Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 1
Sjálfstæðismenn lögðu til á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag að bærinn seldi Orkuveitu Reykja víkur hlut sinn í Hita veitu Suðurnesja og noti andvirðið til greiðslu á skuldum bæjarins og skapi þannig svigrúm til að lækka útsvar og fasteignaskatta bæjarbúa. Málið fékk ekki efnis - lega umfjöllun þar sem forseti mat tillögu Samfylk ingarmanna um að skoða málið nánar ganga lengra og var hún sam þykkt og hinni tillög unni í raun frestað. Sjálfstæðismenn vildu skrifleg rök forseta bæjarstjórnar en forseti varð ekki við beiðninni. Samfylkingarmenn telja að tillaga þeirra hafi í raun verið frestunartillaga. Í tillögu Samfylkingar sagði að sam komulagið við OR standi til ára móta og mikilvægt sé að fara ítarlega yfir alla þætti málsins áður en endanleg ákvörðun um hugsanlega sölu verður tekin. Bæjarstjóri hefur fyrir nokkru óskað eftir fjárhagslegri úttekt og mati endurskoðenda bæjarins og ráðgjafa bæjarins í lánamálum á þeim valkostum sem í boði eru. Niðurstöður þessar verða kynnt - ar á fundi bæjarráðs nk. fimmtu - dag. Segir í tillögunni að fyrr en þær upplýsingar liggi fyrir sé á engan hátt tímabært að taka ákvörðun eins og tillaga Sjálf - stæðismanna gangi út á. Bæjar - ráð Hafnarfjarðar samþykki því að bíða eftir þeim gögnum og úttekt sem verið sé að vinna áður en endanleg ákvörðun verði tekin um hlut bæjarins í Hita - veitu Suðurnesja. ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 33. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 6. september Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Sjálfstæðismenn vilja hala inn hagnað af HS strax Samfylkingin vill bíða úttektar og mats á sölunni Íslandspóstur dreifir Fjarðarpóstinum Íslandspóstur sér um dreif - ingu á Fjarðarpóstinum inn á öll heimili, fyrirtæki og stofn - anir í Hafnarfirði og Álftanesi. Láttu Póstinn gjarnan vita fáir þú ekki blaðið á fimmtu - dögum. 565 2525 Hjallahrauni 13 30% afsláttur af sóttum pizzum Gildir ekki með öðrum tilboðum Gríðarlega er byggt í Hafnarfirði og velmegun hjá mörgum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.