Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. september 2007 Barnakór Víðistaðakirkju Innritun í kórinn fer fram í kirkjunni föstudaginn 7. september og mánudaginn 10. september kl. 17:00 - 18:00 báða dagana. Kórfélagar eru á aldrinum 8-11 ára. Stjórnandi kórsins er Áslaug Bergsteinsdóttir Mörg skemmtileg verkefni framundan. Víðistaðakirkja Á sunnudaginn hefst barna - starf Hafnarfjarðarkirkju með pomp og prakt. Þá verður haldin fyrsta fjölskylduhátíð vetrarins og byrjar hún kl. 11 í safnaðar - heimilinu. Í vetur eru tveir sunnu dagaskólar starfandi á veg - um kirkjunnar að venju, en báðir koma saman einu sinni í mánuði þeg ar er fjölskylduhátíð. Á hátíðinni leikur hljómsveitin Gleði gjafarnir undir söng en hana skipa leiðtogar barna - starfsins. Barna og unglinga kór - ar kirkjunnar syngja og báðir prestarnir taka þátt. Eftir stund - ina er öllum boðið upp á góð - gæti. Fjölskylduhátíðíðin fer fram í safnaðarheimilinu þar sem við gerðir standa yfir í kirkjunni. Fyrsta fjölskylduhátíð haustsins í Hafnar fjarð ar - kirkju á sunnudag Séra Bára Friðriksdóttir var sett inn í embætti sóknarprests Tjarnaprestakalls sl. sunnudag. Dr. Gunnar Kristjánsson pró - fastur Kjalarnes prófasts dæm is setti Báru í embættið í athöfn í Kálfatjarnarkirkju. Tjarnaprestakall samanstendur af Ástjarnarsókn í Hafnarfirði og Kálfatjarnarsókn sem nær yfir Voga og Vatnsleysuströnd. Séra Bára tekur við krefjandi starfi í tvískiptri sókn þar sem aðstæður eru harla ólíkar. Annars vegar er Kálfatjarnarsókn sem er gömul rótgróin sókn með fallega rúmlega aldar gamla kirkju. Hins vegar er ein yngsta sókn lands - ins, Ástjarnarsókn, sem stofnuð var árið 2001. Engin kirkja er í sókninni en síðar í mánuðinum mun séra Bára taka í notkun nýj an kirkju - skála sem reistur hefur verið á framtíðarlóð kirkjunnar. Í Ástjarnarsókn, sem saman - stendur af Áslands- og Ásvalla - hverfum eru um 4500 sóknar - börn en í hverfinu búa alls um 6000 manns. Hverfið er ört vax - andi og er áætlað að heildar - íbúafjöldi þess fari í u.þ.b. 17.000 þegar hverfið verður full - byggt. Séra Bára tók embættispróf í guðfræði árið 1995 og hefur síð - an þjónað sem sóknarprestur í Vest mannaeyjum auk þess að sinna afleysingum í nokkrum presta köllum, síðast við Dóm - kirkjuna og Hallgrímskirkju. Áður en hún tók vígslu hafði hún sinnt barna- og æskulýðsstarfi við nokkrar kirkjur á stór- Reykja víkursvæðinu í rúman áratug. Séra Bára hefur líka mikla reynslu af félagsþjónustu, en hún hefur starfað á þeim vett - vangi í Hafnarfirði auk þess að vera félagsmálastjóri í Hvera - gerði 2003-2004. Fyrsta guðsþjónusta séra Báru í nýjum kirkjuskála Ástjarnar - sóknar verður sunnudaginn 16. september kl. 11. Séra Bára sett í embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Sr. Bára við altarið í Kálfatjarnarkirkju. Dr. Gunnar Kristjánsson pró - fastur og sr. Bára Friðriksdóttir. Jóhannes biskup Gijsen setti sr. Lucio Ballester í embætti sóknarprests í St. Jósefssókn í Hafnarfiði og á Suðurnesjum við messu í Jósefskirkju á sunnu - daginn. Séra Lucio hefur búið og starfað hér í tvö ár og hefur hann náð ágætum tökum á íslensku. Hann setti á laggirnar starf sem nefnist „feierliches Oratorium“, sem eru vikulegir fundir barna sem miða að því að þau skemmti sér saman í leikjum og nálgist Guð í bæn og söng. Einnig hefur hann komið á sambandi við spænskumælandi innflytjendur og hefur það leitt til þess að þeir hafi fundið sig og sameinast sókninni sífellt betur. Tekur sr. Lucio við af sr. Jakobi Rolland sem verið hefur sóknarprestur í 6 ár en hverfur nú alfarið til starfa hjá biskupsstofu. Var sr. Jakobi þökkuð hans góðu störf. Sr. Lucio tilheyrir klaustur - reglunni „Stofnun Orðs Guðs sem gerðist maður“. Við athöfnina vann sr. Lucio eiðstaf sem sóknarprestur og end ur nýjaði heit það sem hann vann við prestvígslu sína. Bisk - up, sem prédikaði í mess unni, færði hinum nýja presti þá muni og embættistákn sem tilheyra sóknarpresti. Séra Lucio Ballester vann heit sitt sem prestur St. Jósefssóknar Sinnir ört vaxandi söfnuði í Hafnarfirði og á Suðurnesjum Jóhannes Gijsen biskup og séra Lucio Ballester. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fjöldi barna sem njóta munu fermingarfræðslu í Fríkirkjunni hefur aldrei verið meiri en nú að sögn sr. Einars Eyjólfssonar safnaðarprests og segir að fjöldinn sé mun meiri en búist hafði verið við. Foreldrar skráðu börn sín og fengu nauðsynleg námsgögn en ekki er komið að því að velja fermingardaga enn. Færst hefur í vöxt að börn séu fermd utan hinna hefðbundinna fermingardaga og fermingarnar hafa því dreifst á lengri tíma. Ásókn í fermingar - fræðslu Fríkirkjunnar Biðröð myndaðist við safnaðarheimili Fríkirkjunnar á sunnudag. Ljó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.