Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.09.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. september 2007 Þegar hugsað er upphátt þá hlýtur manni að detta ýmislegt í hug. Sumarið hefur verið fá - dæma gott hvað veður snertir. Er þá ekki allt í góðu? Vissulega er margt gott ef sumarið er hlýtt og notarlegt, en undir - liggjandi er samt að margt er að, hausta tekur, regn og vindar taka talsvert völdin. Þá styttist einnig í að Alþingi taki til starfa með öllu því fjölmiðla - fári er þeirri stofnun fylg ir. Það verður nýrrar stjórnar af móta störfin næsta vetur og efna öll kosningaloforðin frá alþingiskosningum í vor. Ég vil sérstaklega nefna mál - efni aldraðra sem verða að koma í sviðsljósið og til framkvæmda. Það er ekki nóg að tala og tala í aðdraganda kosninga. Það verð ur að framkvæma og leiðrétta það misrétti er hefur þrifist og aukist undir stjórn íhalds og fram sóknar á liðnum árum. Nú reynir á að stefna jafnaðarmanna nái fram að ganga. Skal einungis minnst á nokkur atriði, fjölgun hjúkruna - rýma fyrir eldri borgara, fjölgun á búsetumöguleikum aldr aðra, lágmarkstekjur til fram færslu verði stórhækkaðar og síðast en ekki síst að skattar á eftir launum verði lækkaðir til muna til samræmis við fjár magns tekju - skatt sem er stórt mál og sann - girniskrafa. Það verður sko fylgst með störf um þessarar ríkis stjórn ar og að málefni jafn aðar manna nái fram að ganga öllum íbúum þessa lands til hags bóta. Önnur mál verða sjálfsagt mikið í sviðs - ljósinu eins og stór - iðju málefni og menn skulu minnast þess að peningar vaxa ekki á trjánum, nú frekar en fyrri daginn. Fyrirtæki þurfa að geta þróast eðlilega til að geta greitt betri laun og meiri skatta til sveitarfélaga og ríkis. Það er ekki nóg að heimta betri þjónustu af ríki og sveitar félögum, það þarf að afla fjár til að þjónustan og kjör starfsmanna verði betri. Það skulu menn hafa í huga. Starfstími Alþingis hefur oft vakið mér furðu. Hvaða vit er í því að Alþingi starfi eins og nú er rúmlega hálft ár hverju sinni. Ég tel að þingmenn verði að taka sig á í þeim efnum og haga starfsemi Alþingis eftir deginum í dag, við erum á 21. öldinni. Nóg að sinni. Höfundur er formaður 60+ Hafnarfirði. Hugsað upphátt Jón Kr. Óskarsson Það var fullt út úr dyrum á sunnudaginn þegar nýr kirkju - skáli Ástjarnarsóknar var helgaður. Nýkjörinn sóknar - prest ur, séra Bára Friðriksdóttir þjónaði fyrir altari og Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur Kjalar - nesprófastdæmis predikaði. Kirkjuskálinn, sem stendur á bílastæði við framtíðarlóð kirkj - unnar að Kirkjuvöllum 1, skiptist í tvö rými, kapellu og safnaðarsal auk fordyris og skrifstofu sóknar prests, samtals um 160 m². „Kirkjuskálinn gjörbreytir allri aðstöðu safnaðarins sem nú hefur loks eignast sitt eigið húsnæði,“ segir Hermann Erl - ings son formaður sóknar nefndar. „Við erum Hafnarfjarðarbæ mjög þakklát fyrir að hafa gefið okkur tvær kennslustofur sem notaðar hafa verið við ýmsa skóla bæjarins. Við höfum lagt metnað okkar í að gera þær glæsilega upp svo þær nýtist vel í hinu nýja hlutverki og að fólki geti liðið vel að koma hingað og nota aðstöðuna.“ Hann segir að þegar hafi verið byggðar góðar undirstöður í söfnuðinu en segja megi að nú hefjist nýr kafli, nýr prestur hafi tekið við söfnuðinum, kirkju - skálinn hafi verið tekinn í notkun og nú sé verið leita að nýjum tónlistarstjóra til að halda áfram uppbyggingu barna og kirkju - kórs. Séra Bára Friðriksdóttir segir gaman að taka við nýju starfi í ungri sókn og finna fyrir kraft - inum og eftirvæntingunni sem ríki í hverfinu. „Við verðum með sunnudagaskóla á hverjum sunnudegi kl. 11,“ segir Bára „og guðsþjónustur annan hvern sunnu dag og svo erum við með öfl ugt æskulýðsstarf í gangi, en við viljum leggja mikla áherslu á að vinna náið með skólunum í hvefinu og öðrum sem koma að æskulýðs- og forvarnarstarfi.