Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Side 4

Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. september 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Tillaga að breytingu á Aðalskipu lagi Hafnarfjarðar 2005-2025, íbúðabyggð við Jófríðarstaði Bæjarráð í umboði Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 26. júlí 2007, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 vegna íbúðabyggðar við Jófríðarstaði í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan felur í sér að hluti stofnanareits við Jófríðarstaði breytist í íbúðarreit. Í gildandi aðalskipulagi, er um 16.300 m² og skilgreint „Kaþólska kirkjan og leikskóli“. Breytingin felur í sér að svæðið skiptist í þrennt á eftirfarandi hátt: lóð Kaþólsku kirkjunnar verður um 7.410 m², íbúðasvæði verður 4.450 m² og leikskólalóð verður 4.400 m². Breytingarnar eru gerðar til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Kaþólsku kirkjunnar. Auglýsing um breytingu á samþykktu deiliskipulagi á kirkjulóð við Jófríðarstaði í Hafnarfirði Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar, samþykkti á fundi sínum þann 26. júlí 2007, að auglýsa til kynningar tillögu að breytingu á deiliskipulagi á kirkjulóð við Jófríðarstaði í Hafnarfirði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í því að hluti stofnanareits breytist í íbúðareit. Gert er ráð fyrir þremur íbúðabyggingum með 5 íbúðum í hverri byggingu. Einnig er gert ráð fyrir að hver bygging sé 3 hæðir þar sem efsta hæðin verði inndregin á 3 hliðar. Aðalskipulagið og deiliskipulagið verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 6. september – 4. október 2007. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta við aðalskipulagið eða deiliskipulagið er gefinn kostur á að gera við þau athugasemdir, og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 16. október 2007. Þeir sem ekki gera athugasemdir teljast samþykkir skipulaginu. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Auglýsing um skipulag - Hafnarfjarðarkaupstaður Í Hafnarfirði eru 16 leikskólar, 15 reknir af Hafnarfjarðarbæ og leikskólinn Hjalli sem starfræktur er samkvæmt rekstrarsamningi við bæinn. Á leikskólunum höf - um við, upp til hópa, á að skipa hæfu og góðu starfsfólki. Að sjálf - sögðu eiga leik skóla - kenn arar að leiða fag - legt starf, en af þeim hef ur ekki verið nægi - legt framboð til að manna allar stöður leik skólanna. Ófaglært starfs fólk hefur því einn ig mótað góða og faglega uppbyggingu leik skóla - starfs. En hvað er gert til þess að halda í það góða starfsfólk sem við höfum og fá nýtt fólk til starfa. Hér skal stiklað á stóru hvað það varðar með von um að þú viljir slást í hópinn. - Samkvæmt skólastefnu Hafn - ar fjarðar eiga leikskólar þess kost að gerast forystuskólar og marka sér með þeim hætti sérstöðu og efla faglegt starf, - Einnig hefur skólunum gefist kostur á að sækja um framlög til þróunarverkefna sem gefa starfs - fólki tækifæri til að eflast og þroskast í starfi. - Leikskólakennarar geta sótt um námsleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. - Leikskólakennarar geta sótt um TV-einingar (sem þýðir aukin laun vegna tímabundinnar vinnu) vegna sérstakra verkefna og hæfni í starfi. - Ófaglærðu starfsfólki leik - skólanna býðst að sækja svo - kallaða leikskólalínu á fram - haldsskólastigi eftir að hafa aflað sér eins árs starfsreynslu. Slíkt tveggja anna nám með vinnu er met ið til allt að 6 launaflokka hækk unar. - Viðbótarmenntun ófaglærðra leiðir oft af sér fjarnám í leik - skólakennarafræðum á háskóla - stigi. - Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar stendur fyrir fjölbreyttu úrvali af sí- og endunmenntunar nám skeið - um fyrir starfsfólk leikskólanna. - Starfsfólk Skólaskrifstofu hef - ur kynnt starfsemi leikskóla Hafnarfjarðar meðal nema á lokaári í leikskólakennarafræðum við KHÍ og útskrifaðir leik skóla - kennarar ráðist hér til starfa í kjölfarið. - Samkvæmt ákvörðun fræðslu - ráðs hafa verið útfærðar regl ur um styrkveitingar til ný útskrifaðra leikskólakennara gegn skuldbingingu um starf við leikskóla Hafnar - fjarðar. - Skólastjórnendur ein stakra leikskóla hafa auglýst sér staklega eftir starfsfólki í við - kom andi skóla í stað sameiginlegra aug - lýsinga skólanna. -Með markpósti í skóla hverfi einstakra skóla er leit - að eftir góðu starfsfólki. - Leikskólahúsnæði hefur verið byggt upp með markvissum hætti á undanförnum misserum og kappkostað að skapa gott starfs - umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. - Unnið er að endurbótum á hús næði þeirra leikskóla sem komnir eru til ára sinna. Hér hefur fátt eitt verið talið af því sem unnið er að til að halda í okkar góða starfsfólk og laða að nýtt. Efni í nýja grein væri það framlag sem margir af okkar ágætu leikskólastjórnendum leggja af mörkum í þeim efnum. Erfitt er að fjalla um málefni starfs fólks leikskólanna án þess að nefna launamál og launakjör. Miðað við þá tekjustofna sem sveitarfélögum eru ætlaðir sam - kvæmt lögum og það bætta og síaukna þjónustustig sem íbúar gera réttilega kröfu um og flest sveitarfélög vilja veita, þá er bog - inn hátt spenntur. En það er eðli - legt og sjálfsagt að greiða því fólki, sem menntar og sinnir um - önnun þess sem við dýrmætast eigum, góð laun. Með góðum rekst ir á okkar ágæta bæjarfélagi og vonandi aukinni hlutdeild í tekjustofnum ríkisins ætti að skapast aukið svigrúm til að bæta kjör þeirra sem mennta og annast börnin okkar. Vilt þú vera með í að móta framtíðina.- Við óskum eftir fólki á öllum aldri til starfa við leikskóla Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður fræðsluráðs og forseti bæjarstjórnar. Við leitum að þér! Ellý Erlingsdóttir Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri fór fram á Kópavogsvelli á laugardaginn. FH sigraði bæði í sveina og meyjaflokki og samanlagt. Lið FH hafi yfirburði í keppninni, sérstaklega í sveina - flokki, þar sem þeir sigr uðu í sjö keppnisgreinum af tíu og voru 18 stigum á undan næsta liði. Engin Íslandsmet féllu á mótinu, en sveinasveit FH var aðeins 17/100 úr sek. frá metinu í 1000m boðhlaupi. FH hlaut 197,0 stig samanlagt, ÍR - A lið 163,5 stig og Breiða - blik 157,0 stig. FH bikarmeistari 16 ára og yngri L j ó s m . : K r i s t j a n a O d d n ý Þ o r s t e i n s d ó t t i r

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.