Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 2
Sýningarlok í Hafnarborg Sýningum Joan Perlman og Wolfgang Heuwinkel í Hafnarborg lýkur á sunnudag. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, fimmtudaga er opið til kl. 21. Fr´tt er inn á safnið. Feðgin sýna á Hrafnistu Feðginin Árni Reynir Hálfdánarson og Margrét Reynisdóttir sýna málverk í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin var opnuð sl. fimmtudag og stendur til 15. október. Ingmar Bergman í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands mynd Ingmars Bergmanns, Sem í skuggsjá (Såsom í ett spegel) frá 196. Sem í skuggsjá er fyrsta myndin í þríleik Bergmans um sambandsleysi manns ins og guðs. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafnið Kövld máltíðargestina (Nattvärdsgästerna) frá 1962 eftir Ingmar Bergman. Kvöldmáltíðar gest - irnir er önnur í röðinni í þríleik Berg - mans, þar sem hann fæst við sam - band mannsins við Guð. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. september 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Ég er einn þeirra foreldra sem ekki skrifaði undir samþykki fyrir því að fingrafar sonar míns væri notað af einkafyrirtæki. Ég sé ekki nokkra ástæðu til að láta fyrirtæki eftirlitslaust nota svona tækni á mín börn og aðrar aðferðir hljóta að vera í boði. Segulrandarspjald eða örgjörva - spjald sem hægt væri að festa á lyklakippu kæmi að góðum notum og tryggði að börnin gleymi ekki húslyklunum eftir heima. Annars er undarlegt hvað við Íslendingar erum viðkvæm fyrir stóra bróður miðað við þann skemmtilega íslenska siða að fólk riti nöfn sín í gestabók. Ef ekki eru fyrir hendi stafræn eftirlitstæki þá ritum við handvirkt nöfn okkar hvar sem við komum hvort sem það er á einkaheimilum eða í söfnum. Reyndar geri ég slíkt nær aldrei nema á heimilum. Haraldur Þ. Ólason (D) lýsti áhyggjum sínum á bæjarstjórnar fundi yfir upptöku á samningi við íþróttafélögin um að auka hlut bæjarins úr 80% í 90% af stofnkostnaði íþróttamannvirkja, jafnvel svo að það gilti fyrir hús sem þegar væru byggð. Taldi hann að skoða þyrfti málið í samhengi við að að ekki væri hægt að setja fjármuni í að leysa vanda í heilbrigðiskerfinu, í leikskólum og í skólum. Ég get ekki annað en verið sammála honum, þau eru svo mörg góðu málefnin sem rétt og skylt er að styrkja en fjármunirnir eru takmarkaðir og við kusum bæjarstjórn til að deila skattfénu réttlátt og eflaust kjósa einhverjir lægra útsvar og fá að ráðstafa eigin fé að vild. Bæjarstjórn væri hollt að horfa til jafnréttisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar og skoða hvort allir bæjarbúar sitji við sama borð óháð áhugamálum. Hvað á að borga í tómstundir fullorðinna? Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is 4. Styrkbeiðni vegna Íslandsmóts Lagt fram erindi frá Golf - klúbbnum Keili dags. 15. júlí s.l. þar sem óskað er eftir stuðningi vegna Íslandsmótsins í golfi sem haldið var dagana 26. – 29. júlí s.l. Hörður Þorsteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs. Íþrótta- og tómstundanefnd sam þykkir að styrkja erindið vegna verðlaunaafhendingar um 150.000 kr. sem takist af lið 06- 012-9190 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. 5. Styrkbeiðni vegna þátttak - anda í Ólympíumóti og fleiri mótum. Lagt fram erindi frá Skák deild Hauka dags. 14. ágúst s.l. þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Sverris Þorgeirssonar á Ólympíumót 16 ára og yngri, Evrópumót ungmenna og HM unglinga 20 ára og yngri. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 150.000 sem er sambærilegt við aðra styrki til afreksfólk og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. 6. Aflraunamót, styrkbeiðni Lögð fram styrkbeiðni dags. 27. ágúst s.l. frá Hjalta Úrsus þar sem óskað er eftir styrk vegna afl - rauna móts sem haldið verður í Hafn ar firði fyrstu vikuna í septem - ber. Íþrótta- og tómstundanefnd sam þykkir að styrkja erindið um kr. 50.000 sem takist af lið 06-012- 9190 og felur íþróttafulltrúa af - greiðslu þess en jafnframt er ósk - að eftir kostnaðaráætlun vegna mótsins. Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 9. september Sunnudagaskóli kl. 11 Nú hefst barnastarf vetrarins með nýju og spennandi efni. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Verið með frá upphafi! Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Miðvikudagur 12. september Kyrrðarstund kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Fimmtudagur 13. september Foreldrastund kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 9. september Fjölskylduhátíð kl. 11 Hljómsveitin Gleðigjafar syngja. Barna- og unglingakórarnir leiða söng. Báðir prestar kirkjunnar þjóna. Söngur - sögur - myndir Allir velkomnir Við byrjum á laugardaginn Íþróttskóli FH www.fh.is Frá kaþólskri messu í Jósefsskirkju. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Skógræktarfélag Hafnarfjarðar www.ratleikur.blog.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.