og pakkað. Hægt er að fá ann - an pakka, heimilisþvott, 5 kg sam litt, þvegið þurrkað og brotið saman. Einnig er starfsfólkið lag ið við að þvo dúka og glugga - tjöld, sængur, kodda og rúm - fatnað, hlífðardýnur og fleira sem kemst ekki í venjulegar heim ilis vélar. Boðið er upp á fyrir tækja - þjónstu, að sækja og senda. Meðal viðskiptavina Þvottahúss - ins eru í Reykjavík Seðlabankinn og Reikni stofa bankanna, í Hafnar firði grunnskólar, leik - skólar, golf klúbbur, kirkjur, kjöt - vinnsla, fiskvinnsla, bifreiða - skoðun, apó tek og sælgætisgerð. Haukur segir að starfsfólkið muni kappkosta að veita Hafn - firðingum áfram góða þjónstu á sann gjörnu verði. Eigendaskipti á rótgrónu Þvottahúsi við Hraunbrúnina Þvottahúsið og fatahreinsunin Hraunbrún 40 Hjónin Haukur og Lek. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.