Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 06.09.2007, Blaðsíða 11
Bikarmeistarar Hauka í hand - knattleik léku við Íslands meist - ara Stjörnunnar á sunnu daginn um titilinn meistarar meistar - anna. Eflaust hefur leikur liðanna dag inn áður í opna Reykjavíkur - mótinu orðið til þess að Hauka - stúlkur bitur í skjaldarendur en þeim leik lauk með 10 marka sigri Stjörnunnar. Haukastúlkur spil - uðu mun betur en daginn áður og sigruðu Stjörnuna í nokkuð jöfnum leik en Hauk arnir voru sterkari þegar upp var staðið. Leiknum lauk með 32-26 sigri Hauka og hampa þær því titlin - um meistarar meistaranna 2007. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Hauka, Ramune Pekarskyte 9, Sandra Stojkovic 4, Erna Þráinsdóttir 3, Harpa Melsted 2, Nína K. Björnsdóttir 2. Bryndís Jónsdóttir varði 9 skot í marki Hauka Um langt skeið hefur ríkt vargöld í Austurlöndum nær og magnaðist hún eftir flugránin og árásir öfgasinnaðra múslima á BNA 11. september 2001. Menn fárast mikið yfir illsku og misk - unn arleysi múslima en hugsa minna um það hvað veldur. Eins og oft áður er það ekki eitthvað eitt sem ræður heldur flókið samspil sögu, trúar og menningar. Þetta ástand hefur helst bitnað á íbúum þessara landa en ekki á okkur Vesturlandabúum þrátt fyrir það að við erum í miklu mæli orsaka - valdar að þessum ósköpum. Allt frá því að Alexander mikli og Grikkir og Makedónar hans lögðu undir sig austurlönd nær og Rómverjar í kjölfar þeirra og svo krossfararnir og síðan nýlendu - herrar Evrópuþjóða og nú á okkar dögum stórveldin BNA, og Rússland/USSR, hafa Vestur - landabúar kúgað og drottnað yfir þessum þjóðum og ráðskast með þær í andstöðu við vilja þeirra menningu og trú. Það er því fyrst og fremst okkur sjálfum að kenna hvernig komið er. Að - gerðir Vesturlandabúa í þessum löndum hafa skap að þá andúð og heift sem ríkir í okkar garð hjá þessum þjóðum og urðu hvatinn að allskonar hryðjuverkum og ofbeldi sem náðu hámarki með árásunum á New York og Washington 11. september 2001. Ekki vantar þó að Austurlanda - búar hafi ekki reynt að leggja okkur undir sig einnig. Persar reyndu hvað þeir gátu og múslimar lögðu undir sig Píreneaskagann (Spánn, Portúgal) og komust inn í mitt Frakkland þar sem Frakkar stöðvuðu þá sællar minningar og Tyrkir lögðu undir sig Balkan - skagann og Ungverjaland um tíma en voru síðan hraktir á brott fyrir utan smáskika af hinni fornu Þrakíu. Ef Bandaríkjamenn hefðu farið eftir ráðum Douglas McArthurs hershöfðingja, sigurvegarans í Kyrra hafsstríðinu, þá væru þeir ekki í þeirri vandræðastöðu sem þeir eru í dag og án forustu þeirra hefðu þá aðrar vestrænar bandalagsþjóðir þeirra að sama skapi losnað við hana. McArthur sagði einfaldlega að Banda ríkja - menn ættu aldrei að láta draga sig út í styrjöld á meginlandi Asíu því það væri vonlaust fyrir þá að vinna slíkt stríð. Þótt segja megi að Kóreustríðið hafi ekki tapast þá vannst það ekki heldur. Niður - staðan varð jafntefli og lausn vandans hefur ekki fundist enn. En lær dómurinn frá Víet - nam hefði átt að verða þeim víti til varnaðar. Samt réðust Banda - ríkja menn inn í Afgan - istan og síðar inn í Írak, sem verður þó að flokk ast undir pólitísk mis tök. Afskipti þeirra af málefnum Sómalíu, sem reynd - ar er í Afríku, reyndust þeim mikil niðurlæging. Niðurstaða mín er því sú að þeir (BNA) ættu sem fyrst að draga sig út úr þessari vandræðastöðu sem þeir eru í með því að hverfa frá Írak og Afganistan ásamt banda - mönnum sínum og láta þessum þjóð um það eftir að ráða sjálfar út úr sínum vandamálum. Sá mikli mun ur sem er á menningu og trúarbrögðum Vesturlandabúa og flestra þjóða miðausturlanda sem öll aðhyllast íslamstrú er svo mikill að erfitt mun reynast fyrir þessa hópa að ná sameiginlegri