Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 8
Strákarnir í 5. flokki FH komu vel á óvart og urðu Íslands meist - arar A- og B-liða eftir sigra á KA á Leiknisvelli í Reykjavík á laugardag. Leikur B-liðanna var æsi - spennandi. KA-menn byrjuðu heldur betur og náðu forystunni snemma í fyrri hálfleik. FH- strák arnir voru þó ekki á þeim buxunum að játa sig sigraða og náðu yfirhöndinni á vellinum og Hlynur Bjarnason jafnaði leikinn fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik voru FH-ingar sterkari og Dagur Lárusson kom FH yfir með þrumufleyg og Óliver Finnsson batt endahnútinn á laglega sókn stuttu síðar og staðan orðin 3-1 en KA-menn minnkuðu muninn undir lokin og úrslitin því 3-2 fyrir FH. A-liðinu nægði jafntefli til að tryggja sér titilinn. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Kristján Flóki Finnbogason náði foryst - unni fyrir FH með góðu marki. FH-ingar höfðu svo tögl og haggldir í seinni hálfleiknum en þurftu engu að síður að gæta sín í varnarleiknum gegn spræku liði KA. Það var svo Böðvar Böðv - ars son Böðvarssonar bóksala sem innsiglaði sigurinn á loka - mínútunum eftir frábæran sprett. 2-0 fyrir FH og Íslandsmeistara - titillinn í höfn og ætlaði allt um koll að keyra hjá strákunum í leikslok. Þessi árangur 5. flokks kom skemmtilega á óvart. Strákarnir þurftu að leggja sterk lið að velli í leið sinni í úrslitaleikina en þeim óx ásmegin með hverjum leik. Þjálfarar strákanna eru Davíð Örvar Ólafsson, Jón Páll Pálmason, Atli Guðnason og Fannar Freyr Guðmundsson. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. september 2007 Tillaga Sjálfstæðismanna Á fundi bæjarstjórnar Hafnar - fjarðar s.l. þriðjudag 4. sept. lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis - flokksins fram svohjóðandi til - lögu um sölu á hlut Hafnar - fjarðarbæjar í Hitaveitu Suður - nesja. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákveð ur að selja Orkuveitu Reykja víkur hlut Hafnar fjarðar - kaupstaðar í Hitaveitu Suður - nesja í samræmi við 5. gr. Sam - komulags Hafnar fjarðar bæjar og Orkuveitu Reykjavíkur dags. 2. júlí 2007 sbr. og 4. liður Hlut hafasamnings Hitaveitu Suð ur nesja dags. 12. júlí 2007. Andvirði sölunnar að frá - dregn um kostnaði vegna hennar verði varið til greiðslu á skuldum Hafnarfjarðarbæjar og skapa þannig svigrúm til að lækka útsvar og fasteignaskatta bæjar - búa. Bæjarstjórn felur bæjarráði nánari útfærslu á framkvæmd sölunnar.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu þar sem samþykkt var tillaga bæjar stjóra um að bíða eftir gögn um og úttekt áður en endan - leg ákvörðun verður tekin. Verðmæti hlutarins átta milljarðar króna Samkvæmt tillögunni verða seldir allir hlutir í Hitaveitu Suðurnesja (HS) á genginu 7,0 sem nemur um 8 milljörðum króna. Skuldir bæjarins 31. des - em ber 2006 námu samtals 9.6 milljörð um þar af voru skuldir sveitarsjóðs A-hluta 5.9 millj - örð um. Þannig skapast ný tækifæri fyrir Hafnar fjarðarbæ til að endur skipuleggja fjár - málastjórn bæjarins og svig rúm til að minnka álögur svo sem útsvar og fasteignagjöld bæjar - búa. Framsýni Sjálfstæðismanna Það var framsýn ákvörð un fyrir 7 árum þegar Sjálf stæðis - flokk urinn, sem þá var í meiri hluta í bæjar - stjórn Hafnar fjarðar, hafði forgöngu um að Rafveita Hafnarfjarðar (RH) sameinaðist HS og Hafnarfjarðarbær eign aðist 16,67 % hlut í fyrirtækinu. Auk þess nutu Hafnfirðingar þeirr ar kjarabótar að raforkuverð lækkaði um allt að 10%. Nú hef ur komið á daginn hvílíkt happa spor þetta var og jafnframt rétt að minnast þess að nokkrum ár um áður tókst að forða því að RH gengi inn í Rafmagnsveitur rík ins (RARIK) fyrir aðeins 3- 400 milljónir króna . Sala hlutar ríkisins Þegar ríksstjórnin ákvað á vor - dögum 2007 að selja sinn eignar - hlut í HS, hófst ferli sem leiddi í ljós að í fyrirtækinu voru mikil dulin verðmæti enda hafði Capacent Gallup gert athugun á verðmæti fyrirtækisins og kom - ist að þeirri niðurstöðu að virði 15,2 % eignarhluta ríkisins væri 3,1 milljarður króna. Hæst - bjóðandi í hlut ríkisins Geysir Green Energy (GGE) bauð hins vegar 7,6 millj arða króna í hlut - inn eða ríflega tvöfalt það sem Capacent Gallup mat hlutinn. Þegar frestur hlut hafa um að nýta for kaups rétt að hlut ríkis ins var að ljúka í byrjun júlí s.l. gerðu Hafnar fjarðar bær og Grinda vík sam komu lag við Orkuveitu Reykja víkur um að OR yrði bakhjarl við nýtingu forkaupsréttar þessara sveitar - félaga og var um leið undirrituð vilja yfirlýsing um víðtækara samstarf Hafnarfjarð ar bæjar og OR um rekstur vatns - veitu og fráveitu. Enn - fremur var kveðið svo á að Hafnar fjarðar bær gæti hvenær sem er innan 6 mán aða (þ.e. fyrir árslok 2007) selt OR eignarhlut sinn í HS á genginu 7. Niðurstaða hluthafafundar 12. júlí 2007 Eftir óformlegar við ræður stærstu hluthafa þ.e. Reykja nesbæjar og Hafnar - fjarðar bæjar var gerður hluthafa - samningur 12. júlí 2007 þar sem ákveðið var að GGE og OR keyptu hluti í HS með óskil yrt - um kaupsamningum við hluthafa. Féllu bæði hluthafar og og stjórn HS frá forkaupsrétti sínum. Eftir þetta eru stærstu hluthafar Reykjanesbær 34,748% , GGE 32,000%, OR 16,582% og Hafnar fjarðarbær 15,418%. Sér - stakt ákvæði er um að ekki verði beitt forkaupsrétti komi til sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum til OR samkvæmt fyrra sam - komulagi þeirra. Nú er því tæki - færi til að innleysa gríðarmikinn hagnað af sölu Rafveitu Hafnar - fjarðar og með því að verja fjármununum til greiðslu skulda gjörbreytist staða bæjarsjóðs til hins betra og íbúarnir fá að njóta ávaxtanna. Höfundur er bæjarfulltrúi. Hitaveita Suðurnesja Hafnarfjörður stórhagnast Almar Grímsson FH Íslandsmeistari í 5. flokki karla Bæði A- og B-liðið sigraði KA á Leiknisvelli í Reykjavík á laugardag Strákarnir ásamt þjálfurum sínum kampakátir með sigurlaunin. L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g Dásamleg tilfinning.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.