“ Nýr kirkjuskáli Ástjarnar - sóknar helgaður F.v.: Hermann Björn Erlingsson formaður sóknarnefndar Ástjarnar sóknar, Séra Bára Friðriksdóttir sóknarprestur, Dr. Gunnar Kristinsson prófastur Kjalarnesprófastdæmis og Símon Rafnsson formaður sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar. Vegna breytinga á Ásbraut á móts við Ásvelli og gerð undirganga hefur allri umferð verið veitt á Tjarnarvelli til bráðabirgða. Nemendur Hval - eyrarskóla sem fara í leikfimi á Ásvöllum þurfa því að fara yfir Tjarnarvelli og framkvæmda - svæði. Þess vegna hefur verið komið fyrir hraðahindrunum sitt hvoru megin við gönguleið þeirra til að auka öryggi þeirra og hefur fæstum þótt það neitt tiltökumál að aka rólega yfir þessar hindranir. Tvisvar hefur einhverjum þótt þetta svo pirrandi að þeir hafa lagt leið sína að næturlagi að hraðahindrunum og þvingað hraðarhindranirnar, sem eru í einingu, af með kúbeini eða öðru áhaldi þannig að þær hafa skemmst. Fyrst var þetta gert að - faranótt mánudags og svo aftur aðfararnótt miðvikudags. Segja starfsmenn bæjarins með ólíkindum að nokkrum skuli detta slíkt í hug, sérstaklega þegar horft er til þess hvers vegna þær séu settar upp þarna á þessum stað. Þeir sem geta gefið vísbend - ingar um hverjir hafi ver ið þarna að verki hafi samband við lög - reglu í síma 444 1140. Hraðahindranir fjarlægðar Voru settar upp til að vernda skólakrakka á leið í leikfimi Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar við uppsetningu á nýrri hindrun. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Nokkrar umferðatruflanir urðu á meðan nýjar hraðahindranir voru settar upp. Aukið rými og betri þjónusta Nú standa yfir breytingar á afgreiðslu útibús Byrs við Strandgötu í Hafnarfirði og mun ný og glæsileg afgreiðsla opna innan fárra vikna. Við biðjum viðskiptavini afsökunar á hugsanlegum óþægindum meðan á framkvæmdunum stendur og minnum jafnframt á þjónustu okkar í Fjarðarkaupum og þjónustu útibúsins í Garðabæ. Starfsfólk Byrs Unglingar sem komu frá einbýlishúsahverfi á Völlum köstuðu grjóti í stórar rúður og veggi Hraunvallaskóla og brutu nokkrar rúður, stóra klukku og skemmdu klæðningu á húsinu. Var starfsfólki skólans brugðið þegar það kom til vinnu á mánudag og undraðist að ungl - ingar skuli leggja sig niður við svona skemmdarverk. Myndir af skemmdar vörg - unum náðust á eftirlitsmynda vél - ar í skólanum og vinnur lögregla að því að greina hverjir þarna voru á ferð. Skemmdarvargarnir er hvattir til þess að gefa sig fram við lögreglu áður en málið fer lengra. Þeir sem geta gefið vísbendingar um þá sem þarna voru að verki eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma 444 1140. Unglingar brutu rúður í Hraunvallaskóla Lögregla skoðar upptökur úr eftirlitsmyndavélum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Missti hjólið undan bílnum Ökumaður stórrar jeppa - bifreið ar lenti í því óhappi að missa framhjól undan bílnum á Flatahrauninu. Ökumaðurinn telur sig hafa verið heppin þar sem hann var á lítilli ferð og lítil umferð. Við óhappið lenti bifreiðin upp á miðeyju á götunni og fór yfir umferðarskilti. Svo virðist sem felgan hafi gefið sig því felgurærnar voru flestar eftir á felguboltunum en sumir þeirra brotnuðu af.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.