Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 2
Bergmann í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands mynd Guðnýar Hall dórsdóttur, Kristnihald undir jökli frá 1989. Söguhetja myndarinnar er Umbi sem sendur er af biskupi á Snæfells nes til að gera úttekt á kristnihaldi. Einkanlega á hann að kanna undarlega hegðan gamla sóknarprestsins Jóns Prímusar sem Baldvin Halldórsson túlkar af snilld. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafnið myndina Ævintýrið, L´Avventura frá 1960 eftir Michel - anglo Antonioni. Kvikmyndasafnið sýn ir þessa mynd, úr þríleik Anton - ionis, í minningu þessa ítalska meist - ara, sem lést þ. 30. júlí s.l. Hópur auðugra Ítala leggur af stað í siglingu til eyðilegar eldfjallaeyjar í Miðjarðar - hafinu. Á eyjunni týnist aðalpersóna mynd ar innar Anna. Kærasti Önnu, Sandro og vinkona hennar Claudia, hafa leitað hennar án árangurs. Meðan á leit þeirra stendur, verða þau hrifin hvort af öðru. Þau verða síðan elskendur en minningin um Önnu er stöðugt í huga þeirra. Dúó Stemma í Hafnarborg í kvöld kl. 20 Opnir tónleikar verða í Hafnarborg í kvöld, fimmtudag kl. 20 en þá leikur Dúó Stemma sem samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverks - leikara. Þau eru bæði fastráðnir hljóð - færaleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Saman hafa þau leikið í tæp 10 ár, og frumflutt mörg verk sem skrifuð hafa verið fyrir þau. Má þar nefna tón - skáldin Áskel Másson, Snorra Sigfús Birgisson, Jónas Tómasson, Svein Lúðvík Björnsson og fleiri. Á efnisskránni hjá þeim er einnig íslensk þjóðlagatónlist þar sem Steef spilar m.a. á steinaspil Páls frá Húsafelli. Herdís og Steef hafa auk þess sett saman efnisskrá fyrir börn og spilað í um 60 leikskólum og yngri deildum grunnskóla á Íslandi og Hollandi. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir velkomnir. Sýningar í Hafnarborg Denis Masi sýnir ljósmyndir en í ljósmyndaröðum sínum er Denis Masi að rannsaka uppákomur og viðburði þar sem fólk hópast saman af ein - hverju tilefni í leit að sameiginlegri upplifun. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir tréskúlptúra þar sem hún leitast við að endurgera eftirminnileg augnablik úr eigin lífi. Þingtak spilar í Fjörukránni Hljómsveitin Thingtak heldur tónleika á Fjörukránni á laugardaginn kl. 23 til að fagna nýútkomnu myndbandi. Hljómsveitarmeðlimirnir þrír sem allir eru að norðan hófu að semja lög og æfa um haustið 2005 í Hafnarfirði. Fyrsta plata þeirra kom út í apríl 2006. Hljómsveitina skipa Hrafnkell Brimar Hallmundsson, gítar/söngur, Stefán Jakobsson, aðalsöngvari/bassi og Sverrir Páll Snorrason, trommur. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. september 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Hvað varð um 40 km/klst ? Athugulir öku - menn hafa eflaust tekið eftir því að hámarkshraði hér í nágrenninu er ansi fjölbreyttur. 90 km á Reykjanesbrautinni, rétt sunnan við Ástjörn, 80 km sumsstaðar, 70 km á öðrum stöðum, 60 km á nokkrum stöðum og 50 km víða. Síðan er 30 km í íbúðarhverfum og 15 km á einstaka götum, t.d. Strandgötu og Fjarðargötu við Fjörð en þá flokkast göturnar sem vistgötur. Nýlega er komið upp skilti við Setbergsskóla sem sýnir umferðarhraða viðkomandi og blikkar ef ekið er yfir 30 km hraða þó hámarkshraði sé 50 km. Þetta er á safngötu og staðsetning skólans óheppileg og nauðsynlegt að halda hraða þar niðri. En á safngötu er 30 km hraði mjög lítill og til lítils að byggja mislæg gatnamót ef fólk kemst ekki fyrr en seint og síðarmeir út úr hverfunum. 