Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Blaðsíða 7
Sl. laugardag urðu tímamót í kvennaknattspyrnunni í Hafnar - firði er FH eignaðist Íslands og bikarmeistara í yngri flokkunum en 4. flokkur stúlkna varð Íslands meistarar og 3. flokkur stúlkna bikarmeistarar. Þetta eru fyrstu titlarnir sem FH eignast í yngri flokkum stúlkna og mark ar þáttaskil í knattspyrnu stúlkna hjá FH og getum við sagt nú með stolti að FH sé með efnilegustu yngri flokka stúlkna á landinu. Lögðu Akranes að velli Úrslitaleikurinn í 4. flokki var spilaður á Varmárvelli sl. laugardag. FH sigraði lið Breiða - bliks og lið Fjölnis á leið sinni í úrslitin. FH stelpurnar léku til úrslita gegn liði ÍA og bar leikur - inn merki þess að vera úrslita - leikur en leikmenn ÍA lögðu mikla áherslu á varnarleikinn og voru með þéttan varnarpakka að hætti Guðjóns Þórðarsonar. FH ingar áttu samt sem áður nokkur færi í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 0-0. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðun - um en markmaður FH Birna Berg varði oft vel, staðan eftir venju - lega leiktíma var enn 0-0. Því þurfti að grípa til framlengingar og fengu liðin í raun aðeins sitt hvort færið sem liðunum tókst ekki að nýta. Í vítaspyrnu keppn - inni tryggði markmaðurinn Birna Berg FH sigur með öruggri vítaspyrnu. FH ingar tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitil A liða í 4. flokki stúlkna. Þjálfari FH er hinn geðþekki Þórarinn Böðvar Þórarinsson en honum til aðstoðar er Svavar Sigurðsson. Sigruðu KR 4-1 Stúlkurnar í 3. flokki spiluðu svo daginn eftir úrslitaleik í bikarnum gegn KR. Þær sigruðu sterka andstæðinga á leið sinni í úrslitin. Leikurinn gegn Breiða - bliki í undanúrslitum var frábær skemmtun og hefur undirritaður séð nokkuð marga karla fót bolta - leiki þar sem spennan hefur verið í hámarki, en þessi umræddi leikur gaf þeim leikjum ekkert eftir. FH stelpurnar sigruðu Blika eftir framlengingu og vítaspyrn - ukeppni, en Blikaliðið hefur sigrað þessa keppni undanfarin ár. Úrslitaleikurinn var því hand an við hornið gegn KR á heima velli þeirra. Davíð þjálfari er klókur og úrræða góður og ákvað hann að breyta ekki um leikvöll, það væri bara betra að spila úrslita leikinn á KR velli, enda hafa KR ingar ekki riðið feitum hesti gegn FH á þessum velli. Nokkuð marg ir áhorfendur voru mættir til að horfa á leikinn og var góð stemming á pöll unum. FH stelpurnar byrjuðu leikinn mun betur og náðu forystu í leiknum með marki Sigrúnar Ellu. Rétt fyrir leikhlé bætti Sigmundína Sara við marki með góðu skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir FH. Stelp - urnar skoruðu svo þriðja markið eftir 16 sekúnda leik í seinni hálfleik, og var FH því með góða forystu. KR stelpur sóttu í sig veðrið en varð lítið ágengt gegn stórgóðum markmanni FH, Ionu og varði hún oft á tíðum mjög vel. KR ingar náðu svo að skora eftir góða sókn og var nú komin smá spenna í leikinn, en FH stelpur vörðust fimlega og í lokin bætti Sigrún Ella við marki. Loka - staðan var 4-1 fyrir FH. Þetta var þetta góður endir á tímabilinu fyrir FH stelpur í 3. flokki, því þær unnu bikarinn og komust upp í A deild. Þjálfari 3. flokks er hinn magn - aði Davíð Arnar Stefánsson og honum til aðstoðar er Bryndís Sighvatsdóttir. Fjórar í landsliðið U 17 Um kvöldið var landsliðshópur U 17 tilkynntur og eigum við fjórar FH stelpur í hópnum sem eru Sigmundína Sara, Sigrún Ella, Sara Atla og Iona Sjöfn mark - maður. Þessi árangur stúlknanna sýnir að starfið í yngri flokkunum í félaginu er til fyrirmyndar. Með FH kveðju Steinar Ó. Stephensen Úrslit: Knattspyrna 2. deild karla: ÍH - KS/Leiftur: 0-3 Selfoss - Haukar: 0-2 Næstu leikir: Knattspyrna 15. sept. kl. 14, Ásvellir Haukar - ÍR (2. deild karla) 15. sept. kl. 14, Varmárvöllur Afturelding - ÍH (2. deild karla) 16. sept. kl. 16, Kópavogsv. Breiðablik - FH (úrvalsdeild karla) Handbolti 13. sept. kl. 20, Framhús Fram - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 14. sept. kl. 20, Vodaf.höllin Valur - Haukar (úrvalsdeild karla) 16. sept. kl. 20, Kaplakriki FH - Stjarnan (úrvalsdeild kvenna) www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 13. september 2007 Íþróttir Yfirmaður á kassa óskast Óskum eftir að ráða yfirmann á kassa fyrir verslun Bónus á Tjarnarvöllum. Áhugasamir hafi samband við verslunarstjóra í Bónus á Völlum eða sendi inn umsókn á bonus.is Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn FH Íslandsmeistari í 4. fl. kvenna og bikarmeistari í 3. flokki kvenna Glaðbeittar FH-stúlkur, Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna ásamt þjálfara og aðstoðarmanni hans. Sigurreifar FH-stúlkur, bikarmeistarar í 3. flokki kvenna. L j ó s m . : f o t b o l t i . n e t – H a fl i ð i B r e i ð f j ö r ð L j ó s m . : f o t b o l t i . n e t – H a fl i ð i B r e i ð f j ö r ð Birna Berg hampar bikarnum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.