Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. september 2007 Tveggja herbergja íbúð til leigu í vetur eða til skemmri tíma. Uppl. í s. 697 3947. Lítil 2 herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í s. 845 5384 og 555 1518. Óska eftir einstaklingsíbúð eða herbergi, miðsvæðis í Hafnarfirði m/ eldunar- og salernisaðstöðu. Uppl. í s. 690 0101, Hallgrímur. Lítið notað kven-fjallahjól til sölu. Verð 8.500 kr. Uppl. í s. 557 7664 eftir kl. 18. Rauður Sony Eicsson samlokusími tapaðist í Setberginu í síðustu viku. Finnandi er vinsamlega beðin um að hafa samband í s. 821 0611. Kötturinn Pjakkur er týndur frá 25. ágúst. Hann er brún-bröndóttur og hringar skottið eins og hundur. Hann býr á Háahvammi 12 vinsamlegast skoðið í bílskúrinn eða kjallarann hjá ykkur, því Pjakkur er forvitinn og hef ur e.t.v. lokast inni. Hans er sárt sakn að. Vinsamlegast látið Þórhildi í s. 896 3217 vita ef þið hafið séð hann. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Til sölu Tapað - fundið Húsnæði óskast Húsnæði í boði Eldsneytisverð 4. september 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 125,9 124,9 Atlantsolía, Suðurhö. 125,9 124,9 Orkan, Óseyrarbraut 124,3 123,3 ÓB, Fjarðarkaup 124,4 123,4 ÓB, Melabraut 124,4 123,4 Skeljungur, Rvk.vegi 126,0 125,0 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilar Barmmerki við öll tækifæri www.barmmerki.tk Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is Gaflarar ehf. rafverktakar óska eftir að ráða rafvirkja til starfa, sem fyrst. Upplýsingar í síma 565 1993 og 896 8345 eða með tölvupósti gaflarar@gaflarar.is Rafvirkjar Starfsfólk óskast Nóatún, Reykjavíkurvegi 50, leitar eftir starfskrafti í ávaxta- og grænmetisdeild. Í boði er fullt starf alla virka daga. Einnig eru laus störf við afgreiðslu og áfyllingu, hlutastörf fyrir eða eftir hádegi og fullt starf. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum eða í síma 585 7125. Í úrslitakeppni 4. flokks kvenna komust 6 lið sem léku í tveim ur þriggja liða riðlum og voru FH-stelpur í riðli með Fjölni og Breiðabliki. Á föstudag unnu FH-ingar Fjölni í Kaplakrika 6-1 en daginn eftir vann Breiðablik Grafar - vogs stúlkur með sama marka - mun. Það var því ljóst að leikur Breiðabliks og FH á Versalavelli í Kópavogi myndi skera úr um hvort liðið færi í úrslitaleikinn. Leikurinn fór 1-1 og skera varð úr hvort liðið færi áfram með hlutkesti og höfðu FH-ingar heppnina með sér þar. Mæta Skagastúlkum á laugardaginn Í úrslitaleiknum mæta stelp - urnar Skagastúlkum og er sá leikur á laugardaginn kl. 12 á Varmárvelli í Mosfellsbæ. FH- ingar eru hvattir til að fjölmenna því stelpurnar hafa virkilega skemmtilegu liði á að skipa. Strákarnir misstu af úrslitaleiknum á markamun Í 4. flokki karla komust 8 lið í úrslitakeppnina. Leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum og léku strákarnir á Akureyri. Í riðli með FH voru Völsungur, Fram og Þór Akureyri. Á föstudaginn sigraði FH Völsung 4-2 meðan Framarar unnu heimamenn í Þór 3-0. FH og Fram gerðu svo marka laust jafntefli á laugar - deginum og það var því ljóst að líklegast réði markatala úrslitum. Í gær unnu FH-ingar Þórsara 5-2 en Framarar bættu um betur og unnu Völsunga 8-3 og fara því í úrslitaleikinn á markatölu. Vissu lega súrt fyrir strákana en engu að síður frábær árangur. 4. flokkur kvenna leikur til úrslita FH lék til úrslita við Breiða - blik úr Kópavogi í bikar keppni 3. flokks karla. Breiðablik byrjaði betur í leiknum en FH- strák arnir unnu sig vel inn í leikinn og Brynjar Ásgeir Guð - mundsson náði forystunni fyrir FH rétt fyrir leikhlé með góðu skoti utan úr vítateig. Breiðablik hóf seinni hálf - leikinn af krafti og jöfnuðu leikinn á 50. mínútu. Eftir jöfn - unar mark Blika var leikurinn í jafn vægi en á 69. mínútu náðu Blikar forystu eftir vel útfærða skyndisókn. FH-strákarnir gáfust ekki upp og öllu var tjaldað til síðustu mínúturnar, fækkað í vörninni og fjölmennt í fremstu víglínu. Þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma var brotið á Viktori Segatta rétt utan við vítateig Breiðabliks. Brynjar Ásgeir stillti boltanum upp og þrumaði honum neðst í mark - manns hornið og jafnaði leikinn við gífurlegan fögnuð FH-inga. Blikar skoruðu fyrsta mark framlengingarinnar og náðu forystunni 3-2. FH-ingar voru þó ekki af baki dottnir sem fyrr og Brynjar sendi góða sendingu inn fyrir vörnina á hinn sprettharða Álftnesing Guðmund Heiðar Guðmundsson sem skallaði boltann tvisvar eins og hið besta sæljón, braust framhjá varnar - mönnum Blika og þrumaði boltanum í bláhornið. Þegar um 7 mínútur voru eftir af seinni hálfleik fram lengin - arinnar voru FH-ingar komnir í ákjósanlegt færi þegar varnar - maður Breiðabliks mokaði bolt - anum frá með hendi og réttilega dæmt víti. Brynjar fór ískaldur á punktinn og kom FH yfir og fullkomnaði þrennu sína. FH- ingar fögnuðu svo ákaft þegar dómari leiksins flautaði til leiks - loka. Bikarinn var kominn í Fjörðinn. FH bikarmeistari í 3. flokki karla Unnið með pabba

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.