Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Blaðsíða 6
Í byrjun mars á þessu ári seldi Ný-ung ehf. leigubifreiða - stöðvarnar Aðalbíla í Reykja - nesbæ og BSH til NL ehf. og í framhaldi af því sögðu 30 bifreiðastjórar upp viðskiptum við stöðvarnar og stofnuðu nýja stöð, Aðalstöðina BSH ehf. (síðar Aðalstöðina ehf.). NL ehf. kærði þessar uppsagnir til Sam - keppniseftirlitsins sem úrskurð - aði uppsagnirnar brot á sam - keppnis lögum. Leigu bifreiða - stjórarnir áfrýjuðu niðurstöðunni og áfrýjunarnefnd hnekkti þess - um úrskurði 4. september sl. Taldi nefndin ekki hafa verið sýnt fram á að markaðshlutur bif reiðastjóranna næði 5% og fjöldi bifreiðastjóra ekki talinn nægur grunnur til að ákvarða það og því hafi þeir ekki gerst brotlegir við 10. gr. sam keppn - islaga. Aðalstöðin BSH breitti nafni sínu vegna mótmæla NL í Aðalstöðina og þannig var nafninu breytt í fyrirtækjaskrá og á leyfisbréfum. En fleiri stöðvar hafa breytt um nafn og NL heitir nú „Leigubílastöðin 5678910 Aðalbílar-BSH-NL ehf.“ BSH og Aðalbílar eru ekki lengur skráð með leyfi til leigu bíla - aksturs. Aðalstöðin ehf. hefur opnað aðstöðu að Reykjavíkurvegi 60 og er síminn þar 520 1212. 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. september 2007 Lítið notaður skrifstofustóll m/ háu baki til sölu á kr. 6.000 kr. Uppl. í s. 565 4541. Mig vantar barngóða stúlku til að gæta 5 ára stúlku á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Erum í Setbergshverfi. Uppl. í s. 865 8075 eftir kl. 17. Ipod fannst í nágrenni Setbergsskóla. Upplýsingar gefnar í síma 565 1217. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Til sölu Barnagæsla Eldsneytisverð 12. september 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 125,9 124,9 Atlantsolía, Suðurhö. 125,9 124,9 Orkan, Óseyrarbraut 125,8 124,8 ÓB, Fjarðarkaup 126,4 124,4 ÓB, Melabraut 126,4 124,4 Skeljungur, Rvk.vegi 128,0 126,0 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilar Barmmerki við öll tækifæri www.barmmerki.tk Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is Evrópsk samgönguvika verður haldin í sjötta sinn, dagana 16.-22. september. Þemað að þessu sinni er „Götur fyrir fólk“ og má lesa um það á heimasíðu vikunnar www.mobilityweek-europe.org. Tilgangurinn með sam - göngu viku er að efla vitund al - menn ings um samgöngur, hvaða áhrif þær hafa á um - hverfi og heilsu og hvaða val - kostir standa okkur til boða. Sam göngu vandamál samtíðar verða ekki leyst með því einu að taka sífellt meira landsvæði undir samgöngumannvirki. Þvert á móti ætti að draga úr um fangi samgöngu mann virkja til að ná fram sjálf bær um og skilvirkum lausnum sem um leið stuðla að heilbrigð ari lífstíl íbúa án þess að þrengja að hreyfan - leika einstakl ingsins. Verkefni í skólum Í Hafnarfirði verður dagskrá þessa viku, líkt og síðustu ár. Skól ar bæjarins taka virkan þátt og í þeim verða unnin marg vísleg verkefni þessa daga. Nem endur verða m.a. fræddir um öryggis - mál í samgöngum og þeir munu velta fyrir sér örugg um leiðum til og frá skóla, sér staklega fyrir hjólandi og gang andi vegfar end - ur. Einnig verða unnin verkefni um um hverfis áhrif sem fylgja sam göng um, bæði hvað varðar meng un sem fylgir, auðlinda - notkun og land notkun. Málþing í Hafnarborg Fimmtudaginn 20. septem - ber verður haldið málþing sem hefur yfirskriftina umhverfi, heilsa, borgarbragur. Þar munu áhrifa menn og sérfræðingar í sam félaginu velta fyrir sér hvert við stefnum í sam göngu - málum, hvort horfa megi til nýrra lausna og hvort nýta megi land á annan máta en undir samgöngu mann vikri. Jafnframt verður samband samgangna og heilsu skoðað. Málþingið verður í Hafnarborg og hefst klukkan 20. