Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 27. september 2007 Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar Verkamenn óskast til starfa Um er að ræða fjölbreytt störf og góða vinnuaðstöðu. Laun eru samkvæmt kjara - samningi Launanefndar sveitar félaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Umsóknum um störfin skal skilað til Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar, Hringhellu 9. Upplýsingar um störfin má fá í síma 585 5670 eða á staðnum. Hægt er að senda tölvupóst á Reyni Kristjánsson yfirverkstjóra reynir@hafnarfjordur.is Lausar stöður hjá Hafnarfjarðarbæ Fimmtudaginn 4. október verð ur óperan Areadne eftir Richard Strauss frumsýnd í Íslenksu óperunni. Þar koma fram sextán íslenskir ein söngv - arar en fátítt er að óperur skarti svo mörgum einsöngs hlut verk - um. Þetta er í fyrsta sinn sem óper - an Ariadne á Naxos er sett upp á Íslandi, og að öllum líkindum í fyrsta sinn sem ópera eftir Richard Strauss er sett upp hér - lendis. Richard Strauss (1864- 1949) er stundum ruglað saman við nafna sinn Johann, höfundar hinnar vinsælu óperu Die Fled er - maus. Þeir eiga þó ekki margt sameiginlegt! Óperan Ariadne er í tveimur þáttum, og skiptist hún í Forleik fyrir hlé og Óperuna eftir hlé. Textann við óperuna samdi Hugo von Hofmannsthal. Hafnfirðingar eru nokkuð fjölmennir í óperunni, Ágúst Ólafsson, baritónsöngvar syngur hlutverk Harlekins en Ágúst er núna eini fastráðni söngvari Íslenku óperunnar. Ásgeir Páll Ágústsson syngur hlutverk hár - kollumeistarans en Ásgeir Páll sem verið hefur útvarps maður á Bylgunni heldur að sýningu lokinni til Austurríkis til frekara háskólanáms í söng. Þá syngur Hlöðver Sigurðsson hlut verk Scaramuccio en hann var söng - nemandi Antoníu Hevesi á Siglu firði og hefur leikið á hádegistónleikum með henni. Hann fluttist til Hafnarfjarðar í sumar en stefnir til Þýskalands til starfa þar við söng. Antonía starfar hjá óperunni og hefur spilað á píanó á öllum sviðsæfingum síðan í vor og á sýningunum spilar hún á harmóníum í hljómsveitinni. Þá er gaman að geta þess að tveir af þremur statistum eru Mercell Hevesi, sonur Antoníu og Þorsteinn Freyr Sigurðsson, bróðir Hlöðvers en þeir leika báð ir þjóna í fyrri þætti óperunn - ar. Frumsýning og hádegistónleikar Það verður mikið um að vera hjá Antoníu þennan dag því þá verður hún líka með fyrstu hádegistónleika vetrarins í Hafn - arborg þar sem hún fær í heimsókn til sín hafnfirsku óperu söngkonuna Björgu Guð - jóns dóttur sem syndur ís lensk auðþekkt ljóð undir yfirskriftinni „Íslenskt - já takk“. Hafnfirðingar áberandi á frumsýningu á óperunni Areadne í Íslensku óperunni Ágúst Ólafsson Ásgeir Páll Ágústsson Hlöðver Sigurðsson Antonía Hevesi V e r s l u m í H a f n a r f i r ð i ! .. . það e r bara svo mik lu skemmt i leg ra — og svo e r s tu t t að fa ra! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.