Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 6. september 2007 Hún er merkileg samkenndin og samstaðan sem fylgir því að klæðast rauða búningnum og þar með tilheyra ákveðnu liði. Eiga hluttekningu í stærri heild og vera Haukastúlka sem syngur fullum hálsi: Áfram Haukar! Litla stúlk an er sannfærð um að Haukarnir séu besta lið í heimi og al - gjörlega ósigrandi. En hún tilheyrir líka öðru samfélagi eða liði þar sem fyrirliðinn er Jesú Kristur. Þessi tvö lið fara ágætlega saman og engar athugasemdir gerðar við það þó hún klæðist hauka - treyjunni á fremsta bekk í kirkj - unni syngjandi: Ó Jesús bróðir besti. Barnasamkomur kirkjunnar hafa verið á þessum tíma í ára - tugi. Og nú stendur Hauka stúlk - an frammi fyrir því að fótbolta - æfingarnar eru á sama tíma og sunnudagaskólinn. Nú þarf litla sjö ára Haukastúlkan að velja hvort hún sé í liði með Kristi eða Hauk unum. Ef hún er dugleg að mæta á allar fótboltaæfingarnar þá fær hún kannski að fara með bikarinn heim. Þjálfarinn leyfir stúlkunum að skiptast á að taka stóran og glansandi bikar með sér heim. Stórkostleg hugmynd og ægilega spennandi fyrir litlar knattspyrnustúlkur. Þjálfarinn er líka skemmtilegur og hvetjandi og hinar stelpurnar í liðinu frábærar. En í sunnudaga skól - anum eru sagðar skemmti legar sögur og prest urinn gefur þeim sem eru duglegir að mæta glans - andi og marglita lím - miða. Hvernig er hægt að ætlast til að litla Hauka stúlkan velji á milli Krists eða knatt - arins? Hvernig stend ur á því að það er ekki betra samstarf á milli kirkjunnar og íþrótta - hreyfingar inn ar? Af hverju lend um við í því annað árið í röð að þau börn sem vilja trúar sinnar vegna sækja sunnu daga skóla kirkj - unnar eru á sama tíma útilokuð frá íþrótta æfing um? Stúlkur í 7. flokki eru ein mitt á þeim aldri sem sækir sam komurnar sem þeim eru ætlaðar á sunnu dags - morgnum og því þykir mér það yfirsjón hjá for ráða mönnum Hauka að velja þeim æfingatíma á sunnudögum klukkan 11. Það er Hafnar fjarðabæ til mik - ils hróss að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir óháð efnahag foreldra, en er til lítils ef börn um er mismunað sökum trú - ar. Því hvet ég forráðamenn knatt spyrnudeildar Hauka til þess að endurskoða æfingatöflu vetrar ins svo litla stúlkan geti áfram sungið fullum hálsi: Áfram Haukar! Kristur eða knötturinn? Kristín Björnsdóttir Staða á tölvusviði Fiskistofu er laus til umsóknar Tölvunarfræðingur, forritari, kerfisfræðingur Laus er til umsóknar staða á tölvusviði Fiskistofu (Hugbúnaðardeild). Staðan heyrir undir forstöðumann tölvusviðs og er framtíðarstarf. Fiskistofa leitar að einstaklingi sem hefur staðgóða þekkingu og reynslu af hugbúnaðargerð. Starfsumhverfi: Java, PHP, Oracle (SQL, PL/ SQL), Windows, Linux, Unix. Kröfur til umsækjanda: Kerfisfræði, tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun. Starfssvið: Hönnun og forritun á gagnagrunnum, kerfum og vefjum Fiskistofu og tengdra stofnana. Kostir fiskistofu: Góð vinnuaðstaða, sanngjörn kjör og góður starfsandi. Umsóknir skulu sendar til Fiskistofu merktar „Staða á tölvusviði“ fyrir 17. september 2007. Einnig er hægt að senda umsóknir til: gerdurb@fiskistofa.is, merktar „Staða á tölvusviði“. Upplýsingar um starfið veita Steingrímur Guðjónsson forstöðumaður tölvusviðs, og Gerður Bárðardóttir deildarstjóri starfsmanna og skjalastjórnunar, í síma 569 7900. Um tölvusvið Fiskistofu Tölvusvið Fiskistofu þjónar auk Fiskistofu, Sjávarútvegsráðuneytinu og Hafrannsókna - stofn un og eru starfsmenn þessara þriggja stofnana um 300. Sviðið skiptist í eftirfarandi tvær deildir: Hugbúnaðardeild Hefur umsjón með nýsmíði og viðhaldi á hugbúnaði fyrir Fiskistofu og Hafró. Meðal verkefna eru þróun og viðhald á aflaupplýsingakerfi stofnunarinnar og gerð ýmissa forrita vegna úrvinnslu gagna. Hugbúnaðardeild útbýr einnig lista og skýrslur úr aflaupp lýsinga - kerfinu. Fyrir Hafrannsókastofnunina eru meðal verkefna hönnun á innsláttarforritum fyrir ýmsar mælingar og gerð ýmissa forrita vegna úrvinnslu gagna. Hugbúnaðardeild útbýr einn ig lista og skýrslur úr rannsóknargögnum. Kerfisdeild Sér um uppsetningu og hefur umsjón með netlögnum, netbúnaði og hugbúnaði fyrir vinnu stöðvar og miðlara. Einnig sér deildin um uppsetningu vélbúnaðar og samskipti við tækni deildir vélbúnaðarsala. Innan deildarinnar fer fram kerfisforritun og kerfisstjórn. Kerfis deild hefur með höndum almenna þjónustu við notendur, samskipti við hafnir vegna skráninga upplýsinga um landaðan afla og uppsetningu og aðhæfingu á hugbúnaði fyrir einkatölvur. Kerfisdeildin sér um gagnasafnsstjórnun og ber ábyrgð á varðveislu tölvu - gagna. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Fiskistofu við ráðningar. Umsóknir sem berast að umsóknarfresti loknum verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um Fiskistofu má finna á heimasíðu: www.fiskistofa.is Hafnarfjörður, 27. ágúst 2007 Fiskistofa www.fiskistofa.is Dalshraun 1, 220 Hafnarfirði Sími 569 7900 Ökumaður fólksbifreiðar bakk aði bíl sínum yfir gangstétt og á hús sem hann býr í við Hringbraut á sunnudaginn. Fór bíllinn niður í fláa eins og sést á myndinni og reyndi hann látlaust að komast upp og lagði mikinn reyk frá öðru framdekkinu, svo mikinn að slökkvilið var kallað til enda var mikill mökkur og gúmmílykt við götuna. Að sögn sjónarvotts virtist maðurinn vera ofurölvi Ölvaður maður bakkaði á hús fór yfir gangstétt á leið sinni Á vettvangi við Hringbraut. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Verslum í Hafnarfirði! . . . það borgar s ig! Áhugasamir rannsaka vettvang. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.