50 km hraði er 67% meiri hraði en 30 km. Það er mikill munur en 40 km hraði er þó aðeins um 33% meiri hraði en slík skilti fyrirfinnast ekki. Hvers vegna? Hlutfallslegur munur á 30 og 40 km hraða er mun meiri en á milli 80 og 90 km og eðlilegt væri að munur á þrepum hámarkshraða væri meira eftir því sem ökuhraðinn eykst en því er öðru nær. Skilti draga ekki endilega úr hraða. Af hverju hafa ekki verið gerðar þrengingar við gangbrautir við Setbergsskóla? Af hverju hafa gangbrautir ekki verið lýstar upp sérstaklega? Af hverju hefur skólalóðin ekki verið girt frá götunni? Nú nálgast vetur og gangbrautin við Traðarberg er stórvarasöm, runnagróður alveg út að götu við skólann sem byrgir sýn og oft flughálir snjóruðningar sem börnin þurfa að ganga yfir. Ég skora á bæjaryfirvöld að tryggja öryggi skólabarna með öðru en eintómum skiltum. Guðni Gíslason 2. Fjármagn til grunnskólanna vegna vettvangs- og skólaferðalaga nemenda Lögð fram orðsending, dags. 12. september 2007 frá mennta - málaráðuneytinu varðandi túlkun á 33. gr. laga nr. 66/1995, sem breytt var með lögum nr. 98/2006, er lýtur að því ákvæði að óheimilt sé að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nemenda. Orðsendingin er svar við fyrirspurn fræðsluráðs sbr. lið nr. 8 í fundargerð fræðsluráðs frá 19. mars 2007. Lagt fram minnisblað frá þróunarfulltrúa grunnskóla um vettvangsferðir. Fræðsluráð sam - þykkir að beina því til fræðslusviðs að málefnið verði tekið upp og rætt á skólastjórafundum og er fræðslusviði falið að afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum. 9. Hlíðarendi-skipulagsdagar Lagt fram bréf, dags. 17. sept - ember frá leikskólastjóra Hlíðar - enda þar sem farið er fram á heim ild til að taka tvo samliggjandi skipulagsdaga í apríl vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks. Lagt fram bréf, dags. 17. sept - ember frá formanni for eldra félags leik skólans þar sem segir að stjórn foreldrafélagsins geri ekki athugasemdir við að teknir verði tveir samliggjandi skipu lags dagar í apríl. Samþykkt samhljóða. Sunnudaginn 30. september Fiðlumessa kl. 11 Fiðlusnillingurinn Hjörleifur Valsson leikur fjölbreytt og skemmtileg verk á Stradivariusfiðlu og kynnir hljóðfærið á sinn einstaka hátt, sérstöðu þess og eigindir. Organisti og píanóleikari: Guðmundur Sigurðsson Forsöngvari: Þóra Björnsdóttir Prestur: sr. Gunnþór Þ. Ingason Sunnudagaskólar á sama tíma í Ljósbroti Strandbergs og í Hvaleyrarskóla. Verið hjartanlega velkomin Fríkirkjan Sunnudagur 30. september Sunnudagaskóli kl. 11 Æðruleysismessa kl. 20 Fríkirkjubandið leiðir söng og fluttur verður vitnisburður Barnakór í safnaðar heimilinu á miðvikudögum kl. 17. Sporin 12 Andlegt ferðalag fimmtudaga kl. 20 í safnaðarheimilinu. www.hafnarf jardark i rkja. is www.frikirkja.is Deilt um leik- og grunnskóla Fulltrúi Vinstri Grænna í fræðsluráði bókaði á fundi ráðsins í vikunni að hann gæti ekki litið svo á að sú ráðstöfun að fela Hjallastefnunni ehf. rekstur leik- og grunnskólans að Bjarka - völlum hafi verið tekin. Sú ákvörðun hefur auðvitað aldrei komið til umræðu í fræðsluráði sem hefur lögbundið vald til þess að taka slíka ákvörðun, og verður væntanlega fjallað um þá ákvörð un sérstaklega á síðari stigum. „Fulltrúar í fræðsluráði“ (orð - rétt úr fundargerð) lögðu fram eftirfarandi bókun: „Það lá ljóst fyrir að stofnað hafði verið til samstarfs Hafnar - fjarðarbæjar og Hjallastefnunar ehf. kom það m.a. fram í niður - lagi afgreiðslu og samþykktar fræðsluráðs á fundi ráðsins. 19. feb. sl. en þar segir: „Einnig verði áfram unnið að hug mynd - um um uppbyggingu skólastarfs Hjalla stefnunnar á Bjarka völl - um“.“ Þá stendur í bókun „fulltrúa í fræðsluráði“: Hins vegar skal á það bent að eftir er að móta og sam þykkja innihald slíks rekstr - ar samnings en ljóst er að gengið var til þessa samstarfs við Hjalla - stefnuna og mun fræðsluráð standa við þá ákvörðun.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.