Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Page 8

Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Page 8
Gunnar B. Guðmundsson, leik - stjóri missti af frum sýning unni en tók á móti frumburði sínum í staðinn á fæðingar deild inni og undi vel við sitt. Gunnar er Hafnfirðingur frá 2 ára aldri og gekk í Lækjarskóla sem hann breytti í fangelsi í myndinni. Gunnar var liðtækur íþrótta mað - ur, keppti í handbolta og frjálsum íþróttum og margfaldur Íslands - meistari. Hann hefur verið viðloðinn Leikfélag Hafnar - fjarðar frá 1993 og með í upp - setn ingu um 20 leikverka auk stuttmynda sem hann hefur gert. Gunnar segir að unnið hafi verið að myndinni í 6 ár og ofboðslegur metnaður lagður í hana og algjör misskilningur að eitthvað léttara sé að gera grín - mynd en aðrar myndir. Hand rit myndarinnar skrifuðu þeir Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar Gríms son og aðstoðar leikstjóri var Alexía Björg Jó hannes dóttir. Framleiðendur mynd arinnar voru Hafn firð ing urinn Ingvar Þórðar - son og Júlíus Kemp. Fjölmargir Hafnfirðingar komu að verkinu og meðal aðalleikara voru Snorri Engil bertsson, Davíð Þór Jóns - son, bræðurnir Halldór Magnús - son og Steinn Ármann og sagði Gunnar að allar helstu kanónur Leikfélags Hafnarfjarðar hafi verið með. Myndin hefst á teiknuðum ramma og Gunnar segir að líkja megi myndinni við teiknimynda - blað. Annars fjallar myndin um samkvæmisstúlkuna Hildi sem fer af illri nauðsyn að vinna í búð sem sérhæfir sig í hlut verka - leikjum og hasarblöðum. Áður en varir heillast hún af ævin - týraheimi hlutverkaleikja og skilin milli hans og raun veru - leikans verða óskýrari og ofur - hetjan vaknar. Enginn ætti að missa af þessari bráðskemmti legu og vönduðu hafnfirsku kvik - mynd. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. september 2007 Bílaþjónusta Magga Pústþjónusta Bílaþjónusta Bónstöð Opið virka daga kl. 9-18 Opið laugardaga kl. 9-16 Tilboð: (fólksbíll) Alþrif aðeins kr. 5.495,- Hraðþrif að utan kr. 1.195,- Mössun kr. 9.995,- Hvaleyrarbraut 2 sími 517 0350 Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Mótið framtíðina með okkur Er nokkuð skemmtilegra en að taka þátt í að móta framtíðina með börnum og unglingum? Við leik- og grunnskóla bæjarins eru laus störf og hægt er að velja um heilar stöður eða hlutastörf. Allar upplýsingar gefa stjórnendur skólanna. Sjá nánar á heimasíðum skólanna og heimasíðu Hafnarfjarðar, www.hafnarfjordur.is. Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h Fangarnir losa sig við jarðefni í fangelsinu í Lækjarskóla. Astrópía er skemmtun fyrir alla fjölskylduna Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í upptöku við Kleifarvatn. L j ó s m . : B j a r n i G r í m s s o n L j ó s m . : B j a r n i G r í m s s o n Gunnar B. Guðmundsson L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.