niður - stöðu í flestum ágreiningsmálum okkar í náinni framtíð. Til marks um þetta er vaxandi tíðni svo kall - aðra heiðursmorða í Evrópu þar sem öfgasinnaðir múslimar fremja morð, einkum á konum sem vilja óhlýðnast feðrum sínum og bræðr - um um hverjum þær giftast og í heimalöndum þeirra eru þjófar hand höggnir og konur grýttar til dauða fyrir hórdóm. Ekki eru þó nema nokkur hundruð ár síðan svipaðir siðir giltu í Evrópulöndum og eru galdrabrennur nærtækt dæmi um það. Það sem vekur athygli mína þegar maður kynnir sér söguna er, að það eru trúar - leiðtogarnir hvaða trúarbrögð sem eiga í hlut sem stjórna þessum viðbjóði. Munurinn á kristni og islam liggur helst í því að islam hefur staðið í stað á meðan kristnin hefur nokkuð þokast áfram í mýkri af - stöðu til mannlegra mistaka. Það er því ekki að undra að margir spyrji þeirrar spurningar hvað fólk sem aðhyllist slíkar siðareglur, eins og t.d. sharíalög íslams, eigi erindi inn í okkar frjálslyndu vestrænu sam - félög. Þetta er mál sem stjórnvöld verða láta sig varða og skilyrða þegar beiðnir um landvistarleyfi og ríkisborgararétt eru til umræðu. Fólk með slíkar skoðanir og siða - reglur ætti bara að vera kyrrt heima hjá sér. Við viljum það ekki inn í okkar samfélag. Vís maður sem var vel kunnugur á þessum slóðum sagði eitt sinn: East is east and west is west and the two will never meet. Lauslega þýtt gæti þetta hljómað svona á íslensku: Austrið er austrið og vestrið er vestrið og þau munu aldrei mætast. Miðað við ástandið í Írak og flótta krist - inna manna frá því landi, ættum við ekki að íhuga að bjóða ein - hverju af þessu fólki land vistar - leyfi? Nýr utanríkisráðherra hefur góð tækifæri til að láta að sér kveða í þessum málum og gera hlut okkar Íslendinga vænlegri. Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Úrslit: Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH - KR: 5-1 Bikarkeppni karla: FH - Breiðablik: 3-1 2. deild karla: Völsungur - ÍH: 2-0 Haukar - Sindri: 7-1 Handbolti Norrænt ævingamót karla: Haukar - Bjerringbro/Silkeborg: 34-37 Haukar - Sandefjord: 19-29 Haukar - Hammarby: 32-33 Næstu leikir: Knattspyrna 9. sept. kl. 14, Kaplakriki ÍH - KS/Leiftur (2. deild karla) 9. sept. kl. 14, Selfoss Selfoss - Haukar (2. deild karla) Börnin fyrr inn á kvöldin Um helgina tóku gildi breytt ar útivistarreglur fyrir börn sem gilda frá 1. septem - ber til 30. apríl. Börn að 12 ára aldri mega vera úti til kl. 20 13-16 ára börn mega vera úti til kl. 22. Aldur miðast við fæðingarár. Börn mega ekki vera á almannafæri utan ofangreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðs - samkomu. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 6. september 2007 Íþróttir Gunnarssund 3 220 Hafnarfjörður Einbýli á frábærum stað. Stærð: 127 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 1912 Brunabótamat: 16.700.000 Bílskúr: Nei Verð: 34.900.000 Komið er inn í forstofu. Þar á hægri hönd er gengið inn í eldhús, borðstofu ,opið inn í stofu.Á efri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Svalir á efri hæð. Innaf forstofu er gengið niður stiga á neðri hæð og er þar:þvottaaðstaða, geymsla með útgengi í garð,sturtuaðstaða og gott herbergi.Húsið er mjög sjarmerandi steinhús. Garðurinn gróðri vaxin og býður uppá skemmtilega möguleika.Grindverk og hellulagt plan fyrir framan inngang. Hús á besta stað með sál og vert að skoða. Þing Þórarinn Arnar Sævarsson Lögg. fasteignasali Björn Þ Hannesson Sölufulltrúi tas@remax.is bth@remax.is Opið Hús Einbýli í gamla miðbænum. RE/MAX Þing - Háholt 13-15 - 270 Mosfellsbær - Sími: 4123300 - www.remax.is 865 6565 Vargöld í austri Hermann Þórðarson Haukastúlkur meistarar meistaranna

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.