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Hjólað til Reykjavíkur Laugardaginn 22. september er hjóladagur samgönguviku. Kl. 12 mun hjólalest leggja af stað frá Hafnarborg og hjóla sem leið liggur til Reykjavíkur til þátttöku í dagskrá við Ráðhús Reykja - víkur. Farið verð ur rólega yfir og áð á leiðinni enda markmiðið að öll fjölskyldan taki þátt í förinni. Fyrir lestinni munu fara félagar í Hjólafélagi Hafn firskra kvenna HKK en félag ið hefur vak ið athygli fyrir gott og skemmtilegt starf við út breiðslu hjólamenn - ingar í bæn um. Það er von okkar að bæjarbúar taki þátt í þessum viðburðum og noti vikuna einnig til að skoða samgönguvenjur sínar og velti fyrir sér hvort þær megi ekki færa í umhverfisvænna horf. Guðfinna er formaður um - hverfisnefndar Hafnarfjarðar Guðjón Ingi er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 Evrópsk samgönguvika Fræðsla í skólum – Málþing í Hafnarborg – Hjóladagur 22. september Guðfinna Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Eggertsson HERBALIFE Við viljum ráða sjúkraliða, starfsfólk í aðhlynningu, býtibúr og ræstingu á hjúkrunarheimilið Sólvang Við sækjumst eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum. Í boði er: • Hlutastarf, einstaklingsmiðuð aðlögun, fræðsla, • Góður starfsandi og teymisvinna þar sem mark - miðið er að veita skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. St. Jósefsspítali, Sólvangur er vinnustaður sem leggur áherslu á umhyggju fyrir starfsfólki, jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og að sérhver starfsmaður fái að njóta sín Nánari upplýsingar gefa: Erla M. Helgadóttir hjúkrunarstjóri, erla@solvangur.is og í síma 590 6500 og Birna G. Flygenring, framkvæmda stjóri hjúkrunar, bgf@stjo.is og í síma 520 1000. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Erlu M Helgadóttur hjúkrunarstjóra, Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði. Laun ofangreindra starfa eru samkvæmt gildandi samningi vikomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum STJO, Suðrugötu 41 og skrifstofu Sólvangs - vegi 2, Hafnarfirði. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu stofnunarinnar www.stjo.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vilja betra viðhald lóðar Foreldri í Hvaleyrarskóla hafði samband við blaðið og kvartaði undan seinagangi Hafnarfjarðar - bæjar við viðhald lóðar Hval - eyrar skóla og einn bendi á annan þegar skýringa væri leitað. Net í mörkum væru rifin, girðingar skemmdar en ekkert væri gert til að bæta úr. Kennari sem Fjarðarpósturinn ræddi við, tók undir þessi orð og sagði að mun betur mætti standa að viðhaldi skólalóðarinnar. Regnbogabörn gefa litabók Regnbogabörn, fjöldasamtök gegn einelti ætla nú á haust - dögum að gefa öllum börnum sem eru að hefja nám í grunn - skóla litabókina um Ýmu trölla - stelpu. Þetta er ný og endurbætt útgáfa en litabókin hefur þótt prýðis gott fræðslu verkefni um einelti fyrir yngstu börnin. Ekki ólöglegar uppsagnir hjá leigubílstjórum Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.